Goðasteinn - 01.09.2013, Side 188
186
Goðasteinn 2013
óþreytandi í að hlúa að Óla og gera ævikvöldið honum eins gott og hægt var. Í
því kristallast kannski best samleið og kærleikur góðrar fjölskyldu.
Í kring um árið 1995 fór að bera á verulegum heilsubresti hjá Óla. Hann
greindist með hjartabilun þetta ár og þurfti að fara í nokkrar aðgerðir vegna
veikinda sinna. Óli lést á heimili sínu Stapaseli 13 þann 15. febrúar 2012.
Sr. Guðný Hallgrímsdóttir
Óskar Valtýr Sigurðsson
Hann hét fullu nafni Óskar Valtýr Sigurðsson en
notaði jafnan aðeins millinafn sitt. Hann var fæddur í
Seli hér í A.-land. 21. sept. 1921 og ólst þar upp til
tvítugs. Foreldrar hans voru Þórhildur Valtýsdóttir í
Seli og Sigurður Guðmundsson vinnumaður frá Austur
Voðmúlastaðahjáleigu, nú Búlandi.
Valtýr átti því láni að fagna að fæðast og alast upp á
því góða sveitaheimili sem Sel hefur ætíð verið, í skjóli
ástríkrar móður, móðurforeldra sinna þeirra Guðbjarg-
ar Guðmundsdóttur og Valtýs Brandssonar og móð-
urbræðranna Geirmundar og Karels. Þessa umönnun og uppeldi allt endurgalt
Valtýr ríkulega meðal annars með því að annast móður sína og systkini hennar
eftir að þau brugðu búi í Seli og fluttu í ljósheima í Reykjavík. Eftir að bræð-
urnir Geirmundur og Karel voru fallnir frá flutti Þuríður systir þeirra systkina
í ljósheimana til Þórhildar systur sinnar, en þá hafði Valtýr flutt þar inn ekki
síst í því augnamiði að annast móður sína og síðar gömlu konurnar báðar. Þur-
íður var móðir Sverris Kristjánssonar sem ólst upp í Seli hjá þeim systkinum
frá 6 mánaða aldri en hann er fæddur 1942, kvæntur Ástu d. Kristjánsdóttur frá
Ísafirði og eiga þau fimm börn.
Valtýr var í Seli fram til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur og hóf
fljótlega störf hjá Stálsmiðjunni þar í borg. Á vegum Stálsmiðjunnar var Valtýr
sendur víða til starfa, einkum í virkjanir sem voru í byggingu, svo sem Gríms-
árvirkjun, Steingrímsstöð, Búrfellsvirkjun og einnig til hafnargerðar í Þorláks-
höfn. Valtýr var verkhagur og dugandi starfsmaður Stálsmiðjunnar, enda starf-
aði hann hjá því fyrirtæki allan sinn starfsaldur, sem segir það sem segja þarf
um samviskusemi hans í störfum fyrir fyrirtækið.
Valtýr var vel gefinn og stálminnugur allt til hins síðasta, fylgdist vel með
þjóðmálum, las mikið, hlustaði á útvarp og fylgdist með fréttum.
Valtýr ferðaðist nokkuð bæði innanlands og utan og fór meðal annars til