Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 75
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
73
Sigurður A. Guðmundsson er
formaður Sjósnæ. Hann varð
góðfiíslega við beiðni blaðsins að
segja frá þessu kraftmikla félagi.
Hótað fangelsi
Við sjómenn í Sjóstangaveiðifé-
lagi Snæfellsness viljum óska ykk-
ur til hamingju með daginn.
Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness
eða SJOSNÆ er átta ára og hefur
staðið fyrir sjö opnum mótum
sem veita stig í keppni til Islands-
meistara. En alls eru haldin átta
mót vítt og breitt um landið. A
fyrsta mótið sem var haldið hér
komu ellefu manns og var róið á
tveimur bátum, næsta ár tvöfald-
aðist sú tala og má segja að allar
götur síðan hefur tala keppenda
auldst og á síðasta ári voru þeir
62. Fyrstu árin var lítið mál að fá
að lialda svona mót, en skerðing á
kvóta kom lílta niður á sjóstanga-
veiðimönnum og var erfitt að fá
leyfi til að halda mótin. En alltaf
stóðu sjómenn með okkur og
man ég eftir að í eitt skiptið var
þeim hótað fangelsi sem færu út
með sjóstangaveiðimenn þó svo
við værum með öli leyfi sem til
þurfti. En núna er þetta komið í
lög að það má halda slík mót en
þó eru þau undir eftirliti Fiski-
stofu og allt er
vigtað uppá
gramm og sent
til þeirra. Annars
var nú eldti ætl-
unin að fara út í
þessa sálma. En í
félaginu eru 30
manns og félagið
er alltaf að
stækka, við höf-
um verið með
bryggjumót fyrir
krakkana og þau
eru mjög vel sótt
af upprennandi
veiðimönnum.
Landsbankinn á
Hellissandi gaf
fjóra farandbikara sem keppt er
um á hverju ári, og bryggjumótið
verður núna 17. júní. Félagið hef-
SJOSNÆ
ur verið með fluguhnýtingakvöld
og kann mörgum að þykja það
skrýtið að það er ekki sama hvað
þeim gula er boðið uppá á hverj-
um stað. Hann hefur verið hrif-
inn af bleikum flugum
en lax- og silungsveiði-
mönnum þykja þær
vera óttalegar hlussur,
en það eru margar
brellur til að ná í fisk-
inn og sem flestar teg-
undir. Það er keppt um
að fá sem flestar teg-
undir og stærsta fisk af
hverri tegund. Draum-
ur allra sjóstangveiði-
manna er að fá lúðu og
sjómenn vita hvað
maður gerir til að ná í
þær og fer stærðin á
lúðinni eftir árangrin-
um í þeirri undirbún-
ingsvinnu. Menn hafa
verið hissa þegar þeir hafa fengið
lúðu og aðrir jafn hissa ef þeir fá
hana ekld, hafa jafnvel búist við
stórri.
í mörg horn að líta
En að lýsa starfsemi í svona fé-
lagi er best að taka eitt ár fyrir, en
við byrjum að hittast og spá í
hvernig opna mótið verði um
sumarið. Fyrst er að fá tilskilin
leyfi og það er í mörg horn að líta.
Við höfum boðið mökum og
börnum keppenda (fylgifiskum) í
skoðunarferðir um Nesið og það
er búið að fara víða. A síðasta ári
var farið með Eyjaferðum og eyj-
arnar skoðaðar og smakkað á ígul-
kerjum og hörpudisk. Helgi Krist-
jánsson hefur verið okkar maður í
þessum ferðum undanfarin ár.
Þetta hefur vakið mikla lukku og
hafa nú öll félög tekið þetta upp.
Á undanförnum árum höfum við
verið með grillveislu fyrir alla þá
sem að mótinu koma og fisk-
markaðirnir aðstoðað okkur við
það. Það er heljar partý og er und-
ir stjórn Lárusar
Einarssonar og Ulf-
ars Eysteinssonar.
Útvarp SJÓSNÆ
var á síðasta ári, var
það mjög skemmti-
legt og kom sér
mjög vel, því veðrið
lék ekki við okkur
og við urðum að
fresta brottför í
nokkra klukkutíma
en við gátum náð til
allra í gegnum út-
varpið. I ár er gert
ráð fyrir að hafa aft-
ur útvarp. Sigríður
Ólafsdóttir (Sigga )
var útvarpsstjóri.
Sjálf keppnin stendur í tvo daga
og er róið kl 06.00 og veitt til
Um kvöldið hittast menn og spá í
Frá verðlaunaafhending árið 1990, f.v. Páll Ingólfsson, Sigurgeir Bjarnason, Helga
Tómasdóttir, SJÓSIGL, Sigurður Arnfjörð ogÁgúst Sigurðsson.
I:
Gunnar Leifur Stefánsson, SJÓSKIP, Gylfi Sigurðsson,
SJÓSNÆ, Árni Björgvinsson, SJÓAK, Róbert Óskarsson
og Jóhann Steinsson. Mynd: S.K.