Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 4

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 4
2 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Sr Friðrik}. Hjartar Á HVERN VAR KALLAÐ ÞEGAR ALLT ÞRAUT? Ef þú, ágæti lesandi, afræður að ganga til kirkju á sjómannadag- inn, þá er harla sennilegt að yfir þér verði haft guðspjallsfrásagan úr Matteusi 8:23-27, en þar segir frá því er Jesús svaf í bátnum á leið yfir vatnið, en er vindaði og vatnið ýfðist urðu lærisveinarnir hræddir og vöktu Jesú sem hastaði á vindinn og vatnið. Guðspjallstexti þessi er oft sagð- ur endurspegla líf kirkjunnar á göngu sinni með Jesú Kristi. Sú ganga hefur ekki ætíð verið áfalla- laus. Það er langur vegur frá því að öllum takist að fara að leið- beiningarorðum þess góða sálms úr Sálmabókinni sem segir: „haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni“ (Sb. 182). En í hvert sinn sem kirkjan hefur snúið sér til Jesú, þá hefur hann lægt öldurnar, leiðrétt stefnuna og leitt fleyið heilt í höfn, enda er það undirtónn allrar boðunar hennar að betra sé að hafa Jesú Krist innanborðs. Þegar Jesús valdi sér samstarfsmenn urðu sjó- menn fyrir valinu, því að í þeim fann hann efnivið sem hann gat reitt sig á. - Símon hlaut hjá hon- um nafnið Pétur, sem þýðir klett- ur. Á þessum ldetti er kirkjan byggð, enda stendur hún óbifuð, grundvölluð á bjargi og veitir þá festu sem lífið lcrefst. Samstarfs- menn Jesú eru trúlega fyrstu fiski- mennirnir sem svo rækilega eru nafngreindir frá upphafi að þeir munu aldrei falla í gleymsku. Ekld þarf að fjölyrða um mikil- vægi fiskveiðanna fyrir þjóðarbúið íslenska og störf sjómannsins eru betur þekkt en svo að gera þurfi grein fyrir þeim hér. En meðan róið er og einhver bátur er á sjó, þá mæna mörg augu út á hafið. Augu bæði vina og vandalausra - fólks sem veit að stundum gerir mikil veður á hafinu og þar eru ótal hættur að varast. Augu sem vona og þrá, augu sem fyllast myndu ótta og skelfingu ef ekki væri fyrir að fara trausti og trú á Jesú Krist, því að í hans hendur er líf sjómannsins lagt í bæninni. Frábærri tækni dagsins í dag er það að þakka að mörgum áhyggj- um er létt bæði af sjómönnunum sjálfum og þeim sem í landi sitja. Varla flýtur sú trilla að þar sé ekki að finna staðsetningartæki tengd gervitunglum. Þetta og fleira léttir störfin og eykur öryggi sjómann- anna, og er það vel. Ekki er samt nóg að sjómaður- inn geti staðsett sig rétt á hafflet- inum. Lífsháskinn er viðvarandi á sjónum og duttlungar náttúruafl- anna eru með þeim hætti að einnig þarf að vera hægt að stað- setja skip og báta úr landi. Þess vegna er það skýlaus krafa allra sem í landi sitja, fjölskyldna og ástvina sjómannanna, að tilkynn- ingasltyldunni sé sinnt eins og vera ber. I guðspjallinu sem ég nefndi eru vindurinn og vatnið tákn vantrúar og eyðingarafla þeirra sem finnast í lífinu. Við erum ætíð að fást við þessi öfl í einhverri mynd, í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og gengur mis vel. Jesús, aftur á móti, þarf aðeins að hasta og rétta út hönd sína til að koma á reglu, þeirri reglu sem gerir alla örugga í návist hans. Himininn minnir oklcur á að við erum hluti sköpunarverksins. Og þegar betur er að gáð, þá er sú ábyrgð á okkur mennina lögð að vera kallaðir „kóróna sköpunar- verksins“ - ráðsmenn Guðs á jörð- inni. I þessu hlutverki hjálpar tæknin olckur ekkert, heldur kem- ur það þá fyrst í ljós þegar grannt er skoðað hvernig við stöndum undir þeirri ábyrgð. I því sam- hengi sést að maðurinn er stað- settur undir náð Guðs hvar sem hann fer og hver sem hann er. Hann á það undir náð Guðs að frelsast, en náðin verður aðeins þegin að gjöf, óháð verðleikum, óháð verkum. Guðspjall sjómannadagsins lýs- ir því vel hver það er sem lægir öldurnar og stillir vindinn. Það er sá sem lærisveinarnir kölluðu á þegar þeir urðu hræddir. - Jesús sjálfur. Hönd hans er ætíð út rétt okkur til bjargar. Ég óska sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra blessunar Guðs og samfylgdar um framtíð alla. Kirkjan á Brimilsvöllum, hán verður 75 ára í haust. P.S.J. Útgefendur : Sj ó m a n n ad ®s r aðin Olafsvík og Hellissandi Ritstjórn og auglýsirtgar: Pétur S. Jóhannsson Ábyrgðarmenn: Pétur S. Jóhannsson Pétur Tngi Vigfússon Forsíðumynd: Elísabet Jensdóttir Ritnefnd: Björn E. Jónasson Jónas Gunnarssom Péturi). Jóhannsson Páll Stefánsson Pétur Ingi Vigfússon. léxtaviryisla og próförk: ..t S'anhvít Sigurðardóttir Aðstoð: Kjartai Eggertsson » 1 BÉ Umbrot, prentun, bókbat Steinprent e'

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.