Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 61

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 61
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 59 í gerð fiskiflotans hér í Ólafsvík kallar á viðbrögð í hafnarmálum því öll hafnargerð olfltar frá árinu 1963 hefur miðast við fiskiflotann sem áður var lýst; vertíðarbátanna, 50-100 smálesta og síðar togar- anna. Nú eru orðin veruleg vandamál í höfninni vegna nýrra gerða og fjöida smábáta og nauð- synlegt er að þar verði bætt úr hið bráðasta. Virðingu og góða um- gengni við auðlindina En þrátt fyrir misgengi og sveiflur frá einum tíma til annars í sjávarútvegi okltar Islendinga eig- um við hér við Breiðafjörðinn og Snæfellsnesið sterkar væntingar um framtíð sjávarútvegs okkar. Það er tryggilega staðfest að sjávarauðlindin við Breiðafjörð og Snæfellsnes er einhver hin sterkasta við strendur landsins, fjölbreytni hennar og mikið jafn- vægi í lífríki hennar er sterkt og stöðugt. Þetta auðlindardjásn ætti að geta orðið okkar stærsta trygging fyrir velferð og afkomu um langa framtíð ef við berum gæfu til að umgangast auðlindina með til- hlýðilegri virðingu fyrir því sem hún kann að þola og forðast alla röskun á sterku jafnvægi hennar. Ég vil því skora á alla sem málið varðar að standa vörð um lífríkið á Breiðafirði og bægja frá fiskauð- lind þessari allri vá af manna völd- um með háskalegri umgengni um hana og virða takmörk hennar. Munum það að við sjálf sem heildarfjölskylda byggðarinnar berum ábyrgð á þróun mála hverju sinni,- hvort við tryggjum eða ekki,- almenna velferð okkar. Þannig semur hver kynslóðin sögu byggðar sinnar á hverjum tíma, síðar verður þessi saga rituð af öðrum til aflestrar komandi kynslóða til að draga megi af henni lærdóm. Að svo mæltu óska ég þess að við megum hittast hér að ári liðnu þar sem við getum fagnað slysa- lausu ári og batnandi afkomu al- mennings. SJÓMANNADAGURINN Á HELLISSANDI 1997 Hátíðarhöld sjómannadagsins hófust laugardaginn 30 maí í Rifshöfn, í vestan kalsa veðri. Kynnir var Sæmundur Kristjáns- son og lýsti hann því yfir að sjó- menn settu ekki svona veður fyrir sig og mundu allar keppnisgrein- arnar fara fram eftir áætlun. Dag- skráin byrjaði á kappróðri og sigr- aði áhöfnin á Rifsnesi SH 44, næst var keppt í kappróðri lands- sveita og unnu sveitir Hraðfrysti- húss Hellissands bæði í kvenna og karlaflokki. í koddaslag var keppni hörð en sigurvegari varð Alexander Kristinsson. Sunnudagurinn 1 júní hófst með sjómannamessu í Ingjalds- hólskirkju kl 11.00. Hátíðarhöld í sjómannagarði hófust kl 14.00 á því að formaður sjómannadags- ráðs Jóhann Rúnar Kristinsson bauð alla velkomna, kynnir var Ásbjörn Óttarsson. Hátíðarræðu dagsins flutti Anna Þóra Böðvarsdóttir. Að venju var heiðraður aldraður sjómaður og að þessu sinni var það Leifur Jónsson skipstjóri frá Rifi. Verðlaun voru veitt fyrir keppn- isgreinar hátíðarhaldanna. I sjó- mannagarðinum var til sýnis nýr harðbotna slöngubátur sem Slysa- varnadeildin Björg hafði fengið nýjan, var honum á þessum degi gefið nafnið Steingrímur Guð- mundsson. Farið var í ýmsa leiki sem Drek- inn slysavarnadeild unglinga sá um og vakti það mikla kátínu. Slysavarnadeildin Helga Bárðar- dóttir var með kaffisölu í Röstinni og að venju var hún vel sótt. Um kvöldið var sjómannahóf í Félagsheimilinu Röst sem hófst með borðhaldi sem var í höndum Randvers Steinssonar matreiðslu- meistara, sem séð hefur um borð- hald á sjómannadaginn undanfar- in ár með góðum mat sem gestir muna eftir. Heimamenn sáu um söng og skemmtiatriði, en aðal- skemmtikraftur kvöldsins var Jó- hannes Kristjánsson eftirherma. Hljómsveitin Hunang lék fyrir dansi fram á nótt. Veislustjóri kvöldsins var Gunn- hildur Þórisdóttir. Sj ómannadagsráð. tjyó/ne/i/t / /tazni/iyj/t /neo c/ci(jznn f HAPPDRÆTTI -þarsem vinningamirfást

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.