Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
35
Minning
HAUKUR SIGTRYGGSSON
Þann 21. febrúar s.l. lést Hauk-
ur Sigtryggsson útgerðarmaður.
Hann var elstur af sjö systkinum
þeirra hjóna Guðbjargar Vigfús-
dóttur og Sigtryggs Sigtryggssonar
á Mosfelli hér í Ólafsvík. Þegar
Haukur hafði aldur til fór hann til
sjóróðra suður á land á vertíðum
eins og títt var með unga menn á
þessum árum. Bæði réri hann frá
Sandgerði og Hafnarfirði með
miklum aflamönnum.
Arið 1948, eða þegar Haukur er
tuttugu og fjögurra ára, kaupir
hann ásamt Guðmundi Jenssyni
sinn fyrsta bát, sem hét Egill en
það var tuttugu og sjö lesta bátur.
Frá þeim tíma og til dauðadags
hefur Haukur stundað samfellt
útgerð hér í Ólafsvík, mest með
bræðrum sínum frá Mosfelli en
þeir stofnuðu hlutafélagið Dverg
ásamt Guðmundi Jenssyni. Þeir
létu smíða tvo nýja báta Hrönn
SH 145 og Sveinbjörn Jakobsson
SH 10 árið 1964 sem enn er gerð-
ur hér út í Ólafsvík og er mikið
happaskip.
Haukur sá um útgerðina frá
upphafi og var það vafalaust
þeirra gæfa. Hann var vakin og
sofin yfir þessu starfi og sá ávallt
um að þau mál væru í góðu lagi.
Allt var í röð og reglu hjá honum
alla tíð bæði hvað varðaði bát og
veiðarfæri.
Haukur sat í stjórn nokkurra
fyrirtækja í Ólafsvík m.a. Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur og Sjóbúða.
Hann var alltaf ráðagóður um frá-
gang mála og vildi ávallt ganga frá
hreinu borði.
I einkalífi var Haukur gæfu-
maður því árið 1949 hefur hann
sambúð með ungri ekkju Stein-
unni Þorsteinsdóttur. Haukur
gekk í föðurstað tveimur ungum
dætrum hennar og Lárusar Sveins-
sonar en hann fórst hér í höfninni
ásamt bróður sínum Sigurði, og
Magnúsi Jóhannssyni árið Hauk-
ur og Steinunn eignuðust fimm
börn. Þrír synir þeirra búa hér í
Ólafsvík og ein dóttir í Dan-
mörku og stúlka lést nær ársgöm-
ul. Haukur var mjög fróður mað-
ur og fylgdist vel með öllu bæði
hvað varðaði hans lífsstarf og
þjóðmál almennt. Það er mikil
eftirsjá í svona mönnum eins og
Haukur var.
Sjómannadagsblað Snæfellsbæj-
ar vottar Steinunni, börnunum og
nánustu ættingjum, innilega sam-
úð vegna fráfalls Hauks Sigtryggs-
sonar.
Pétur S. Jóhannsson.
é'S'/tu/n 'Sjórnöf ifuini Jpö/'sAtj/cfifm
tif fiamingju n/cd (fayii/i/ /
GRILLSKÁLINN
Ólafsbraut 19, Ólafsvík
Sjómenn!
Til hamingju með daginn !
Laugavegi 178 • 105 Reykjavík • s: 562 1110- Fax 568 5551