Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 57
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
55
Minning
FRIÐSTEINN HELGI BJORGVINSSON
STEFÁN HELGI BJARNASON
Sá sviplegi atburður gerðist 15.
júlí 1997 að tveir sjómenn týnd-
ust frá Hellissandi sem haldið
höfðu til veiða snemma morguns
á mb. Margréti SH 196. Síðast
heyrðist til bátsins er hann var
staddur vestarlega á Flákanum um
kl. 14.00 og hugðust þá skip-
verjarnir tveir, Friðsteinn Helgi
Björgvinsson Naustabúð 8 og
Stefán Helgi Bjarnason sem
lengst af bjó einnig í
Naustabúð 8, fara að leggja
til hafnar í Rifi vegna brælu
sem skollin var á. Þegar
báturinn kom ekki fram á
eðlilegum tíma var hafin
víðtæk leit bæði úr lofti, af
sjó og fjörur gengnar. Leit-
in bar engan árangur og
þremur dögum síðar voru
sjómennirnir taldir af.
Þann 22. ágúst var haldin Friðsteinn
minningarathöfn í Ingjalds-
hólskirkju um þá Friðstein og
Stefán og erfisdrykkja fór fram í
Félagsheimilinu Röst. Talið er að
um 400 manns hafi verið við
þessa athöfn á Ingjaldshóli. Sjó-
menn á vegum Sjómannadagsráðs
stóðu heiðursvörð í kirkjunni en
Björgunarsveitin Björg fyrir
kirkjudyrum. Prestarnir í Snæ-
fellsbæ önnuðust athöfnina í
kirkjunni.
Friðsteinn Helgi Björgvinsson
var fæddur 5. júní 1962 í Reykja-
vík. Foreldrar hans voru, Líneik
Sóley Loftsdóttir frá Vík í Kald-
rananeshreppi á Ströndum. og
Björgvin Friðsteinsson. Frið-
steinn Helgi ólst upp í Bæ í Kald-
rananeshreppi ásamt móður sinni
og fóstra Bjarna Guðmundssyni
sem gengið hafði honum í föður-
stað. Friðsteinn Helgi lærði vél-
stjórn og stjórn lítilla fiskiskipa
og hafði réttindi til að fara með
Helgi Björgvinsson Stefán Helgi Bjarnason
þau. Hann hóf sjómennsku á
unglingsaldri og stundaði hana
lengst af á Drangsnesi. Síðustu
tvö árin bjó hann á Hellissandi og
stundaði sjó frá Rifi og síðasta
árið réri hann á eigin báti, Mar-
gréti SH 196.
Friðsteinn Helgi lætur eftir sig
eiginkonu, Sigrúnu Jónsdóttur
og tvö ung börn, ásamt tveimur
fósturdætrum. I mars s.l. fund-
ust á Breiðafirði líkamsleifar Frið-
steins Helga og voru þær jarðsett-
ar á Drangsnesi skömmu síðar.
Stefán Helgi Bjarnason var
Skagfirðingur að uppruna, fædd-
ur 7. júlí árið 1941 að Hólkoti á
Höfðaströnd. Hann var sonur
hjónanna Onnu Guðbrandsdótt-
ur og Bjarna Sigmundssonar.
Kornungur kynntist hann Krist-
ínu Guðbjörgu Benediktsdóttur
frá Bolungarvík og fluttist hann
með henni til Bolungarvíkur og
bjó þar samfellt í 22 ár. Þau
Stefán Helgi og Kristín
höfðu nýlega slitið samvist-
um þegar hann fórst.
Hann lét eftir sig 6 upp-
komin börn.
Stefán Helgi var þraut-
reyndur sjómaður og á
þeim 10 árum sem hann
bjó á Hellissandi var hann
orðinn gjörkunnugur veið-
um og veðurfari við Breiða-
fjörð og þótti ágætur sjómað-
ur. Gerði hann lengst af út
trillu í Rifi meðan hann bjó hér
vestra.
Yfir þessa litlu byggð hér utan
Ennis lagðist sorgarhjúpur við
þennan sviplega atburð enda eru
tveir sjómenn mikil blóðtaka fyrir
litla byggð og minnti á þá ógn
sem margir sjómenn búa við
flesta daga og hefur því miður
færst í vöxt á nýjan leik eftir að
farið var að sækja sjó á litlum trill-
um um langan veg.
Ólafur Jens Sigurðsson
Fasteignasalan Valhöll
óskum sjómönnum ogfjölskyldum þeirra
til hamingju með daginn.
Komið til heimamanna og við munum aðstoða ykkur
við kaup og sölu á fasteignum - mildl reynsla
Bárður H Tryggvason
Sölustjóri
Ingólfur G Gissurarson
Lögg. fasteignasali
Þórarinn M Friðgeirsson
Kristinn Kolbeinsson
Lögg. fasteignasali
Sesselja Tómasdóttir.
Sandari
Skagamaður
Sandari
frá Gljúfi-asteini
Ólsari
Fasteignasalan VALHOLL s: 588 - 4477 fax: 588 - 4479
ft