Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 70

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 70
68 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 ÉG ÆTLAÐIALDREIAÐ VERÐA TRILLUKARL Guðmundur Magnússon eða Gvendur Línu eins og við þekkj- um hann best ólst upp í Keflavík. Hann byrjaði ungur á sjó eða 16 ára en þá ræður hann sig á snur- voðarbátinn Ólaf KE 49 en það var 40 lesta bátur. Það lá alltaf ljóst fyrir hjá Guðmundi hvað hann ætlaði sér að starfa. Hann var alltaf ákveðinn í að verða sjó- maður. Guðmundur er ekki af sjómönnum kominn og hann er sá eini í ættinni sem stundar þessa atvinnu auk tveggja sona hans. Guðmundur segir að mág- ur hans sem var skipverji á Helga Flóventssyni hafi komið saltinu í blóðið á honum þegar hann var stráklingur. Hann hafði fengið að fara nokkra netatúra með bátn- um og þá stolist úr skólanum. Gefúm nú Guðmundi orðið: Fljótlega eftir að ég hætti á Ólafi ræð ég mig á bát í Stykkis- hólmi sem hét Gullþórir og það er í október árið 1969 og rérum við á línu. Þennan bát, sem var um 65 lestir áttu m.a. Arni Helgason stöðvarstjóri. Eftir áramót tekur Gunnar Gunnarsson núverandi olíukóngur hér í bæ við sem skip- stjóri. Þetta er fyrsti Ólsarinn sem ég er með á sjó. Gunni hafði það fram að við lönduðum oft í Ólafs- vfk þar sem svo langt var að fara inn í Hólm. Þetta var miklu betra þar sem við losnuðum við miklar keyrslur fram og til baka í mis- jöfnum veðrum. Þá voru bjóðin Segir Guðmundur Magnússon. keyrð á vörubílum hingað. Um sumarið vorum við á handfærum á Gullþóri og ekki datt mér það í hug þá að ég ætti eftir að eignast trillu og verða trillukarl. Þetta er líka um það leyti sem skipastóll- inn er að stækka, togararnir að koma nýir til landsins og allt á uppleið. Um mitt sumar hætti ég á þessum bát og ræð mig á Jón Jónsson með Jón Steini og er með honum í tvö ár. Ástæðan fyrir því að ég vildi á bát í Ólafsvík var sú að um haustið þegar ég var á Gullþóri hitti ég konuna mína, sem síðar varð, Ólínu Elísdóttur, á balli í Hólminum. í stýrimannaskólann Þá um haustið 1972 fer ég í stýrimannaskólann sem var hér í Ólafsvík. Þar var skólastjóri Jón Þór Bjarnason, Hreggviður Her- mannsson læknir og sr. Ágúst Sig- urðsson voru kennarar ásamt fleir- um. Þarna voru í skóla m.a. þeir bræður Maggi og Rabbi, Egill Þráinsson, Þórður Asmundsson og fl. Við tókum í þessum skóla 120 tonna réttindin. Þetta var sjö mánaða skóli. Eftir að skóla lýkur í mars byrja ég aftur á Jóni en um vorið ræð ég mig hjá Kristmundi Halldórssyni á Matthildi SH 67 og er hjá hon- um í þrjú ár og þetta var góður tími. Hann var alveg frábær ná- ungi. Ranni var vélstjóri og Pétur Boga var mest allan tímann sem ég var og ekki má gleyma kokkn- um honum Guðna Sumarliðasyni. Þá kom um borð til okkar Ægir sonur Kristmundar, þá ungur strákur sem var þá að byrja sína sjómennsku. Þá var Gaui Tryggva alltaf með okkur á vertíðum en hann var hörkuljón meðan hann var á sjónum. Við vorum bara á netum og trolli. Um haustið 1977 förum við Ólína konan mín og tvö börn til Vestmannaeyja. Fann- ar var þá fimm ára en Magnús þá nokkurra mánaða gamall. Ég hafði þá sótt um skólavist í Stýri- mannaskólanum þar og Friðrik skólastjóri sagði mér bara að koma og við slógum til og feng- um þar íbúð. Mér er minnisstæð- ur einn kennarinn þar sem var Snorri Gíslason sá mikli predikari. Hann var nú ekki í trúmálum þá en það var ekki gott að lenda f rökræðum við hann, því hann rúllaði mönnum alveg upp. I þess- um skóla fékk ég fiskimannarétt- indi. Á Lárusi og Guðlaugi Um vorið komum við aftur hingað og þá eru Gvendarnir Fanney SH 248.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.