Goðasteinn - 01.09.2013, Page 195
193
Goðasteinn 2013
veitti. Þeim búnaðist enda eftir því. unnur var mikil verkmanneskja, dugmikil,
lagin og einkar ósérhlífin og gekk til allra verka með Ólafi sem var afburða
natinn og vandaður bóndi svo í höndum þeirra hlaut búið að margfaldast að
stærð og afurðasemi. Þau bæði byggðu upp á jörðinni og brutu mikið land til
ræktunar.
Ekki er ofsagt að flestir hlutir hafi leikið í höndum hennar, hvort heldur
var fínlegur saumaskapur eða grófari útiverk. Vinnustundirnar voru ekki taldar.
Samt gafst tóm til að rækta fagran garð við bæinn heima í Austvaðsholti og líka
síðar á Heiðvanginum og einnig leggja sitt af mörkum til Kvenfélagsins lóunn-
ar og annarra félagsstarfa. Allt var það unnið af sömu heilindum og vandvirkni
sem prýddi öll hennar verk yfirleitt og aukinheldur var ævinlega tími og rúm til
að fagna góðum gestum.
Á þeim árum sem hún hafði börn í bæ, voru fötin, bæði á þau, og jafnvel alla
fjölskylduna saumuð heima og þar brást unni ekki bogalistin, enda hafði hún
gott auga fyrir vönduðum og smekklegum klæðnaði. Seinni árin þegar börnin
voru flogin úr hreiðri og heimilisstörfin orðin léttari og umfangsminni, naut
hún þess að fást við hannyrðir og útsaum ýmiskonar.
Þegar Hannes sonur hennar og Ragnheiður kona hans tóku við búinu árið
1980 flutti unnur fyrst á Hvolsvöll og síðar að Heiðvangi 5 á Hellu þar sem
hún bjó síðustu 30 árin og kom sér upp sínu hlýlega og fallega heimili. Þar leið
henni vel en það gladdi hana alltaf að koma heim að Austvaðsholti og fylgjast
með búskapnum þar, en hún naut líka samvista við góða granna á Hellu og naut
þess að fegra og prýða garðinn sinn við húsið á Heiðvanginum. Hún vann við
ýmis störf eftir að hún flutti frá Austvaðsholti; - á saumastofu, í bakaríi og sem
dagmamma um langa hríð, uns hún dró sig í hlé þegar aldur og tími var kominn
til.
unnur var barngóð og raungóð og sumarbörnin og síðar dagmömmubörnin
hændust að henni. Samskiptin við þessa góðu konu hafa verið dýrmæt reynsla
fyrir allan þann stóra barnahóp sem hún gætti að í gegnum tíðina.
Hún var vel gefin og vel gerð kona. Samskiptin við afkomendurna og ástvin
og hvernig þeim vegnaði í lífinu var helsta áhugamál hennar. Fyrsta spurningin,
var ævinlega, þegar barnabörnin bar að garði; Ertu ekki svangur eða svöng? Má
ég ekki bjóða þér eitthvað? Og ekki vantaði að ævinlega var nóg til.
unnur var heimakær og flíkaði ekki tilfinningum sínum, heldur hélt sig frek-
ar til hlés, ævinlega glöð og sá oftast spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Jafnan
æðrulaus og það heyrði hana enginn kvarta nokkurntíma, heldur var alltaf við-
kvæðið; - allt að koma – hvernig svo sem stóð á.
Hún tók þátt í starfi eldri borgara, og naut heimsókna og ferðalaga bæði
innanlands sem utan.