Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 58
56
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
Elinbergur Sveinsson:
HÁTÍÐARRÆÐA í SJÓMANNAGARÐINUM í
ÓLAFSVÍK 1. JÚNÍ 1997
Ágætu sjómenn, fjölskyldur
ykkar og aðrir gestir!
I dag minnumst við þess að 50
ár eru liðin frá því að fyrst var
haldinn hátíðlegur Sjómannadag-
urinn hér í Ólafsvík en þá var
einmitt kominn veruleg upp-
sveifla hér í útgerð og atvinnulífi.
Bjartsýni íbúanna hafði styrkst og
trúin á framtíðina eflst mikið.
Floti þilfarsbáta var kominn til
athafna og sóknarmáttur
þeirra til sjósóknar allt árið
fór vaxandi ár frá ári. Fimm
árum síðar voru formleg
samtök sjómanna og útvegs-
manna, “Sjómannadagsráð”,
stofnuð hér í Ólafsvík en það
eru menningarsamtök sjáv-
arútvegsins sem hafa það
hlutverk að sjá um hátíða-
höld Sjómannadagsins ár
hvert og vinna að öðrum
menningarmálum, s.s.
mannvirkjagerð, blaðaútgáfu
o.fl.
Sjómannadagsráð hefur all-
ar götur síðan séð um hátíða-
höld dagsins af mildum
myndarskap og með rismikl-
um framkvæmdum.
I dag virðum við fyrir okk-
ur minningar- og menningar-
lund í hjarta bæjarins, gróðri
prýddan, þar sem í miðju stendur
glæsilegt minnismerki sjómanns-
ins, gert af þekktum listamanni. I
dag er því óhætt að þakka Sjó-
mannadagsráði mikið og markvert
starf sem varað hefur samfellt í 45
ár og blasir við okkur. Að þessu
starfi hefur komið mikill fjöldi
manna á þessu tímabili sem hefur
á sama hátt verið rismikið í sögu
Ólafsvíkur.
Áfangasigrar í
sjóslysavörnum
I dag fögnum við enn einu
slysalausu árinu hjá sjómönnum
hér í Ólafsvík, en svo hefur einnig
verið hin síðari ár. Slíkt er ávallt
mikið þakkarefni.
Á liðnum vetri voru unnin hin
glæstústu björgunarafrek við
strendur landsins og á úthafinu.
Sum þessara björgunarafreka telj-
ast til hinna mestu sem hægt er að
vænta, jafnvel á heimsvísu, eins og
þegar björgunarþyrla Landhelgis-
gæslunnar bjargaði áhöfn Dísar-
fells miðja vegu milli Færeyja og
íslands eftir að skipið hafði sokl<-
ið. Dró áhöfnina upp úr sjónum
með aðstoð íslensks togara sem
leiðbeindi á slysstaðnum innan
um mikið brak og gáma. Þetta
björgunarafrek stóru þyrlunnar
mun lengi í minnum haft.
Hin öfluga starfsemi Slysavarna-
félags Islands til öryggis fyrir far-
menn og fiskimenn við strendur
landsins vekur ekki síður athygli
landsmanna en undanfarin ár
hefúr félagið komið kerfisbundið
upp flota léttra björgunarbáta til
skyndinotkunar. Þessa dagana
koma til landsins stórir, mjög full-
komnir björgunarbátar sem
byggðir voru í Þýskalandi. Bátar
þessir eru þilfarsbátar og eru taldir
hinir fullkomnustu í heimi og
geta nýst við hinar breytilegustu
aðstæður, m.a. getur þeim hvolft
en komist á réttan kjöl aftur án
þess að hætta sé á að þeir sökkvi.
A hátíðisdegi sjómanna er
ástæða að geta slíkra tíðinda um
athyglisverða starfsemi Slysavarna-
félags Islands til frekara öryggis
sjófarenda við Islandsstrend-
ur.
Háttatími og
helgidagar!
Islenskur sjávarútvegur er
nú á miklu breytingaskeiði.
Sjávarútvegur er í eðli sínu
kaflaskiptur og sveiflukennd-
ur. Hinar náttúrulegu sveifl-
ur búa í lífríki sjávar og í
breytilegu tíðarfari. Við þeim
breytingum fær enginn að
gert.
Aðrar sveiflur geta verið
bundnar við gerð fiskiskipa
og hvaða veiðafæri eru helst
notuð. Fyrir sveitastjórnir
þýðir þetta að fylgjast verður
mjög náið með gangi mála og
vera í stakk búnar, t.d. með
breytingar á höfnum staðanna
og með svigrúm til athafna í
landi. Reynsla er fyrir því að það
getur verið afdrifaríkt fyrir sveitar-
félög að verða á seinni skipunum
með nauðsynlegar hafnarfram-
kvæmdir vegna nýrrar þróunar í
gerð fiskiskipa.
Ef litið er almennt á þróun ís-
lensks sjávarútvegs frá því í stríðs-
byrjun 1938 fram til byrjun ní-
unda áratugarins þá hófst hún á
því að sjómenn fóru úr litlum
opnum vélbátum yfir á þilfarsbát-
ana og síðar á togarana og tóku
um leið í notkun önnur og fjöl-
hæfari veiðafæri. Afli jókst og
varð fjölbreyttari. Hafnir sjávar-
plássanna stækkuðu, bátar stækk-
Elinbergur að flytja ræðu á Sjómannadeginum í Ólafsvík
1997, v. megin stendur Eiríkur Gautsson en h. megin
standa íris Hlín Vöggsdóttir og Herdís Leifsdóttir.
Mynd: J.E.