Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 59
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
57
uðu frekar í öfluga vertíðarbáta
með verulega sóknargetu, t.d. á
vetrarvertíðum. Allt fór þetta
saman við hækkandi markaðsverð
á hinum nýju mörkuðum í Bret-
landi og síðar í Bandaríkjunum
fyrir frystar fiskafurðir.
Fiskibæirnir á ströndinni stór-
efldust, atvinna varð geysimikil og
afkoma fólks góð. Þannig urðu
sjávarplássin á Islandi aðalmjólk-
urkýr þjóðfélagsins sem fór í stór-
um stökkum til meira ríkidæmis
og stórbættrar afkomu almenn-
ings, sem í sjávarbæjum þessa
uppgangstíma spurði
hvorki um háttatíma né
helgidaga þegar bjarga
þurfti aflaverðmætum.
Þannig gerðist það að ís-
lenska þjóðin komst í
fremstu röð ríkra þjóða.
Tekjur af fiskiauðlind-
inni dreifðust um öll
byggðarlögin vegna
verðauka vinnslunnar á
fiskinum eftir að komið
var með hann í land og
mikill fjöldi fólks fékk
yfirgripsmilda vinnu við
úrvinnslu hans.
Á hvítum reitum
og svörtum
Nú er öldin önnur! Árið 1984
voru sett lög um verndun fiski-
stofna við strendur landsins og
um leið úthlutun aflaheimilda.
Engum hugsandi manni kemur til
hugar að ekki væri full ástæða að
vernda nytjafiskistofna og tak-
marka aflaheimildir.
Reyndar komust sjómenn á
Breiðafirði sjálfir á þá skoðun 12
árum áður en stjórnvöld settu á
fiskverndunarlögin umræddu árið
1984. Breiðfirsku sjómennirnir
höfðu séð það svart á hvítu að of-
notkun þorskaneta á hrygningar-
tímabilinu gat valdið alvarlegu
tjóni á hrygningarþorski sem þeir
vissu þá, 1972, um á innanverð-
um Breiðafirði og þeir tóku af-
drifaríka ákvörðun á grundvelli
þess sem þeir vissu að rétt var.
Á sameiginlegum fundi sjó-
manna, útvegsmanna og fiskverk-
enda á norðanverðu Snæfellsnesi
var einróma samþykkt að alfriða
fyrir þorsknetum og togveiðum
innanverðan Breiðafjörð allt árið
innan línu sem dregin var í upp-
hafi frá Búlandshöfða í Skorarfjall
á Barðaströnd. Hefur þessi friðun
að frumkvæði heimamanna verið í
gildi í 25 ár.
Enginn hér um slóðir efast um
gildi þessarar fiskverndunar fyrir
breiðfirsku fiskauðlindina. Þeim
meiri athygli vekur áhugaleysi
Hafrannsóknarstofnunnar á rann-
sóknagildi þessa einstæða framtaks
sjómanna og útvegsmanna við
Breiðafjörð árið 1972.
Nú hafa lögin um fiskveiði-
stjórnunina með ýmsum breyting-
um og nýjum reglugerðarákvæð-
um verið í gildi í 13 ár. Á þessu
tímabili hafa afleiðingar og hliðar-
áhrif komið betur og betur í ljós.
Þau eru vægast sagt hrikaleg.
Margar sjávarútvegsbyggðir sem
áður höfðu, að því er virtist,
trygga framtíð verið svipt grund-
velli tilveru sinnar. Rétturinn til
að veiða fisk hefur verið seldur í
burtu. Atvinnugrundvellinum
hefur verið svipt á brott, - í sum-
um tilvikum á einni nóttu. Efna-
hagslegri tilveru hefur verið spark-
að undan fólkinu því afrakstur
ævistarfsins var geymdur í húseign
sem nú er verðlaus. Fólkið reynir
að krefjást svara við óréttlætinu.
Við höfum ekkert af okkur gert
annað en vinna nótt sem nýtan
dag, virkan og helgan til að efla
framleiðsluverðmæti í þjóðarbúið.
Engin svör fást, enginn telur sér
skylt að svara.
I staðinn fyrir svör berast fréttir
af vaxandi umsvifum verðbréfa-
og hlutabréfamarkaða. Áberandi
er á hlutabréfamörkuðum hækk-
un hlutabréfa í sífellt stækkandi
fyrirtækjum sem keypt hafa kvót-
ann af og frá sjávarplássunum.
Þannig má segja að kolfallið
eignaverð á yfirgefnum sjávar-
plássum verði til að hækka hluta-
bréf í fyrirtækjum sem keyptu
burt kvótann.
Orlög slíkra byggðarlaga virðast
því augljós. Sjálfkrafa
verða þau eins konar
minjar um mannabyggð
og atvinuhætti.
Verði slík þróun áfram
er íslenskt þjóðfélag á
hraðri leið í eins konar
svart-hvítt samfélag þar
sem fáir stórir eru á hvítu
reitunum en margir smá-
ir á þeim dökku. Þar
munu blasa við glæstar
hallir verðbréfa og hluta-
bréfamarkaða þar sem
hinir útvöldu úr hvíta
hlutanum verða heima-
gangar en hinir mörgu
smáu úr dökka hlutanum
geta aðeins séð dýrðina en ekki
snert hana.
Kvótaminkurinn
strýkur kviðinn
Til er sagan um minkinn sem
kemst í hænsnakofann heimildar-
laus og rústar allt þar. Hann
drepur hænsnin og engin egg
verða því fyrir heimilið til búbóta.
Þetta er þekkt saga sem segja má
að eigi sér samlíkingu í nýrri gerð
minks, sem grasserar í efnahags-
kerfi þjóðarinnar
Þessi minkur, kvótaminkurinn,
er þeirrar gerðar að hann leggst á
atvinnustofnanir sjávarbyggðanna
sem eru fiskvinnslustöðvarnar.
Þessi minkur hefur kennitölu og
hefur aðgang að óhemju fjár-
magni til að kaupa upp aflamarks-
veiðiheimildir og flytur þær sam-
an á einn stað en fiskvinnslan og
atvinnan leggjast niður í sjávar-
plássunum því þar hefur enginn
bolmagn til að bjóða betur en nýi
F.v. Jón Skúlason, Eggert Guðmundsson og Þórjón Jónasson, myndin
er tekin 1941 en þeir unnu þá saman í H.Ó.