Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 64

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 64
62 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 athygli mína voru portúgölsku skúturnar. Þetta voru stórar skútur með fullt dekkið af doríum um borð. A hverjum morgni sáum við þeim slakað út og haldið frá móðurskipinu og var einn maður í hverri doríu með færi og línustubb. Maður var eiginlega alveg hissa að sjá þetta, vegna þess að maður hélt að þessi veiði- skapur heyrði sögunni til. Stundum gerði svarta þoku í kringum skúturnar og þá byrjuðu þeir að hringja skipsklukkun- um til að karlarnir á doríunum rötuðu til baka. Þarna varð að lokum mikill fjöldi skipa, Portúgalar, Spánverjar, Færeying- ar, Norðmenn og Is- lendingar. Veiðin hafði smá- glæðst og það var nóg að gera. Menn kepptust við að koma afl- anum fyrir. Eftir rúma viku á veiðum varð slys um borð, einn hásetinn, Árni Helgason festist með vettlinginn í splæsi og hífðist uppí afturgálgann. Trollið var umsvifalaust tekið inn og sett á fulla ferð inn til Færeyingahafnar og farið með manninn til læknis en hann missti þumalfingur í þessu slysi. Hann kom svo aftur um borð þegar búið var að gera að þessu og eftir það var hann í kokkeríinu. Þegar við komum inn í Færeyingahöfn var þar færeyskur togari sem var verið að landa úr. Þeir voru búnir að ljúka túr Fær- eyingarnir og lönduðu öllum fisk- inum þarna. Þeir héldu til þarna allt súmarið og fóru ekki heim fyrr en um haustið. Við tókum þarna salt og kost og síðan var haldið á miðin á nýjan leik. Alltaf þegar tækifæri gafst var verið að umstafla fiskinum í lest- inni, bæði til að ná saltinu og til að nýta plássið. Veiðarnar gengu vel og um miðjan túrinn lentum við í mokfiski. Dekkið fyiltist og nú var legið í aðgerð. Það þurfti fljótlega að fara aftur í land til að ná í meira salt. Mig minnir að við höfum farið fjórum sinnum inn til Færeyingahafnar. I síðasta skiptið tókum við olíu á stað sem kallaður var Norð- mannahöfn. Þá var farið að minnka plássið í lestinni og allt að verða fullt. Þá var liðinn mánuð- ur frá því við fórum að heiman og mönnum fundust síðustu dag- arnir líða ansi hægt. En allt hafðist þetta á endan- um og heim komum við í fyrstu viku júlí með 350 tonn af saltfiski. Ætli það hafi ekki verið nálægt 1000 tonnum upp úr sjó. Næstu tveir túrar sem við fórum voru sögulegir að því leyti að þá fylltum við skipið af karfa á rúm- um sólarhring. Þetta var í upphafi Nýfundnalandsveiðanna. Ég man alltaf hvað karlinn sagði þegar við tókum trollið inn; „þetta er fyrsti karfatúrinn sem ég geri og hífi inn trollið með heila vængi“. 'OIL Alairey AK 77 í Færeyingahöfn á Grænlandi. NÝSMÍÐI í SNÆFELLSBÆ Það er ekki mikið um að smíð- aðir séu bátar hér í Snæfellsbæ þó við séum mildir sjósóknarar. Það gerðist þó í vetur en þá tók Hilm- ar Pálsson sig til og smíðaði sér bát sem er 1,5 tonn að stærð. Hilmar sem er orðin 73 ára gam- all var sjómaður en hann fluttist hingað til Ólafsvíkur frá Vopna- firði 1985. Hann er búinn að eiga um ævina alls 6 báta og var sá stærsti 15 lestir að stærð. Mest var róið á línu og handfæri. 'Einnig stundaði Hilmar ásamt fé- lögum sínum hákarlaveiðar á sumrin og náðu þeir að veiða 28 stykki á úthaldinu og var sá stærsti 10 m. Hilmar verkaði allan sinn hákarl sjálfur. Vafalaust höfum við borðað þetta hnossgæti frá honum og líkað vel því hann verkaði úrvalsvöru. Vopnfirðingar hafa ávallt fengið á sig gott orð fyrir að verka góðan hákarl. Hilmar stundaði sjó alls í um 40 ár, þar af nokkur ár hér frá Ólafsvík, svo að hann veit vel hvað sjómennska er. Hilmar var sæmdur heiðursorðu Sjómanna- dagsins í Ólafsvík 1994. I stuttu samtali sagði Hilmar að hann hafi smíðað bátinn inni í Tröð hjá Karli Magnússyni. Þetta er flatbytta úr krossviði með lítinn kjöl, -báturinn er grunnur og rist- ir því ekki djúpt. Hann notar 10 ha. utanborðsmótor en einnig smíðaði hann sér árar sem hann getur gripið til ef með þarf. Hilmar ætlar bara að leika sér á honum og fiska í soðið eins og gömlum sjómönnum er nú aðeins heimilt samkvæmt fiskveiðistjórn- unarlögum. í fyrsta róðri fékk hann aðeins meira af þeim gula en fyrir sjálfan sig svo hann ætlar að passa sig næst sagði þessi gamla kempa að lokum. Sjómannadags- blaðið óskar Hilmari til hamingju með bátinn og óskar honum alls hins besta. PSJ

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.