Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 63

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 63
61 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Örn Hjörleifsson Hellissandi: Á „SALTFISKI“ VIÐ GRÆNLAND á Akurey AK 77 fyrir 40 árum. Ríkisstjórn íslands samdi árið 1945 um smíði 30 nýrra togara í Bretlandi. Fyrsti togarinn Ingólfur Arnarson kom til landsins árið 1947. Samkvæmt bókinni Is- lensk skip kom togarinn Alturey til landsins 10. september 1947 og var þá eigandi hlutafélagið Ak- urey í Reykjavík. En 22. júlí 1952 var það síðan selt fiskveiði- hlutafélaginu Akurey á Altranesi. Það bar áfram nafnið Akurey og hafði einkennisstafina AK 77. Seinna var það selt til Noregs og þar var það tekið af skrá árið 1966. Akurey var 655 brúttó- lestir, smíðað í Beverley við Humber og var með 1000 hestafla gufuvél. Þessi skip voru nefnd nýsköpunartogarar eins og áður segir. Seinna samdi ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar um smíði 10 skipa til viðbótar. ísfiskur og saltfiskur Ég byrjaði um borð í Akurey í nóvember árið 1957. Þá var skipið á „ísfiskveiðum“ og sigldi með aflann. En eftir áramótin var fiskað fyrir frystihúsin á Altra- nesi. Skipstjóri á Akurey var Kristján Kristjánsson, 1. stýrimað- ur var Vigfús Sigurjónsson, 2. stýrimaður var Guðmundur Sveinsson og bátsmaður var Karl Þórðarson. Allt voru þetta frá- bærir karlar og það var reglulega gott að vera samskipa þessum mönnum og undir þeirra stjórn. Kristján, Vigfús og Karl eru nú látnir en Guðmundur er enn hafnarvörður á Altranesi. Hann var í mörg ár skipstjóri á togurun- um Krossavík og Höfðavík. Fyr- ir unga menn var mikill skóli að vera á togara á þessum árum. Allt sem við kom veiðarfærum var lagað um borð. Þegar brældi upp og ekki var hægt að vera með trollið úti, var farið niður í neta- lestina og splæstir leggir og gert annað það sem hægt var að gera um borð. Svo var það 23. maí 1958 að lagt var úr höfn frá Akranesi og stefnan tekin á Hvarf á Græn- landi. Nú var meiningin að veiða í salt við Vestur-Grænland. Framundan beið okkar 7-800 mílna sigling á miðin. Og nú hafði fjölgað í áhöfninni. Ég held að við höfum verið 40 um borð, en á ísfiskveiðunum vorum við venjulega 30 til 32. Með okkur í áhöfn í þessum túr voru 6 Færeyingar. Þeir björguðu miklu Færeyingarnir fyrir íslensku út- gerðina á þessum árum. Þetta voru ungir og fullorðnir menn í bland og allt hinir bestu félagar. Kristján Kristjánsson, skipstjóri á Akurey. Þegar komið var útí Flóann voru settar á stímvaktir. 6 hásetar voru valdir á þessar stímvaktir og voru 2 í einu með stýrimönnunum og karlinum sjálfum. Hinir fóru á dagvakt undir stjórn bátsmanns- ins. Dagvaktin vann frá því kl. 8:00 á morgnana til kl. 5:00 á daginn. Vinnan fólst aðallega í trollunum en einhverjir voru látn- ir smíða kassa til að hausa í og laga til kassana á dekkinu. Saltar- arnir sem voru 4 voru niður í lest að lempa salti og þannig gekk vinnan um borð fyrir sig í stórum dráttum þessa daga meðan siglt var á miðin í vorblíðunni. A fjórða degi eftir að við fórum að heiman vorum við farnir að nálgast miðin. Guðmundur stýrimaður kom með körfu fulla af hnífum og fengu allir 2 hnífa saman til að nota til að blóðga með og hinn til að nota í flatning- una. Mönnum var uppálagt að passa vel uppá hnífana sína og láta þá bíta. Aftur í borðsal var kom- inn vaktalisti. Ég lenti á stýri- mannsvaktinni. Þetta voru 6 tíma vaktir og voru vaktaskipti kl. 6:00 og kl. 12:00. Stímið var búið að vera okkur hásetunum ró- legur tími frá því að farið var að heiman en þeir sem í vélinni voru, 3 vélstjórar, 2 kyndarar og kokk- arnir 2 höfðu haft í nógu að snú- ast. Og síðan var komið að því að reyna fyrir sér við veiðarnar. Mig minnir að það hafi verið 3 pokar í fyrsta halinu sem við gerð- um og fiskurinn var blóðgaður og látinn liggja, þ.e. honum var látið blæða út áður en hann var flattur. Fiskirfið fyrstu dagana var svona 2 - 4 pokar í hali. Okkur ungu mönnunum sem ekki höfðum flatt fisk fyrr voru fljótlega kennd vinnubrögðin. Ég mun hafa ver- ið fljótur að læra þetta. Við vorum búnir að vera í 4 - 5 daga þegar gerði vitlaust veður á miðunum og þá var trollið tekið inn og hugsað um að halda sjó. Á meðan var tíminn notaður og farið niður í lest og öllum fiskin- um umstaflað eftir því sem hægt var. Þessi bræla stóð í 2 eða 3 sólarhringa og þegar veðrið gekk niður gerði blíðuveður sem hélst það sem eftir var af túrnum. Skútur og doríur Við höfðum ekki séð mikið af skipum en það breyttist þegar á leið. Þarna um vorið voru nokkrir íslenskir togarar á saltfisk- veiðum. En það sem vakti mesta

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.