Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 32
30
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
SAGA SPARISJÓÐS ÓLAFSVÍKUR
Úrdráttur úr grein Kristins
Kristjánssonar fv. kennara á Hell-
issandi er hann skrifaði í tilefni af
100 ára afmæli Sparisjóðs Olafs-
víkur árið 1992.
Fyrr á öldum voru peninga-
stofnanir alls óþekktar á Islandi.
Ef menn voru aflögufærir geymdu
þeir peninga sína hjá kaupmönn-
um þeim sem þeir versluðu við
eða undir koddanum. Segir það
sig sjálft að slíkir geymslustaðir
ávöxtuðu ekki fé manna. Enn-
fremur var aðgangur að fjármagni
mjög torveldur sem hlaut að
standa öllum framförum og upp-
byggingu atvinnulífs verulega fyrir
þrifum.
Jón Sigurðsson gerði sér manna
fyrstur grein fyrir þessum vanda.
Arið 1850 hvatti hann landsmenn
til að stofna sparisjóði að danskri
fyrirmynd en þar höfðu sparisjóð-
ir starfað frá árinu 1810 með góð-
um árangri.
Vel var tekið í hugmyndir Jóns,
enda fór það svo að töluverður
fjöldi sparisjóða var stofnaður á
síðari hluta aldarinnar. Flestir
þeirra byggðu þó á veikum grunni
og störfuðu einungis í fáein ár.
Árið 1899 voru starfandi 13 spari-
sjóðir í landinu en elstur núver-
andi sparisjóða er Sparisjóður
Siglufjarðar sem stofnaður var árið
1873.
Aðdragandi
Snæfellingar virðast hafa staðið
framarlega í þeirri viðleitni að
halda umsýslu fjármuna í heima-
byggð, því um aldamótin voru
komnir tveir sparisjóðir í sýslunni,
Sparisjóður Stykldshólms og
Sparisjóður Ólafsvíkur. Lýsir
þetta framsýni og dugnaði Breið-
firðinga þegar haft er í huga að frá
1880 og næsta ártug þar á eftir var
harðæri mikið á þessum slóðum.
Stafaði það af mjög svo erfiðu tíð-
arfari er hófst með frostavetrinum
mikla 1880-1881. Svarf mjög að
bændum á þessum árum og kom
1892 - 1992
það jafnt niður á verslun og öllum
almenningi. Töldu ýmsir þá land
okkar næsta óbyggilegt og leituðu
til Vesturheims. En þrátt fyrir
harðindi og óáran virðist hafa lif-
að framfaraandi hjá ýmsum ágæt-
um mönnum sýslunnar. Sigurður
Jónsson sýslumaður, sem var syst-
ursonur og fóstri Jóns Sigurðsson-
ar forseta, mun hafa orðið fyrir
sömu áhrifum og frændi sinn.
Hann hefur án efa verið einna
fremstur í flokki er hörðnuðu við
hverja plágu og töldu sæmra að
finna einhver úrræði er að gagni
mættu verða en leggja árar í bát.
Verslun var þá öll rekin með láns-
verslunarsniði og var lítið um
peninga hjá öllum almenningi,
lánastofnanir voru þá hvergi nær
en í Reykjavík og mátti heita úti-
lokað að íbúar sýslunnar gætu
notið þeirra. Hafa menn sem
voru í forystu í héraðinu séð
hversu bagalegt það var að geta
hvergi fengið fé til framkvæmda.
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þetta vandamál hefur orðið til
þess að ýta undir stofnun spari-
sjóða enda var reynslan góð af
þeim sparisjóðum sem þegar
höfðu verið stofnaðir í landinu.
Um þetta leyti verður til félags-
leg vakning í Ólafsvík sem varð tii
þess að stofnað var félag sem nefnt
var Menningarfélag Neshrepps
innri. Hlaut það síðar nafnið
Menningarfélag Ólafsvíkur og
voru félagar úr ölium hreppnum
(Neshreppi innri). Stofnendur
voru 16 talsins og var markmið
félagsins að æfa sig í að ræða og
rita á sem formlegastan hátt, efla
og glæða andlegar og verklegar
framkvæmdir sem horfði til al-
menningsheilla.
Þáttur
Jóhönnu Jóhannsdóttur
Innan þessa félagsskapar gerðist
það svo að á fundi þann 22. febr-
úar kom fyrst fram hugmynd um
stofnun sparisjóðs eða eins og um
getur í fundagjörðabók félagsins
að rætt hafi verið um stofnun
Aurasjóðs. Það er svo á fundi 26.
febrúar að Jóhanna Jóhannsdóttir
flytur erindi um stofnun spari-
sjóðs. Þar segir hún:
“Eins og allir vita hef jeg lagt
annað fyrir mig en að semja rit-
gjörðir, og má enda búast við al-
gjörðum menntunarskorti, en jeg
reiði mig á að kunnugum sje best
að bjóða, og að hinir heiðruðu
fjelagsmenn láti galla þá, er verða
á riti þessu, falla niður. Sparaðu
aurana, svo kemur krónan.
Vit mannsins kemur máske ljós-
ast fram í því hvernig hann fer
með efni sín, því það virðist vera
aðalákvörðum mannsins að verja
þeim vel og skynsamlega”.
Og um sparisjóði segir hún
m.a.:
“Sparisjóðir eru nú komnir á fót
í öllum kaupstöðum landsins og
einstöku verslunarstöðum, og ætt-
um vjer ekki að verða síðastir allra
landsmanna, að koma á fót slíku
nauðsynja fyrirtæki. Það liggur í
augum uppi, að þetta er mjög
auðgjört, einkum í verslunarstöð-
um, þar sem kaupmenn eru við
hendina að taka á móti hverri
þeirri vörutegund, sem menn geta
án verið, og um leið víxlað því í
peninga eða peningagildi”.
Jóhanna ræðst harkalega gegn
áfengisneyslu og telur hana böl
alls. Hún dregur upp dökka