Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 48

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 48
46 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 að nú, en í haust er stefnt að því að merkja skarkola út af Ólafsvík með rafeindamerkjum sem sýna á hvaða dýpi og við hvaða hitastig fiskarnir halda sig. Rafeinda- merkin ættu að geta veitt upplýs- ingar um vetrarútbreiðslu kolans, og reyndar eru slíkar rannsóknir 3. mynd. Endurheimtur úr skarkolamerkingum út af Ólafsvík árin 1956-1962 á mismunandi svæðum kringum landið. Tölurnar tákna fjölda endurheimtra merkja á hverju svæði. Teiknað eft- ir mynd frá Aðalsteini Sigurðssyni (1989) þegar hafnar með merkingum á hrygningarkola á Flákakanti. Þegar niðurstöður úr merking- artilraunum eru túlkaðar, verður að hafa í huga að merktir fiskar endurheimtast aldrei þar sem eng- ar veiðar eru stundaðar. Segja má að veiðar á skarkola séu stundaðar víða á utanverðum Breiða- firði, en í innri hluta fjarðarins eru veiðar með dragnót, vörpu og netum bannaðar allt árið. Ekki er hægt að útiloka að hluti merktra skarkola hafi gengið inn í Breiða- fjörð um sumarið en miklar endurheimtur í utanverðum firðinum allt sumarið benda þó til að það hafi ekki verið í miklum mæli. Niðurstöður úr skar- kolamerkingum Aðalsteins Sig- urðssonar út af Ólafsvík árin 1956-1964 eru í ýmsu frábrugðn- ar niðurstöðum okkar. I fyrsta lagi má nefna að þá endurheimt- ust hlutfallslega miklu færri merki, þrátt fyrir að um nokkurra ára endurheimtur sé að ræða. Það gæti stafað af tveimur þáttum. Veiðiálag á skarkola gæti hafa ver- ið minna á þessum árum og einnig má búast við að merki hafi ekki skilað sér eins vel vegna þess að stór hluti skarkolans var veidd- ur af erlendum fiskiskipum. Þannig veiddu útlendingar 70% af öllum skarkolaafla við Island á árunum 1956-1964. Skarkolinn úr merkingunum Aðalsteins virðist einnig dreifast meira, einkum suður í Faxaflóa og suður fyrir Reykjanes. Þetta eru margra >ára endurheimtur og eftir því sem lengra líður frá merkingu aukast líkurnar á að kolar veiðist langt frá merkingarstað. Því gætu endurheimtur úr merkingum okltar átt eftir að dreifast meira þegar lengra líður frá merkingu, og í raun má segja að þær séu þeg- ar farnar að sýna tilhneigingu í þá átt því síðustu mánuði hafa merki fengist víða við vestanvert landið. Þá fóru merkingarnar árin 1956- 1964 fram að sumri, en ekki á hrygningartíma eins og merkingar okkar, og því er hugsanlegt að hluti merktra kola hafi verið kolar í göngum frá hrygningarslóðum sunnanlands. Þær miklu endurheimtur (40 %) sem við fengum af merkjum Hjalti Karlsson að merkja kola. Mynd: Jón S. benda til þess að veiðiálagið á skarkola í sunnanverðum Breiða- firði sé of mikið. Svipaða sögu má segja um merkingar annars- staðar við Vesturland því endur- heimtuhlutfall úr merkingum á hrygnandi skarkola á Flákakanti var orðið 30 % eftir 11 mánuði og úr merkingum á sunnanverð- um Vestfjörðum haustið 1997 voru endurheimtur 23 % eftir 8 mánuði og aðalveiðitíminn eftir. Veiðar á skarkola á svæðinu sem við höfum fjallað um hér, og víðar við vestanvert landið, virðast því vera nokkuð umfram það sem bú- ast má við að gefi hámarksafrakst- ur til langs tíma litið, og nefna má að í aflareglu fyrir þorskveiðar er gert ráð fyrir að 25 % veiðistofns- ins séu veidd árlega. Því miður hafa rannsóknir á skarkola í Breiðafirði verið afar takmarkaðar og lítið er í raun vit- að um hvort ókynþroska skarkoli sé alltaf uppistaðan í veiðum á grunnslóðinni, eða hvort sum ár sé hrygningarkoli í sumargöngum meira áberandi. Miðað við rann- sóknir okkar sumarið 1997 virðast veiðar á svæðinu byggjast á ung- um kola og þær eru því háðar því að sterkir árgangar komi inn í veiðina. Síðustu 3 ár hafa engir stórir árgangar bæst við veiðistofn skarkola og árgangarnir frá 1993 og 1994 virðast ekki vera sterkir. Það tekur skarkolann sunnan- og vestanlands einungis um 4 ár að ná veiðanlegri stærð (30-35 cm) og nú þegar gæti sterkur árgangur verið að alast upp. Ekkert er þó vitað um uppvaxandi árganga þannig að erfitt er að spá um aflahorfur á svæðinu næstu ár. Þakkir Eftirtaldir fá þakkir fyrir ýmiskonar aðstoð. Ahöfnin á Auðbjörgu SH-197, Björg Aradóttir, Guðjón Ingi Egg- ertsson, Hrefna Einarsdótt- ir, Hörður Andrésson, Lára Aðalsteinsdóttir, Páll Svav- arsson, Svanhildur Egils- dóttir og Vilhjálmur Þor- steinsson. Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu sjómönnum sem skiluðu merkjum og óska sjómönn- um og fjölskyldum þeirra til ham- ingju með daginn. HEIMILD: Aðalsteinn Sigurðsson, 1989. Skarkolamerkingar við Island árin 1953-1965. Hafrannsóknir 39: 5-24

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.