Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 80

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 80
78 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Ljóð eftir Þorkel Símonarson Þorkell er 29 ára gamall og hef- ur mest unnið á þungavinnuvél- um bæði í sveitinni og annarstað- ar á landinu. Hann hefur lítið verið á sjó og þá mest á trillum. Hann hefiir unnið með foreldr- um sínum, þeim Svövu og Sím- oni, að ferðaþjónustu á Görðum og er sú aðstaða þar í alla staði til fyrirmyndar. I sumar ætlar Þor- kell að sjá um nýjan golfvöll sem hann gerði s.l. sumar. Þorkell hefur hafit gaman af kveðskap og ort talsvert sl. 5 ár. Hann er m.a. höfundur texta fyrir hljómsveit- ina Hundslappadrífa. Þetta fyrsta ljóð er ort í tilefni að því að einn vinur hans, sem átti trillu, var að kvarta undan því að hafa hvorki kvenmann fyrir sig eða til að beita bjóðin hans. Llnudans i landi Konan mín bakar og beitir og bráðum kem ég í land, aflinn er ýsa, ekkert sem heitir og undirmáls þorskur í bland. A trillunum verðum við tæplega feitir en á togurum þar er það grand. Konan mín bakar og beitir og byrstir sig pirruð og örg, ástandið bölvað, þjakar og þreytir þorskurinn glötuð Iífsbjörg. Heimilið örlitla hamingju veitir háværu börnin mín mörg. Görðum í Staðarsveit (Keli í Görðum) Konan mín bakar og beitir bólgin og skítug og fín, í bátinn okkar hún blótsyrðum hreytir og bölvaðan kallar mig svín. Hvar í helvíti liggja fiskarnir feitir sem fást ekki á línu til mín. Konan mín bakar og beitir á banndögum drekkum við tár, sögurnar kjaftast um allar sveitir svæsnar og draga af mér dár. Helvítis grannarnir frekir og feitir fiskuðu meira í ár. Konan mín bakar og beitir og baráttan versnandi fer, blindfull á kvöldin hún bokkunni þeytir bölvar svo kerfinu og mér. Hafsins auður hamingju veitir -heillandi! Jú, hvað sýnist þér? Þetta ljóð er til þeirra sem alltaf eru að berj- ast við aukakílóin. Bumbubragur Mönnum skal matur skammtað í magann þrisvar á dag, safnast á mig hvað síst hefur vantað svaðalegt fastfitulag. Um útlit mitt segja þarf aðeins eitt allt er það ferlegt og feitt. Það er bölvað hvað belgurinn dafnar og buxurnar minnka svo ört, klofa upp stigann, maður næstum því kafnar og kólesteról skýrslan er svört. Svo er ákvörðun tekin og tönnlast á því að tussast í megrun á ný. I megrunarkúr númer milljón maula ég gulrót og kál, tengdamamma hún veitir mér tilsjón telur mig fordæmda sál. Þótt maginn sé tómur og meltingin kyrr er mörinn jafn fastur sem fyrr. Garnirnar gaula á mig reiðar og grátandi bið ég um steik, í ísskápinn laumast svo lúkumar breiðar ljótur syndari kominn á kreik. Þá syrtir í álinn, ég svitna með lykt er svínþungur stíg ég á vigt. Loks eru fimm kíló farin í fögnuði aðgerðum hætt, í kistunni bíður mín kræsingaskarinn kokkað er feitt bæði og sætt. I ákafa étið, engan ég spyr og óðum verð feitur sem fyrr. Sjósetningarvisur Norðan golan næðir kalt og nálgast vorið heldur seinna en hefur verið, hlána mun þó bölvað skerið. Trillukarlinn tekur kipp og tóbak sýgur, vonar senn það vænkist hagur, verði skárri næsti dagur. Hefði þurft að herða upp og halda um klippur, í rökum hornum fúnar flekkur, flýtur meðan ekki sekkur. I hádeginu hummað bæði og hárið strokið, veðrið fráleitt versnar mikið, vindum upp og tökum strikið. Bátnum er svo bakkað út, á bláan sjóinn, í stresskasti er strengdur maginn stanslaust fátað allan daginn. Siglum út og setjum krók í sjávardjúpið, gulum eftir golþorsk hlaupið, glatast slóði, oní kaupið. Trillukarlinn töltir heim með tóman poka, úr ægisfaðmi einn til baka, áfram mun þó beygður skaka. Þessar vísur urðu til í vinnunni Aflaverð er algjört met, engu verður sparkað. Ef fyndinn sjálfur fæst í net, við flytjum hann á markað. Draumur sjómanns dúr og moll, dökkir kaffistraumar. Á Halamiðum hundrað troll, og heima konan saumar. Eg lítinn afla að landi ber, lífsins mikli bratti. Hæpið fé úr höndum fer og hlegið niður á skatti.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.