Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 13

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 13
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 11 bátnum þannig að önnur alda skall á síðu bátsins og henti hon- um á hina hliðina - rétti báturinn þá við. - En þrátt fyrir stórviðrið hékk þó einn bátur yfir línunni 5 tíma siglingu frá Nesi og dró hana þegar lægði og kom með alla lín- una í land. Þótti það vel af sér vikið af ungum formanni, en það var Guðmundur Kristjónsson frá Bug sem þarna stýrði á sinni annarri vertíð með m/b Víldng, eftir því sem mér telst til. Sendibréf frá Ólafsvík Framangreindar svipmyndir frá sjósókn og mannlífi í Ölafsvík eru margar hverjar teknar úr bréfum Eliníus Jónsson er ég ritaði til foreldra minna á þessum árum og ég hefi verið að lesa yfir að undanförnu. Eru því nánast samtíma heimildir. I lok þessa tímabils voru að koma til starfa margir röskir ungir skips- stjórar eins og Leifur Halldórsson, Rafn Þórðarson og bræðurnir frá Patreksfirði Jón og Finnbogi Magnússynir. Er af sjósókn þeirra mikil saga en vegna pláss- leysis er ekki tækifæri að segja nánar frá þeim hér á þessum stað. Tveir sægarpar Eldti get ég lokið svo þessum svipmyndum af sjósókn og mann- lífi í Ólafsvík að minnast ekki tveggja sjósóknara og skipstjóra sem komnir voru í land á þessum árum. Það er sævíkingsins Eliní- usar Jónssonar og Halldórs Jóns- sonar stórútgerðarmanns, sem ég hafði af allnokkur kynni á þessum árum. Eliníus, sem hafði eftir 25 ára skipsstjórn farið í land og stofnað m.a. Kaupfélag Ólafsvíkur og var þar í forsvari í aldar fjórð- ung. Nú var hann afgreiðslumað- ur í kaupfélaginu og gekk um á grænum trollara buxum, ein- kennilegur í andliti vegna mein- semdar sem þar hafði búið um sig. En stríðnin, glettnin og póli- tískur hernaður skein út úr augna- ráðinu er hann minntist áranna er hann var hér nánast þorpskóngur og í forsvari fyrir Ólsara. Stjórn- málaumræður voru enn hans líf og yndi. Tengdafaðir minn Sveinn Einarsson, sem lengi hafði verið í skiprúmi hjá hon- um, lýsti eitt sinn fyrir mér hversu eldsnar og útsjónarsamur Eliníus héfði verið á skipstjórn- ar árum sínum. Þeir höfðu líka tekið óhemjusnarpar brýnur og hávaðasamar um pólitík á langri samleið - svo háværar að nánast heyrðist um allt þorpið. En þrátt fyrir þetta sagði Sveinn mér að aldrei nokkru sinni hefði Eliníus látið sig gjalda þess í viðskiptum þó bardaginn hefði verið harður, hann hefði alltaf getað treyst á hjálpsemi Eliníus- ar ef á þurfti að halda. Enginn vafi er á því að Eliníus Jónsson er í hópi svipmestu Ólsara á þessari öld. Halldór Jónsson, er kapítuli út af fyrir sig sem ekki er hægt að segja frá í stuttu máli. En hann stóð oftast á bryggjunni er bátar hans voru að koma að landi í svörtu peysunni og með dökkan þvældan hatt á höfði og tók skörulega á móti bátum sínum. Hafði þá ætt fram bryggjuna með sinn fræga framhalla og neftó- baksklútinn í hendinni svo allir þekktu úr langri fjarlægð hver þar var á ferð. Færni hans til að reikna “á puttunum” útgerðar- kostnað og afkomu þegar umsvif hans voru orðin að 5 bátaútgerð var með ólíkindum. í hans huga var mismunurinn á debet og kredit það sem hann átti inni í Sparisjóðnum á hverjum tíma, - það nægði honum. Lengi vel leit- aði hann aldrei á fund bankastjóra í Reykjavík, átti nánast ekkert er- indi við þá og mun hafa verið nokkuð feiminn að tala við þess háttar menn. En eitt sinn er hann kom úr Reykjavík sagði hann við mig: “Þetta eru bara ágætismenn þessir bankastjórar.” “Nú” sagði ég, “ ertu nú farin að þurfa að hitta þá” ? “Nei, nei Asgeir minn, það voru þeir sem báðu mig að koma og tala við sig. Þá langaði svo mikið til að sjá hvernig ég liti út svona útgerðarmaður sem þyrfti aldrei að tala við þá og þetta eru bara mjög almennilegir menn”. Hann var líka “original” í frá- sögnum. Kom stundum á skrif- stofuna í Dagsbrún til mín, eink- um eftir utanlandsferðir, og sagði svo stórkostlega frá ævintýrum sínum þar og á sínu máli að sög- urnar gleymast aldrei. Einnig er frægt þegar hann var að bjóða heilu skipshöfnum sínum á bíó- myndir með Danny Kay í aðal- hlutverki, en það voru hans uppá- halds bíómyndir. - Þessar fátæk- legu svipmyndir verða hér að duga af þeim Halldóri og Eliníusi. Ólafsvík kvödd Hinn 15. nóvember 1959 ltvaddi ég Ólafsvík og var þá Sæ- unni konu minni og tveim börn- um okkar ríkari en þegar ég kom. Þá var íbúafjöldinn skv.þjóðskrá 765 og hafði aukist um 50% á 7 árum en auk þess dvöldu 100 til 200 aðkomumenn að staðaldri við störf þar svo frekar má segja að fólki á staðnum hafi fjölgað um allt að 80% þessi ár en það er hraðasti vöxtur í sögu Ólafsvíkur hvernig sem er reiknað. Árin mín í Ólafsvík voru fyrir mig sem ung- an mann nokkurs konar háskóli lífs míns og einhver bestu ár æfi minnar. Tengslin við það góða fólk sem þar bjó og ég kynntist hafa því aldrei slitnað eða dofnað eða þær hlýju tilfinningar er ég bar og ber til Ólafsvíkur.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.