Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 195

Goðasteinn - 01.09.2013, Síða 195
193 Goðasteinn 2013 veitti. Þeim búnaðist enda eftir því. unnur var mikil verkmanneskja, dugmikil, lagin og einkar ósérhlífin og gekk til allra verka með Ólafi sem var afburða natinn og vandaður bóndi svo í höndum þeirra hlaut búið að margfaldast að stærð og afurðasemi. Þau bæði byggðu upp á jörðinni og brutu mikið land til ræktunar. Ekki er ofsagt að flestir hlutir hafi leikið í höndum hennar, hvort heldur var fínlegur saumaskapur eða grófari útiverk. Vinnustundirnar voru ekki taldar. Samt gafst tóm til að rækta fagran garð við bæinn heima í Austvaðsholti og líka síðar á Heiðvanginum og einnig leggja sitt af mörkum til Kvenfélagsins lóunn- ar og annarra félagsstarfa. Allt var það unnið af sömu heilindum og vandvirkni sem prýddi öll hennar verk yfirleitt og aukinheldur var ævinlega tími og rúm til að fagna góðum gestum. Á þeim árum sem hún hafði börn í bæ, voru fötin, bæði á þau, og jafnvel alla fjölskylduna saumuð heima og þar brást unni ekki bogalistin, enda hafði hún gott auga fyrir vönduðum og smekklegum klæðnaði. Seinni árin þegar börnin voru flogin úr hreiðri og heimilisstörfin orðin léttari og umfangsminni, naut hún þess að fást við hannyrðir og útsaum ýmiskonar. Þegar Hannes sonur hennar og Ragnheiður kona hans tóku við búinu árið 1980 flutti unnur fyrst á Hvolsvöll og síðar að Heiðvangi 5 á Hellu þar sem hún bjó síðustu 30 árin og kom sér upp sínu hlýlega og fallega heimili. Þar leið henni vel en það gladdi hana alltaf að koma heim að Austvaðsholti og fylgjast með búskapnum þar, en hún naut líka samvista við góða granna á Hellu og naut þess að fegra og prýða garðinn sinn við húsið á Heiðvanginum. Hún vann við ýmis störf eftir að hún flutti frá Austvaðsholti; - á saumastofu, í bakaríi og sem dagmamma um langa hríð, uns hún dró sig í hlé þegar aldur og tími var kominn til. unnur var barngóð og raungóð og sumarbörnin og síðar dagmömmubörnin hændust að henni. Samskiptin við þessa góðu konu hafa verið dýrmæt reynsla fyrir allan þann stóra barnahóp sem hún gætti að í gegnum tíðina. Hún var vel gefin og vel gerð kona. Samskiptin við afkomendurna og ástvin og hvernig þeim vegnaði í lífinu var helsta áhugamál hennar. Fyrsta spurningin, var ævinlega, þegar barnabörnin bar að garði; Ertu ekki svangur eða svöng? Má ég ekki bjóða þér eitthvað? Og ekki vantaði að ævinlega var nóg til. unnur var heimakær og flíkaði ekki tilfinningum sínum, heldur hélt sig frek- ar til hlés, ævinlega glöð og sá oftast spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Jafnan æðrulaus og það heyrði hana enginn kvarta nokkurntíma, heldur var alltaf við- kvæðið; - allt að koma – hvernig svo sem stóð á. Hún tók þátt í starfi eldri borgara, og naut heimsókna og ferðalaga bæði innanlands sem utan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.