Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 56

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 56
54 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 og hengdir voru upp músastigar úr ldósettrúllum. Við þetta til- stand lifnaði vel yfir mannskapn- um og verður þetta kvöld lengi í minnum haft. Komið var aftur í land í Walvis Bay þann 26 mars. Nú fórum við og skoðuð- um fallegan bæ sem heitir Swakamound og er í grennd við Walvis Bay og gistum við þar í tvo daga og var þetta eins og að koma í þýskan smábæ. Síðasta kvöldið var okkur haldin grillveisla heima hjá ísienskri fjölskyldu í Walvis Bay en maður- inn starfaði sem kenn- ari við stýrimannaskól- ann þar. A staðnum var 9 holu golfvöllur en ekki er hann úr grasi heldur úr sandi og grjóti og er borið tjörulag á sandinn til að binda hann. Þeir sem voru að spila golf voru með litla grasmottu á vögnunum sem þeir slógu á, því eins og gefur að skilja er ómögulegt að slá úr sandi. „Vid erum hættir“ Þann 29. mars var haldið á grunn NV af Angla fyrir utan 200 sjómílur. Heyrst höfðu fréttir af góðum afla hjá einu skipi þar sem var að fiska alfonsíno. Siglfirðing- ur ákvað hins vegar að fara að reyna við fisk sem heitir Hake og veiðist vel af honum í landhelg- inni. Þegar komið var á miðin lóðaði mikið en botninn var erfið- ur hraun, kórall og tindar. Við reyndum þarna í nokkra daga bæði með flottroll og botntroll með misjöfnum árangri en við vorum ekki nógu vel útbúnir í þessar veiðar, bæði með tilliti til vinnslu og veiðarfæra. Þann sjö- unda apríl festum við illa trollið og vorum fastir í nokkurn tíma. Þegar hlerarnir komu upp voru ca. 50 snúningar á vírunum og var nú mælirinn fullur. Þá kom kallið: „Við erum hættir'. Stefnan var sett á Kanarý og kom- um við í höfn í Las Palmas þann 17. apríl. Nú var búið að ákveða að taka fjórtán daga frí áður en haldið yrði á Flæmska Hattinn. Menn réðu því hvort þeir mundu fljúga heim eða vera eftir á sólarströndinni. Við urðum nokkrir eftir og slöpp- uðum af í sólinni eftir þessa miklu ævintýraferð sem lengi verður í minnum höfð. Áhafnarmeðlimir á Snæfellinu að afloknu miðbaugssundi. Hamborgarar Samlokur Langlokur Franskar Sælgæti Mjólk Vídeóleiga Filmur Kex Gos Bensín Pappír Leikföng Ol uvörur Veiðivörur Fatnaður Vettlingar Sjóstangir Grillvörur Ferðavörur Þjónusta Olafsvík Sími 436 1212 l.Jerið uefÁomin ocj njólið ueilincja ifaífecji umÁuerfi. UæÓi o<j cjóó fjónusia er offar metnaóur.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.