Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 23
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
21
ÍSLAND SEM MIÐSTÖÐ MENNTUNAR í ÞÁGU
SJÁVARÚTVEGS - HEIMA OG ERLENDIS
Eftir Dr. Guðrúnu Pétursdóttur,
forstöðumann Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands.
Framtíð íslensks sjávarútvegs
ist á góðri menntun allra
starfsstétta sem að greininni
vinna. Við verðum að nýta auð-
lindir sjávar af þekkingu og
verkviti allt frá skipulagningu
veiða til þess að afurðin er komin
til neytandans. Þekking er grund-
völlur bættra vinnuhátta og auk-
innar hagkvæmni á öllum sviðum.
Meistaranám í
sjávarútvegsfræðum
Síðastliðið vor var brotið blað í
sögu sjávarútvegs á Islandi, þegar
fyrstu nemendurnir luku meist-
aranámi í sjávarútvegsfræðum frá
Háskóla Islands. Á undanförnum
árum hefur nánast orðið bylting í
menntamálum í sjávarútvegi hér á
landi. Sjávarútvegsdeild Háskól-
ans á Akureyri tók til starfa 1990,
og þar með opnuðust Islending-
um möguleikar á að afla sér há-
skólamenntunar í sjávarútvegs-
fræðum hér heima. Það fór vel á
því, að þegar fyrsti nemendahóp-
urinn útskrifaðist frá Akureyri,
stóðu honum, og öðrum áhuga-
sömum nemendum, opnar dyr
Háskóla Islands til framhalds-
náms, sem veitir þeim meistara-
gráðu í sjávarútvegsfræðum.
Um er að ræða tveggja ára nám
við Háskóla Islands, sem að hálfu
er fólgið í námskeiðum en að
hálfu í rannsóknarverkefni sem
nemandinn vinnur undir hand-
leiðslu kennara. Námskeiðin eru
kennd við ýmsar deildir Háskól-
ans: verkfræði, líffræði, hagfræði-
viðskiptafræði, félagsfræði og lög-
fræði. Ekkert er því til fyrirstöðu
að bæta við námskeiðum úr fleiri
deildum ef áhugi nemenda spann-
ar víðara svið en hér var talið.
Þannig geta allar deildir Háskól-
ans átt aðild að meistaranáminu,
ef þær óska þess. Þessi nýbreytni,
að rjúfa múra milli svo margra
deilda og hleypa nemendum
frjálst þar á milli, hefur mælst
mjög vel fyrir og verður eflaust
öðrum til eftirbreytni við skipu-
lagningu meistaranáms við Há-
skólann.
Rannsóknarverkefni nemend-
anna nema um árs vinnu og geta
verið af ýmsu tagi, eftir því á
hvaða sviði nemandinn kýs að sér-
hæfa sig. Eklcert er því til fyrir-
stöðu að verkefnin séu unnin í
samvinnu við fyrirtæki í sjávarút-
vegi. Hér er því gott tækifæri til
að tengja saman Háskólann og
fyrirtækin, sem með þessu móti
geta fengið vel menntað ungt fólk
til að vinna fyrir sig verkefni undir
leiðsögn bestu fræðimanna á
hverju sviði.
Þeir þrír nemendur sem lokið
hafa meistaragráðu unnu að rann-
sóknarverkefnum á ólíkum svið-
um. Einn rannsakaði hagkvæm-
ustu leiðir í rekstri sjávarútvegsfyr-
irtækja, annar rannsakaði flutning
á lifandi flatfiski, og sá þriðji
rannsakaði fjarðaeldi þorsks.
Það er tvímælalaus styrkur
meistaranámsins að það er opið
nemendum með mismunandi
bakgrunn. Þannig myndast fjöl-
breyttur hópur fólks sem hefur
góða innsýn í ýmsa hluta samfé-
lagsins en hefur bætt við menntun
sína sérþekkingu um sjávarútveg.
Nú eru 7 nemendur í meistara-
náminu sem koma úr ýmsum átt-
um: lögfræðingur, sagnfræðingur,
kennarar, félagsfræðingur, líffræð-
ingur og viðskiptafræðingur. Að-
sókn að náminu fer hraðvaxandi
og eftirspurn eftir þessum vinu-
krafti er mikil. Þeir sem útskrif-
aðir eru hafa allir fengið góð störf
og sumir sem enn eru í námi hafa
þegar verið ráðnir til framsækinna
fyrirtækja.
Sjávarútvegsskóli
Sameinuðu þjóðanna
En það er á fleiri sviðum, sem
íslendingar bjóða ný tækifæri til
menntunar í sjávarútvegi. Sjávar-
útvegsskóli Háskóla Sameinuðu
þjóðanna tekur inn fyrstu nem-
endurna í haust. Það er mikill
heiður fyrir Islendinga að hafa
verið falið að sjá um þennan skóla
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
Höfuðstöðvar Háskóla Sþ eru í
Tokyo í Japan, en deildir skólans
eru víðs vegar um heiminn. ís-
lendingar hafa relcið Jarðhitaskóla
Sameinuðu þjóðanna í nærri tutt-
ugu ár, við mjög góðan orðstír.
Það hefur eflaust haft sitt að segja,
þegar ákvörðun var tekin um það
að fela Islendingum að sjá um ný-
stofnaðan Sjávarútvegsskóla Sþ.
Þessi skóli er ætlaður fólki frá Þró-
unarlöndum sem liggja að sjó og
eru að efla sinn sjávarútveg. Á ís-
landi munu nemendurnir Tæra um
það hvernig nútíma sjávarútvegur
er rekinn, auðlindir kannaðar og
stofnstærðir reiknaðar, landhelgi
sótt og varin, útgerð skipulögð,
vinnsla byggð upp, markaða aflað,
o.s.frv. Slcóli Sameinuðu þjóð-
anna er fyrst og fremst ætlaður
starfsfólki úr stjórnsýslu Þróunar-
landanna, sem vinna mun við
uppbyggingu og skipulagningu
sjávarútvegs innan stjórnkerfisins í
heimalöndum sínum og munu
snúa þangað að hálfs árs námi
sínu loknu. Skólavist og ferða-
kostnaður eru að fullu greidd fyrir
slíka nemendur. Hins vegar er
ekkert því til fyrirstöðu að aðrir,
til dæmis starfsmenn einkafyrir-
tækja, geti sótt um skólavist, en
skólinn greiðir ekki ferðakostnað
og uppihald þeirra.
Bætt samkeppnisstaða
Hvers vegna erum við að eyða
púðri á útlendinga, er ekki nær að