Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 70

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 70
68 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 ÉG ÆTLAÐIALDREIAÐ VERÐA TRILLUKARL Guðmundur Magnússon eða Gvendur Línu eins og við þekkj- um hann best ólst upp í Keflavík. Hann byrjaði ungur á sjó eða 16 ára en þá ræður hann sig á snur- voðarbátinn Ólaf KE 49 en það var 40 lesta bátur. Það lá alltaf ljóst fyrir hjá Guðmundi hvað hann ætlaði sér að starfa. Hann var alltaf ákveðinn í að verða sjó- maður. Guðmundur er ekki af sjómönnum kominn og hann er sá eini í ættinni sem stundar þessa atvinnu auk tveggja sona hans. Guðmundur segir að mág- ur hans sem var skipverji á Helga Flóventssyni hafi komið saltinu í blóðið á honum þegar hann var stráklingur. Hann hafði fengið að fara nokkra netatúra með bátn- um og þá stolist úr skólanum. Gefúm nú Guðmundi orðið: Fljótlega eftir að ég hætti á Ólafi ræð ég mig á bát í Stykkis- hólmi sem hét Gullþórir og það er í október árið 1969 og rérum við á línu. Þennan bát, sem var um 65 lestir áttu m.a. Arni Helgason stöðvarstjóri. Eftir áramót tekur Gunnar Gunnarsson núverandi olíukóngur hér í bæ við sem skip- stjóri. Þetta er fyrsti Ólsarinn sem ég er með á sjó. Gunni hafði það fram að við lönduðum oft í Ólafs- vfk þar sem svo langt var að fara inn í Hólm. Þetta var miklu betra þar sem við losnuðum við miklar keyrslur fram og til baka í mis- jöfnum veðrum. Þá voru bjóðin Segir Guðmundur Magnússon. keyrð á vörubílum hingað. Um sumarið vorum við á handfærum á Gullþóri og ekki datt mér það í hug þá að ég ætti eftir að eignast trillu og verða trillukarl. Þetta er líka um það leyti sem skipastóll- inn er að stækka, togararnir að koma nýir til landsins og allt á uppleið. Um mitt sumar hætti ég á þessum bát og ræð mig á Jón Jónsson með Jón Steini og er með honum í tvö ár. Ástæðan fyrir því að ég vildi á bát í Ólafsvík var sú að um haustið þegar ég var á Gullþóri hitti ég konuna mína, sem síðar varð, Ólínu Elísdóttur, á balli í Hólminum. í stýrimannaskólann Þá um haustið 1972 fer ég í stýrimannaskólann sem var hér í Ólafsvík. Þar var skólastjóri Jón Þór Bjarnason, Hreggviður Her- mannsson læknir og sr. Ágúst Sig- urðsson voru kennarar ásamt fleir- um. Þarna voru í skóla m.a. þeir bræður Maggi og Rabbi, Egill Þráinsson, Þórður Asmundsson og fl. Við tókum í þessum skóla 120 tonna réttindin. Þetta var sjö mánaða skóli. Eftir að skóla lýkur í mars byrja ég aftur á Jóni en um vorið ræð ég mig hjá Kristmundi Halldórssyni á Matthildi SH 67 og er hjá hon- um í þrjú ár og þetta var góður tími. Hann var alveg frábær ná- ungi. Ranni var vélstjóri og Pétur Boga var mest allan tímann sem ég var og ekki má gleyma kokkn- um honum Guðna Sumarliðasyni. Þá kom um borð til okkar Ægir sonur Kristmundar, þá ungur strákur sem var þá að byrja sína sjómennsku. Þá var Gaui Tryggva alltaf með okkur á vertíðum en hann var hörkuljón meðan hann var á sjónum. Við vorum bara á netum og trolli. Um haustið 1977 förum við Ólína konan mín og tvö börn til Vestmannaeyja. Fann- ar var þá fimm ára en Magnús þá nokkurra mánaða gamall. Ég hafði þá sótt um skólavist í Stýri- mannaskólanum þar og Friðrik skólastjóri sagði mér bara að koma og við slógum til og feng- um þar íbúð. Mér er minnisstæð- ur einn kennarinn þar sem var Snorri Gíslason sá mikli predikari. Hann var nú ekki í trúmálum þá en það var ekki gott að lenda f rökræðum við hann, því hann rúllaði mönnum alveg upp. I þess- um skóla fékk ég fiskimannarétt- indi. Á Lárusi og Guðlaugi Um vorið komum við aftur hingað og þá eru Gvendarnir Fanney SH 248.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.