Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 72

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 72
70 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 milljónir. Núna í dag er ég búinn að leigja til mín nokkur tonn þar sem svo góður afli hefur verið á Breiðafirði í vetur að ég hef ekki séð annað eins. Ut af þessum kvótamálum finnst mér að hann þurfi að virka þannig að þegar toppurinn er eins og núna, þurfi að ákveða að bæta við veiðarnar strax 20 til 40 þús- und tonnum. Ekki að fara að bæta við kvótann eftir kannski hálft eða eitt ár. Skilyrðin í sjónum geta t.d. verið allt önnur en eru núna og þá er fiskurinn á öðrum slóð- um. Fiskifræðingarnir eru alltaf langt á eftir. Mér finnst svo margt vafasamt í þessum mælingum þeirra á stofn- stærð þorsksins. Það er t.d. tals- vert af fiski hent og afla landað framhjá. Þetta kemur ekki inn í stofnstærð. Mér finnst að það ætti að taka til helminga mark á fiski- fræðingum og svo á sjómönnum. Þeir fara ekkert eftir okkur sem stundum veiðarnar. Mér finnst þessi vísindi svo stutt á veg kom- in. Fimmhundruð kr. kílóið Það er ekki gott að segja til um hver framtíðin er í þessum smá- bátaveiðum. Það er þannig núna, í þeim flokki sem ég er að þetta var gefið frjálst með framsal, nokkurn veginn með fiskinn í sjónum. Þetta var mönnum bara rétt í haust. Eftir það rauk kvóta- verðið upp úr skýjunum. Þetta er svo mikið rugl í gangi að það er kannski verið að selja tonnið óslægt á 500 krónur kílóið í eign- arkvóta. Það er eins og með bát- inn minn að verðið gæti verið 50 til 60 milljónir. Ég skil ekki samt hvernig á að vera hægt að reka hann á því verði . Hverjir eru að kaupa,þessa báta spyr maður sig? Svo fara þeir, sem selja, í fylu því nokkrum dögum seinna segja þeir að þeir hafi tapað svo miklu því að kvótinn hafi hækkað. Svo eru þessir dagabátar.Þeir eru í háu verði núna en fáir skilja af hverju. Þeir fá að veiða í 36 til 40 daga á þessu ári en ef að fiskast mikið þá fá þeir kannski, í versta falli, að veiða aðeins einn dag á næsta ári. Þá kemur upp sama staða og áður að einhver hópur manna heimtar að þetta verði lagað og allt fer af stað aftur því að það er aldrei tek- ið á þessu í eitt skipti fyrir öll. Mér sýnist að menn sem eru einyrkjar í þessu og geti lifað, þurfi að vera með um 50 til 70 tonna kvóta eftir hvað menn skulda mikið. Eg held að þetta rugl fari nú samt að hægja á sér ef þeir sem eiga bát í dag ætla sér að lifa af þessu. Mestu mistökin sem gerð hafa verið í þessu kvótakerfi voru þegar línutvöföldunin var tekin af. Tvö- földunin skapaði svo mikla vinnu í þessum sjávarbæjum eins og hjá okkur og hún var bara tekin af fyrir þrýsting nokkurra útgerðar- manna stórra línuskipa hvað sem menn segja. Þeir fóru strax að selja kvóta frá sér. Heilsan fyrir öllu Eg ætla að halda áfram að gera út meðan ég get. Eg fékk í bakið s.I. sumar og manni bregður þegar eitthvað svona kemur upp. Heils- an er að sjálfsögðu fyrir öllu. Svona í lokin langar mig til að koma að hafnarmálum okkar trillukarla sem eru ekki nógu góð að mínu mati. Það þarf fleiri legupláss fyrir trillur. Það þarf að setja út ekki styttri en 40 m flot- bryggju eins og er hérna í höfn- inni og setja á hana „fmgur“ þá koma fleiri pláss og það á að leigja þau heimamönnum. Þó þurfi að greiða meira fyrir þá aðstöðu þá vilja menn það miklu frekar. Þá þarf nauðsynlega að fá annan krana á nýja stálþilið. Það tekur á taugarnar þegar þarf að bíða upp í tvo tíma eftir löndun. Þá þarf að vera meira samstarf á milli hafnar- varða og sjómanna. Þeir sjást bara ekki nið á bryggju og því þarf að breyta þessu skipulagi ef eitthvað skipulag er til. Þetta er oft algjört kaos í höfninni segir Guðmundur að lokum. PSJ Sendum sjómönnum og fjölskyldum þeirra árnaðaróskir í tilefni Sj ómannadagsins! APÓTEK ÓLAFSVÍKUR Ólafsbraut 24, Ólafsvík • sími: 436 1261 • fax: 436 1631

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.