Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 84

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 84
82 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 SJÓMANNADAGURINN í ÓLAFSVÍK 1997 Á laugardeginum 31. maí hófust hátíðarhöldin niður við höfn kl. 13.00. Þar sem veður var slæmt voru þau flutt inn í ný- byggt hús Fiskmarkaðs Breiða- fjarðar. Þar fór fram reiptog og boðhlaup milli sveita. I reiptogi kvenna sigraði sveit Fiskiðjunnar Bylgju og fékk hún bikar sem Enni hf gaf. í boð- hlaupi kvenna sigruðu Sjómanns- konur. I reiptogi karla sigraði sveit Trillukarla og kepptu þeir um bik- ar sem Steinunn ehf gaf og einnig unnu Trillukarlar boðhlaupið. Ekki var keppt í kappróðri að þessu sinni. Nýr bikar var gefinn til að keppa um í kappróðri kvenna. Voru það eigendur Fengs ehf, Erlingur Helgason og fl. sem gáfu hann til minningar um Frið- rik Bergmann Bárðarson. Um kvöldið kl 20.00 hófst Sjó- mannahóf í Félagsheimilinu að Klifi en það hafði ávallt verið haldið á sunnudeginum en var breytt að þessu sinni. Veislugestir voru 225 og fór hófið hið besta fram. Matur var frá Gistiheimili Ólafsvíkur. Ýmis skemmtiatriði fóru þar fram og einnig voru verð- laun afhent fýrir keppnisgreinar dagsins. Tvær sjómannskonur voru heiðraðar, þær Magðalena Kristjánsdóttir og Hrafnhildur Karlsdóttir. Risu veislugestir úr sætum þeim til heiðurs. Veislu- stjóri var Kristján Guðmundsson. Sunnudagurinn 1. júní, Sjó- mannadagurinn, rann upp bjartur og fagur. Kl. 13,00 byrjaði hátíð- in í Sjómannagarðinum. Kynnir var Lilja Stefánsdóttir. Byrjað var á að leggja blómsveig að styttunni. Ræðumaður dagsins var Elinberg- ur Sveinsson trillukarl. Aldraður sjómaður, Olgeir Gíslason, var heiðraður fyrir störf að sjó- mennsku. Nokkur börn fluttu „Fagur fisk- ur í sjó“ undir stjórn Kolbrúnar Björnsdóttur og Kjartan Eggerts- son spilaði undir. Þá lék lúðrasveit Snæfellsbæjar nokkur lög undir stjórn Ian Wilkinson og einnig lék hún í skrúðgöngu til kirkju. Kl. 14.30 hófst Sjómannamessa. Prestur var sr. Friðrik J. Hjartar. Nokkrir sjómenn sungu með kirkjukórnum og Veronica Öster- hammer söng einsöng í laginu „Haf blikandi haf‘. Þá lásu tveir sjómenn, þeir Jóhann Steinsson og Magnús Snorrason ritningar- orð. Kl. 17.30 var farið í skemmti- siglingu á þremur bátum þeim Agli, Friðrik Bergmann og Stein- unni. Margt fólk bæði ungir sem aldnir fóru í þessa siglingu og er þetta einn vinsælasd liðurinn á Sjómannadaginn því þetta er nýr heimur fyrir marga. Sjómannadagsblað Snæfellsbæj- ar kom út í þriðja sinn. Þeir sem sáu um Sjómannadag- inn að þessu sinni voru Trillukarl- ar og fyrir þeim fóru þeir Jóhann Steinsson og Róbert Óskarsson. Fyrir næsta ár (1998) voru þeir Guðmundur Ólafsson vélstjóri á Sveinbirni Jaltobssyni og Arnar Guðmundsson vélstjóri á Auð- björgu kosnir til að sjá um Sjó- mannadaginn. P.S.J. Óslqim öífum sjómönnum ogfjöCsfyícCum peirra tiCFiamingju með Sjómannadaginn! Hraðfrystihús Hellissands hf. Bárðarási 10 • Sími 436 6614

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.