Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 68
66
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
SVISSNESKUR BANKASTJÓRI Á SJÓ
Róður með FRÓÐA SH 15 haustið 1987.
Nafn mitt er Martin Conrad
og ég er giftur Guðríði Hallmars-
dóttur. Við eigum þrjú börn og
heita þau Kristín 9 ára, Stefán 7
ára og Anna sem er að verða 5
ára. Við eigum heima í litlu
þorpi í norður Sviss sem heitir
Geroldswil.
Læra íslensku betur
Árið 1987 ákváðum við hjónin
að taka okkur frí frá vinnu og
drífa okkur heim til Islands. Tak-
mark þessarar ferðar var aðallega
að læra íslensku til þess að ég gæti
kynnst ættingjum Guðríðar betur.
Við hófum ferðalagið í endaðan
maí og keyrðum á Passatinum
okkar um alla Skandinavíu. Við
vorum tvær vikur á þessu ferðalagi
og enduðum það með því að taka
Norrænu frá Bergen til íslands.
Við vorum tvær nætur og þrjá
daga á ferjunni og komum við í
Færeyjum, og þangað var gaman
að koma. ( Það má taka fram að
sjóveikitöflur voru mikið notaðar
á leiðinni). Foreldrar Guðríðar,
Hallmar Thomsen og Kristín
heitin Sigurðardóttir tóku á móti
okkur á Seyðisfirði og fórum við
með þeim í skemmtilegt ferðalag
um suðurhluta Islands.
Fyrstu þrjá mánuðina dvöldum
við í Reykjavík og vorum svo
heppin að geta búið hjá frænda
Guðríðar, Hallgrími Hanssyni,
sem nú er látinn. Eg notaði tím-
ann vel og púlaði við að læra ís-
lensku og íslenska málfræði í
marga klukkutíma á dag.
í Saltflskvinnslu
Eftir þennan tíma var okkur
farið að leiðast í Reykjavík og
þráðum að komast til ÓÍafsvíkur.
I september keyrðum við til
Ólafsvíkur og bjuggum í húsi
tengdaforeldra minna við Lindar-
holtið í Ólafsvík. Ég útvegaði mér
atvinnuleyfi og við hjónin drifum
okkur í fiskvinnu hjá fyrirtækinu
HRÓI, þar sem við unnum í
rúman mánuð. Það voru þau
Ragnheiður, Ulli og Pétur sem
voru okkur innanhandar og gáfu
mér tækifæri til að kynnast vinnu
sem ég bankamaðurinn hefði
aldrei haft tækifæri til að kynnast,
ef þau hefðu ekki verið svona al-
mennileg við mig. Fyrir mig var
þaðmýtt að vinna svona líkamlega
erfiða vinnu, en ég hafði gott af
þessu og líkaði vel. Skemmtilegast
þótti mér að vinna á hausingavél-
inni, þá var ég í essinu mínu og
vann eins og vitlaus maður (við
skulum ekkert minnast á verkina í
fingrunum, sem stöfuðu af því að
troða puttunum upp í augun á
þorskhausunum). Ég var einnig
iðinn við að losa slorbalana hjá
kvenfólkinu og var ég auðvitað vei
liðinn hjá þeim fyrir vikið. Ég átti
lengi eftir að minnast tímans í
HRÓA, saltfisklyktin í bílnum
okkar var svo mikil að margir fitj-
uðu upp á nefið þegar þeir fóru í
bíltúr með okkur.
Martin með golþorsk í hendinni
Gin, tonic og Bubbi
Það sem mér þótti ennþá
skemmtilegra en að vinna í salt-
húsi var að fara út á sjó. Ég fór oft
með Hadda frænda út á trillunni
hans og fannst það algjört ævin-
týri. Draumurinn var samt sem
áður að fara út á sjó á stórum bát
og talaði ég svo mikið um það að
allir í Ólafsvík vissu um þessa ósk
mína. Einu sinni kom til mín
maður og spurði mig hvort ég
væri til í að fara út sem kokkur á
togaranum Má. Konan mín fékk
algjört hláturskast , því allir sem
þekkja mig vita að ég get ekki
einu sinni soðið vatn án þess að
klúðra því og þar fyrir utan hefði
allur mannskapurinn fengið mat-
areitrun.
En ég gafst ekki upp við að
vona og viti menn tækifærið
kom. Það var langt liðið á október
og fyrsti snjór vetrarins lá yfir
öllu þorpinu. Á þessu laugardags-
kvöidi var ball á Klifi og hlakkaði
okkur til að fara þangað. Guðríð-
ur skrapp yfir til Stellu og Hadda
en ég byrjaði að undirbúa mig fyr-
ir kvöldið að íslenskum sið að
sjálfsögðu. Ég blandaði mér tvö-
faldan Gin í Tonic og hlustaði á
Bubba, sem er í miklu uppáhaldi
hjá mér. Klukkan ca. 10 var dyra-
bjöllunni hringt og fyrir utan stóð
Ulli, frændi Guðríðar. Hann
spurði mig hvort ég væri til í að
fara morguninn eftir í túr með
Fróða, þar sem einn maðurinn
væri forfallaður. Án þess að hugsa
mig um sagði ég bara já já, ekkert
mál. Ég bauð Ulla inn og við
kláruðum Gin flöskuna sem ég
var hálfnaður með. Einhvern tím-
ann um miðnættið fórum við svo
öll á ball. Ég veit ekki nákvæm-
lega hvað skeði á þessu balli, en ég
veit að ég skrapp í eitthvert partý,
þar sem mér var boðið að drekka
eitthvert grænt brugg. Seinna
staulaðist ég heim að loknu balli
og var feginn að komast í rúmið
og sofa.
Svissneskur
sjóveikiplástur
Klukkan hálf sex um morgun-
inn vakti Guðríður mig og við
fórum niður í Hróa til að ná í
gúmmíhanska handa mér. Ég held
að ég þurfi ekkert að reyna að lýsa
því hvernig mér leið, enda ekki
nema fjórir tímar síðan ég var á