Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 39

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 39
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 37 hjá okkur er það einungis á sumr- in sem ástandið er svona og ég eins og einstæð móðir. Hjá vinkonu minni í næsta húsi er þetta svona allt árið og dáist ég að öllum þeim fjölskyldum sem hafa lifað við þetta munstur í gegnum árin. Sjórinn gefur og sjórinn tekur. Víst er að sjómenn sem eru í góðum plássum “skafa vel” eins og sagt er, en þeir fara líka margs á mis. Að sjá aðeins börnin sín um helgar eða sofandi á kvöldin og þannig missa af svo mörgum þroskasporum, hlýtur að vera erfitt hlutskipti fyrir föður. Það er því mjög mikilvægt fyrir sjómannsfjölskylduna að nýta tímann sinn. Tíminn er það dýr- mætasta sem við eigum og við ráðum honum ein. Víðsýnir Neshreppingar Um daginn var mér boðið í af- mælisveislu til Grunnskólans í Stykkishólmi sem var að halda upp á 100 ára samfellt skólastarf. Þá rifjaðist upp fyrir mér að nokk- ur ár eru síðan við hér á Hell- issandi héldum upp á samfellda barnafræðslu. Einhver áhöld eru um það við hvaða ár eigi að miða upphafið. Var afmælið haldið árið 1984, en í skólablaðinu sem var gefið út í til- efni þessara tímamóta kemur fram í grein eftir Kristinn Kristjánsson að hann telur að upphafsárið sé 1883. Hverju sem því nú líður þá hafa menn hér á útnesinu verið mjög framsæknir hvað barnafræðslu varðar og voru útróðramenn frá Breiðafjarðareyjum, er aflað höfðu sér meiri menntunar en almenn- ingur, teknir í húsrúm á Hell- issandi með þeim skilyrðum að kenna börnum í landlegu. Var það síðan með komu Lárus- ar Skúlasonar Frá Hálsi á Skógar- strönd til Hellissands árið 1883 að samfellt skólastarf hefst og þá í stofunni heima hjá honum. Er það til marks um framsækni og víðsýni Neshreppinga að það er ekki fyrr enn 14 árum síðar að Hólmarar hefja samfellt skólastarf og kenndu þeir sig þó við Dani á sunnudögum, eftir því sem sagan segir. Sama úr hvorri Keflavíkinni ég ræ Enn í dag eigum við sjómenn sem kappkosta við að eiga góðan skóla fyrir börn sín í sinni heima- byggð. Það hlýtur að vera mikil- vægt ef fólk á að þrífast í byggðar- lagi að atvinna sé næg, að börn og fullorðnir hafi tómstundir og áhugamál til að hverfa að og síðast en ekki síst góðan skóla þar sem börnunum okkar líður vel. I upphafi ræðu minnar kom ég að því að ég er fædd og uppalin í Keflavík, og mikið fannst mér notalegt fyrst eftir að ég flutti að hér væri líka Keflavík og Keflavík- urgata og bjargið sem minnir svo á Hólmbergið “heima”. En nú sætti ég mig við að eiga hér heima og er nú svo komið að ekki skiptir mig lengur máli úr hvorri Kefla- víkinni ég ræ. Að lokum vil ég óska sjómönn- um til hamingju með daginn og megi almættið gefa að þið komið allir heilir heim. Góðar stundir. Skipaþjónusta Esso Kirkjutúni 2, Ólafsvík Símar: 436 1581 • 895 1681 Fax: 436 1586 OsAii/n alfian sjómönnum í iS/iœfefls/tcv (Hj^Jyöfsfi/fíf/t/n Jet/'/Uf tif fia/nt/ujjff meff ,sjó/n(t/i/iaífatjt/m f Verslum með báta- og bílavörur, vinnufatnað til sjós og lands og útivistarfatnað frá 66° og Regata JssJ Olíufélagið hf

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.