Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 35
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
33
ruddu brautina fyrir 50 árum
urðu að veruleika. Síðari 50 árin
áttu þó eftir að marka dýpri spor í
átt til stórsu'gari framþróunar, sér
þess víða stað nú við aldarafmæli
sparisjóðsins. Þrátt fyrir að allt sé
nú stærra í sniðum og meira að
umfangi er hlutverk Sparisjóðs
Ólafsvíkur að mörgu leyti hið
sama og fyrir hundrað árum.
Sr. Magnús Guðmundsson,
sóknarprestur, starfaði sem for-
maður ailt til ársins 1963 og
reyndist mjög farsæll í öllum sín-
um störfum fyrir sparisjóðinn og
var Ólafsvíkingum hinn þarfasti
maður. Um störf hans að fram-
faramálum í Ólafsvík væri eflaust
hægt að skrifa sróra bók. Það
voru ekki aðeins preststörfin og
forysta í sparisjóðnum sem hann
vann heilshugar að. Það var jafnt
hið smæsta sem hið stærsta sem
heillaði þennan stórhuga og fram-
sýna mann. Hann fylgdist grannt
með öllu sem fram fór og ekki síst
að því sem sneri að útgerð og fisk-
vinnslu. Störf séra Magnúsar eru
merkur þáttur í sögu Ölafsvíkur.
Þegar hann lét af störfum eftir 40
ára starf mælti hann með Leó
Guðbrandssyni sem eftirmanni
sínum en Leó
hafði þá nokkur
undanfarin ár ver-
ið starfsmaður
sjóðsins sem
íhlaupamaður en
eldki með fastan
starfstíma því af-
greiðslutími spari-
sjóðsins var ein-
ungis 2-3 tímar 3
daga í viku.
Leó Guðbrandsson.
stórhýsi við
Húsnæðis- Bj„nióWi,on
mal Stjómarformaður frá 1983 - 1998
Fljótlega eftir
Skálholt og úr því húsnæði í hús
séra Magnúsar að Ennisbraut 14.
Loks er svo farið í enn eitt leigu-
húsnæðið að Hjarðartúni 5, hús
Guðjóns Sigurðs-
sonar vélsmiðs. I
fyrsta eigið húsnæði
er svo flutt árið
1969, en það var
eins og að framan
greinir gamla póst-
húsið að Ennisbraut
1. Þar vex hann og
dafnar í 15 ár en þá
er orðið þröngt um
hann og farið að
leita eftir heppilegu
húsnæði. Laust
húsnæði reyndist
vera í nýbyggðu
Ólafsbraut 19. Var samþykkt ein
róma að kaupa þar aðstöðu fyrir
sjóðinn og flytur hann þar inn
árið 1984.
Tilkoma Landsbankans
Þegar Landsbankinn nemur
land á utanverðu Snæfellsnesi árið
1976 verða miklar sviptingar því
samfara í sparisjóðamálunum.
Eftir nokkrar vangaveltur ákveður
Sparisjóður Hell-
issands að hætta starf-
semi sinni og yfirtekur
Landsbankinn öll þau
viðskipti sem spari-
sjóðurinn hafði. Svip-
uð afstaða virtist vera
til staðar í Ólafsvík en
þó voru aðilar sem
ekki vildu leggja spari-
sjóðinn af. Var loks
samþykkt með naum-
um meirihluta að
halda starfseminni
áfram.
Nú mætti ætla að
með tilkomu Lands-
að Leó kemur að sjóðnum eða
árið 1963, útheimta umsvifin við
sjóðinn fullt starf. Þá flytur spari-
sjóðurinn loks í eigið húsnæði
þegar hann kaupir gamla pósthús-
ið að Ennisbraut 1 en alla sína tíð
hafði hann verið í leiguhúsnæði.
Árið 1920 í tíð séra Guðmundar
Einarssonar var flutt í hús Alex-
anders Valintínusarsonar, þaðan
var flutt í Grundarbraut 18, húsið
bankans drægist starfsemi spari-
sjóðsins saman sökum þess. Þetta
fór þó á annan veg. Einhver sam-
dráttur varð fyrstu árin en svo fór
að það virtist sem full þörf væri á
tveimur lánastofnunum. Fram að
þeim tíma hafði Sparisjóður
Ólafsvíkur haft lítil viðskipti við
t.d. útgerðaraðila og varð lítil
breyting þar á, sparisjóðurinn
hélt fyrst og fremst áfram að sinna
þeim þörfum viðskiptamanna sem
hann hafði áður gert. Á afmælis-
árinu 1992 hafa þessar tvær lána-
stofnanir starfað hlið við hlið í 15
ár, ætíð á vinsamleg-
um grundvelli.
Litið um öxl
Eins og gefur að
skilja hafa skipst á
skin og skúrir í
rekstri Sparisjóðs
Ólafsvíkur á þeim
100 árum sem hann
hefur starfað. Saga
sjóðsins er samofin
sögu atvinnulífs og
byggðar í Ólafsvík á
þessari öld og hefur
hann því rétt eins og byggðarlagið
sjálft gengið í gegnum ýmsar
þrengingar og lifað mögur ár. En
sparisjóðurinn hefur staðið allar
hremmingar af sér og vaxið og
dafnað á uppgangstímum þess á
milli. Þrátt fyrir erfiðleikatímabil
hafa alltaf verið til í Ólafsvík
dugnaðar- og bjartsýnismenn sem
hvergi hafa látið deigan síga og
siglt sparisjóðnum upp úr öldu-
dalnum rétt eins og sæfarandinn
sem siglir fleyi sínu heilu í höfn.
Heimildir:
Fyrirlestur Jóhönnu Jóhanns-
dóttur, sérprentun.
Saga Ólafsvíkur eftir
Gísla Ágúst Gunnlaugsson.
Atvinnu og hagsaga Islands,
óprentuð eftir Lýð Björnsson
sagnfræðing.
Fundagerðabók Menningar-
félagsins í Ólafsvík.
Fundagerðabækur Sparisjóðs
Ólafsvíkur.
Munnlegar heimildir:
Jóhann Rafnsson,Stykkishólmi.
Sigurður Brandsson, Ólafsvík.
Leó Guðbrandsson,
sparisjóðsstjóri, Ólafsvík.