Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 46
44
Sjómannadagsblað Snaefellsbæjar 1998
MERKINGAR OG VEIÐAR Á SKARKOLA
í SUNNANVERÐUM BREIÐAFIRÐI
Jón Sólmundsson og Hjalti Karlsson útibúi Hafrannsóknastofnunarinnar Ólafsvík og ísafirði.
Inngangur
Skarkoli (rauðspretta) er algeng-
ur flatfiskur á grunnslóð allt í
kringum Island en mest er þó af
honum í hlýsjónum fyrir sunnan
og vestan land. Fyrstu merkingar
á skarkola hér við land fóru fram í
Skjálfandaflóa árið 1903, en þá
merkti danskur fiskifræðingur
280 kola. Þetta voru reyndar
fyrstu merltingar á fiskum hér við
land. Á árunum 1953 til 1965
fóru fram mjög umfangsmiklar
skarkolamerkingar allt í kringum
Island en þær sýna að skarkolinn
er fremur staðbundinn fyrstu ævi-
árin, en eftir að kynþroska er náð
ferðast hann oft langar leiðir,
einkum milli hrygningastöðva og
fæðuslóða.
Síðustu hálfa öldina hefur árleg-
ur skarkolaafli við ísland verið að
meðaltali um 9.000 tonn. Frá
1984 hefur aflinn verið á bilinu
10.500-14.500 tonn og telja fiski-
fræðingar og margir sjómenn að
of mikið hafi verið veitt síðustu ár.
Það sem m.a. styður þetta er að
afli á sóknareiningu í dragnót og
botnvörpu hefur farið minnkandi
frá 1991, þrátt fyrir aukna tækni
og betri þekkingu á veiðisvæðum.
Grunnslóðin í sunnanverðum
Breiðafirði er mikil fiskislóð og
hún er eitt gjöfulasta þorskveiði-
svæði landsins. Hún er einnig
mikilvæg uppeldisslóð skarkola og
á sumrin virðist þar vera talsvert
magn af ókynþroska kola. Líkdega
gengur hluti skarkola sem hrygnir
sunnan- og suðvestanlands í fæðu-
leit á þessar slóðir á sumrin, en
ekki er vitað í hve miklu magni
það er. Skarkoli hrygnir víða í
köntum Kolluáls, mest í norður-
kantinunt eða s.k. Flákakanti. I
apríl 1997 merktum við 500 skar-
kola á grunnslóð tit af Ólafsvík og
700 hrygnandi kola á Flákakanti,
en þessar merkingar eru hluti
rannsókna á göngum skarkola
vestan íslands. í þessari grein
fjöllum við um merkingarnar út
af Ólafsvík, en tilgangur þeirra var
að fá upplýsingar um göngur
Jón Sólmundsson og Torfí Sigurðsson.
og frá 1992 hefur verið skilað
skýrslum fyrir um 85% alls skar-
kolaafla við landið. Til að meta
aflamagn á svæðinu bættum við
því 15% við skarkolaafla sem
skráður var í veiðidagbækur.
Niðurstöður:
ókynþroska kola, hvert hann
gangi til hrygningar eftir að kyn-
þroska er náð og einnig að komast
að því hve mikill hluti kolans á
þessu svæði veiddist yfir sumarið.
Aðferöir
Skarkolar voru veiddir í dragnót
á Auðbjörgu SH-197 á svonefnd-
um Jöðrum um 3 mílur norður af
Ólafsvík. Merkt var 4. apríl 1997
en þessi tími var valinn því
noltkrum dögum síðar hófst
tveggja vikna veiðibann á svæðinu
og merktir kolar fengu því tæki-
færi til að dreifa sér um slóðina
áður en veiðar hófust aftur. Kol-
arnir voru settir í kar með renn-
andi sjó og líflegir kolar valdir
í merkinguna. Fiskarnir voru
lengdarmældir og merktir með
s.k. slöngumerkjum og síðan
sleppt aftur.
Tekin voru sýni úr lönduð-
um skarkolaafla af svæðinu og
auk þeirra eru í greininni not-
aðar upplýsingar um afla og
afla á sóknareiningu á grunn-
slóðinni frá Öndverðanesi að
Eyrarfjalli, út frá veiðidagbók-
um dragnótabáta. Síðustu ár
hafa skil og gæði á skýrslum frá
dragnótabátum farið batnandi
Afli síðustu ár
Á 1. mynd sést skarkolaafli og
afli á sóknareiningu í dragnót á
grunnslóð við norðanvert Snæ-
fellsnes árin 1992-1997. Þessi ár
hefur aflinn á svæðinu verið á bil-
inu 175-370 tonn, mestur árið
1994 og minnstur 1992. Síðustu
tvö ár hefur aflinn verið um 190
tonn eða helmingur þess sem
veiddist 1994. Við útreikninga á
afla á sóknareiningu notum við
einungis köst þar sem skarkoli var
meira en fjórðungur aflans, til
þess að auka líkurnar á því að
kastað hafi verið á skarkolaslóð og
til að sigta úr köst þar sem bátar
hafa verið á þorskveiðum. Meðal-
afli af skarkola í hverju kasti var
árin 1992-1994 um 300 kg en
hefur tvö síðustu árin verið um
230 kg. Gera má ráð fyrir því að
minnkandi afli á sóknareiningu
bendi til minna magns skarkola
og er það í samræmi við áiit sjó-
manna sem stunda veiðar á svæð-
inu.
Aldur og kynþroski
Skarkolinn sem við merktum út
af Olafsvík var 4-9 ára gamall.
350
300
250
200 '
150 ]
100
50
0
1. mynd. Skarkolaafli í dragnót og meðalafli í
kasti á grunnslóð við norðanvert Snæfellsnes
árin 1992-1997. Súlurnar sýna aflann en línan
meðalafla í kasti (einungis eru notuð köst þar
sem skarkoli er meira en fjórðungur aflans).