Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 34
32
ins líti svo á að hið háa stjórnarráð
hafi í reglugerð frá 5. maí 1917
farið lengra en lög leyfa um kröfu
til bóltfærslu sparisjóðs og lítt til
bóta, þar sem það fyrirskipar að
skrifa innlagt fé í þrjár sjóðbækur,
höfuðbók og inneignabók og því
heimta fleiri bækur en lögin ætlast
til svo því verði fullnægt, auk þess
orsakar það vinnu og kostnað við
daglega starfrækslu sparisjóða, auk
ýmissa annarra ákvæða sem auka
mjög erfiðið og óþægindi, án þess
að það svari til að endurbótum á
bókfærslu.
Var reglugerðin mikið rædd á
þessum fundi auk þess sem sam-
þykkt var að greiða dýrtíðarupp-
bót til stjórnar sjóðsins.
Sr. Magnús verður
stjórnarformaður
Árið 1923 var kosinn nýr
stjórnarformaður í stað sr. Guð-
mundar Einarssonar sem var að
flytja úr héraðinu. Var sr. Magn-
ús Guðmundsson kjörinn og
skyldi hann fá í laun 100 krónur á
mánuði. Hafði séra Guðmundur
stýrt sparisjóðnum í 15 ár en sr.
Helgi Árnason forveri hans hélt
um stjórnartaumana í 16 ár. Voru
báðir þessir menn gifturíkir í öll-
um störfum sínum og settu mark
sitt á allt mannlíf í sóknum sín-
um. Tók nú við ungur og fram-
sýnn hugsjónamaður sem fjöldi
núlifandi manna man eftir.
Þrátt fyrir að sr. Magnús fylgdi
sömu grundvallarstefnu og fyrr-
verandi stéttarbræður hans, þá
efldist sjóðurinn smátt og smátt
og starfsvettvangur hans spannaði
víðari svið en áður. Hafnleysi var
mikill þröskuldur í útvegsmálum
og auknar hafnarbætur voru það
sem menn litu vonaraugum til.
Sparisjóðurinn varð þátttakandi í
uppbyggingarstarfinu, á aðalfundi
árið 1930 var samþykkt að greiða
úr varasjóði til hafnarbóta í Ólafs-
vík og Sandi, allt að kr. 5.000 á
hvorn stað, svo fremi sem önnur
framlög til framkvæmdanna
næmu a.m.k. þriðjungi framlags
sparisjóðsins.
Um miðbik fjórða áratugarins
átti sjóðurinn í mildum fjárhags-
vanda enda var kreppan mikla þá
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
í algleymingi. Árið 1936 er for-
manni falið að fara suður og tala
við fjármálaráðherra um fjárhags-
erfiðleika sparisjóðsins. Ekki eru
þau mál frekar rakin í bókum
sjóðsins en einhvern veginn tekst
sparisjóðnum að halda sínu striki,
áhrif kreppunnar fóru rénandi
auk þess sem tímabilið frá 1936
til 1939 var að mörgu leyti upp-
gangstími í Ólafsvík. Vegur þar
þyngst stofnun Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur árið 1939.
50 ára afmæli
Stjórninni var falið að annast
undirbúning 50 ára afmælisins,
þann 12. janúar 1942. Hvergi
kemur fram, í hverju sá undirbún-
ingur fólst, en á afmælisárinu var
Sr. Guðmundur Einarsson.
keypt árið 1940. Voru þetta einu
skrifstofuvélarnar sem til voru á
afmælisárinu.
Sparisjóður Hellissands
Árið 1951 kemur fram að búið
er að stofna Sparisjóð Hellissands.
Á fundi það ár er samþykkt að
Sparisjóður Ólafsvíkur greiði
Sparisjóði Hellissands krónur 10
þúsund úr varasjóði, ef stjórnarráð
Islands samþykkir, þó skal það fé
liggja inni á bók við sjóðinn í
nafni Sparisjóðs Hellissands, þar
til sjóðurinn telji sér fært að greiða
út þá upphæð. Þetta sama ár eru
sjóðnum greiddar kr. 15 þúsund
sem skulu liggja inn á bók í 6 ár.
Ekki ber á öðru en að sparisjóð-
irnir beggja megin Ennis hafi
Sr. Helgi Árnason.
samþykkc að kaupa hlutabréf í
Hraðfrystihúsi Hellissands fyrir
2.000,- krónur, og b'réf fyrir sömu
upphæð voru keypt í Hraðfrysti-
húsi Ólafsvíkur. Þá var samþykkt
að veita fjórum kirkjum á spari-
sjóðssvæðinu minningargjafir þ.e.
Ölafsvíkurkirkju, Ingjaldshóls-
kirkju, Vallnakirkju og Hellna-
kirkju, 500,- krónur til hverrar.
Einnig samþykkti stjórnin að
senda þremur eftirlifandi stofn-
endum sparisjóðsins mynd af
Ólafsvík eða utanverðu Snæfells-
nesi.
Óhætt er að fullyrða að mörg-
um nútímamanninum þætti ekki
mikið til skrifstofubúnaðarins
koma, sem til var á skrifstofu
sparisjóðsins á þessum árum. Árið
1928 keypti sjóðurinn fyrstu
reiknivélina og fyrsta ritvélin var
starfað í sátt og samlyndi. Mun
Sparisjóður Hellissands hafa starf-
að á svipuðum grundvelli og
Sparisjóður Ólafsvíkur gerði sem
var fyrst og fremst að styðja við
bakið á þeim sem stóðu í því að
koma þaki yfir höfuðið.
Sr. Magnús
lætur af störfum
Hér á eftir verður farið fljótt yfir
sögu Sparisjóðs Ólafsyíkur. Hann
dafnaði stöðugt og umsvif hans
jukust ár frá ári. Fólki fjölgaði,
hafnarbætur voru unnar og bátar
stækkuðu samhliða hafnarbótun-
um. Margir dugandi athafna-
menn koma fram á sjónarsvið út-
gerðar og fiskvinnslu og sparisjóð-
urinn hafði mikilvægu hlutverki
að gegna í vaxandi útgerðarbæ.
Draumar forvígismannanna sem