Goðasteinn - 01.09.2013, Page 183
181
Goðasteinn 2013
myndarleg. Þar var ævinlega margt um manninn enda börnin sex og síðar bætt-
ust við tengdabörn og barnabörn, þannig að oft var þröngt setinn bekkurinn.
Ölvir var oddviti sveitarinnar og því mörg erindin og sporin sem sveitungar átti
þangað.
Þau hjónin voru samrýnd og samhuga í lífinu. Félagsmál Ölvis og opinber
störf ollu oft og tíðum mikilli fjarvist frá búskapnum í Þjórsártúni en ekki sást
á að þar vantaði neitt. Hann var að sönnu drjúgur við að bæta upp fjarvistirnar
með dugnaði sínum en hann var sannarlega ekki einn að verki því „maðurinn
einn er ei nema hálfur“ og Kristbjörg bætti á sig verkum og átti mikinn þátt í
góðri afkomu búsins, vinnusöm, ósérhlífin og viljasterk og vakti yfir öllu, jafnt
utan dyra sem innan og gerði Ölvi kleift að sinna því umfangsmikla starfi, er
hann sinnti fyrir samfélagið.
Hún hafði næmt og glöggt auga fyrir fegurð og snyrtimennsku í umhverfi
sínu. Skrúðgarðurinn í Þjórsártúni var eftirlæti hennar og á sínum tíma einstak-
ur fyrir grósku trjánna og blómanna og uppbyggður með skjólsælum reitum og
fánastöng , - einstaklega fallegur. Má segja að allt lifði og dafnaði sem hönd
hennar hreyfði enda átti hún mörg spor og handtök í garðinum sínum. líklega
er garðurinn sá garður sem flestir landsmenn þekkja til, enda stóð bærinn lengst
af alveg við þjóðbraut og allir sem um veginn fóru dáðust að honum.
Hún bjó yfir sterkri sjálfsmynd, var hæglát og yfirlætislaus kona sem lagði
gott til mála, en hélt þó einarðlega á sínum skoðunum þætti henni við þurfa.
Hún var raunsönn og vildi hvers manns vanda leysa. Hún var vinur vina sinna
og stuðningurinn næsta vís ef leitað var til hennar og jafnan tilbúin að veita af
sínu vinarþeli og tryggð.
Hún hafði góða návist, var vel að sér, fylgdist með þjóðmálum og umræðum
á Alþingi, kunni ógrynnin öll af ljóðum og vísum, sér í lagi lausavísum sem
kastað hafði verið fram við góð tilefni norður í Skagafirði. Hún naut þess að
lesa þegar hún hafði tíma til og áður en sjónin fór að dofna, og tók virkan þátt
í kvenfélaginu. yfir henni var reisn og hún bar sterkan persónuleika, ævinlega
vel til höfð og glæsileg til fara. Hún var kona góðra og traustra gilda. Áreið-
anleiki, höfðingsskapur, snyrtimennska og festa einkenndi alla hennar fram-
göngu og viðmót.
Kristbjörg var mikil hagleikskona og lærði til hannyrða sem ung kona og
hafði mjög gaman af þó annir og bústörf gæfu henni ekki mikinn tíma til að
sinna því. Þó prjónaði hún allt sem þurfti á börnin meðan þau voru ung og allt
lék í höndum hennar. Þegar árin færðust yfir hana kom hrörnandi sjón í veg
fyrir að hún gæti notið þessa áhugamáls síns. En hún bjó áfram í Þjórsártúni og
sá um sig sjálf allt til haustsins 2010 að hún fór til Gyðu dóttur sinnar og unn-
ars manns hennar sem önnaðust hana af mikilli umhyggju þar til hún fór inn á