Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 12
10
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
Stórframkvæmdir -
vaxandi byggð
og bjartsýni
Á árinu 1955 byggði Kaupfélag-
ið Dagsbrún nýtt frystihús, tveim
steinkerjum var bætt við Norður-
garð hafnarinnar og lokið var við
byggingu nýs barnaskóla húss auk
þess sem fjöldi íbúðahúsa var í
byggingu. Var því gífurlegur
þróttur og bjartsýni meðal Olsara
á þessum tíma.
Á vertíðinni 1956 tók hið nýja
og glæsilega frystihús Dagsbrúnar
til starfa. Vertíðin var góð og
einnig síldveiði um sumarið en
um þetta leyti voru Ólafsvíkurbát-
ar, sem nú höfðu verulega stækkað
á síðustu árum farnir að stunda
síldveiði fyrir Norðurlandi á
sumrum en ekki var þar uppgripa
afli á þeim árum. 30 ný íbúðar-
hús voru í smíðum á þessu ári og
íbúum fór ört fjölgandi.
I febrúarmánuði 1957 var ágætt
fiskirí hjá Ólafsvíkurbátum, svo
gott að reynt var að láta það ekki
berast mikið út, því víða annars-
staðar var tregt fiskirí og óttuðust
menn að stórhluti vertíðarflotans
myndu koma á fiskimið Ólsara ef
fréttirnar spyrðust út. Þá voru
90-100 Færeyingar á vertíð í
Ólafsvík ýmist á bátunum eða í
landvinnu og var sá mannafli
gríðarlega þýðingarmikill til að
halda hjólum atvinnulífsins gang-
andi hér um slóðir. Dagsbrún
byggði nýja beinamélsverksmiðju
á þessu ári.
Árið 1958 var enn góð vertíð
hér og í lok ágúst höfðu nær
25000 tunnur af síld borist hér á
land. 4-600 tunnur voru þá
stundum saltaðar á einum degi.
Miltill hugur var því í mönnum
að stækka bátana því hafnarskil-
yrðin höfðu smám saman batnað
og þá þótti gott að nýju bátarnir
væru um 70 tonn að stærð. Flest-
ir útgerðarmenn hér hugðu því á
bátakaup og voru þau
ýmist gerð erlendis eða
norður á Akureyri þar
sem Halldór Jónsson
lét smíða 3 nýja báta
með árs millibili.
Hraðfrystihús Ólafs-
víkur hafði líka aukið
afkastagetu sína og
Hrói h.f. jók næstum
árlega við húsakost
sinn og afköst í saltfisk
og skreiðarverkun. Allt
þetta jók sóknarþung-
an í atvinnulífinu í
Ólafsvík og bjartsýni
fólksins í byggðarlaginu er bátarn-
ir urðu þrefalt stærri en þeir sem
fyrir voru er ég kom til Ólafsvík-
ur 5 árum áður. Frá Ólafsvík
komu þetta ár fleiri umsóknir um
húsnæðislán en öðrum byggðar-
lögum.
Svaðilfarir
En vertíðirnar voru miserfiðar
og reyndu á ýtrustu hæfileika sjó-
mannanna og traustleika bátanna
til að komast af. Minnist ég sér-
staklega þess að á einni vertíðinni
náðu 3 bátar ekki landi vegna
norðan stórviðris og leituðu suður
fyrir Jökulinn og láu þar um nótt-
ina. Voru það m/b Þórður Ólafs-
son undir stjórn Leifs Jónssonar,
m/b Bjarni Ólafsson en þar var
Jón Steinn Halldórsson skipstjóri,
og m/b Glaður sem Kristmundur
Halldórsson stýrði.
Daginn eftir héldu þeir norður
fyrir þrátt fyrir stórsjóa og lítið
breytta norðanátt. En er þeir
komu inn undir Rif fékk Glaður á
sig þrjá brotsjói með stuttu milli
bili að því er mér var sagt og sneri
þá aftur suður fyrir. Akvað þá Jón
Steinn sem var á nokkru stærri bát
að snúa einnig við og íylgja bróð-
ur sínum suður fyrir Nesið þar
sem betra skjól var. Af Leifijóns-
syni og félögum á m/b Þórði
Ólafssyni er það að segja að þeir
komust inn á Ólafsvíkina en þá
var þar stórsjór.Var spennuþrung-
ið að sjá hvernig bátnum var hald-
ið uppí stórsjó norðanáttarinnar,
en látin bakka hægt og hægt ofar á
víkina þar til komið var inn fyrir
Norðurgarðinn, þá var gefið fullt í
og báturinn keyrður upp að
Norðurgarðinum og inn í höfn-
ina. Næsta dag gekk veðrið niður
og ég minnist fagnaðarins sem
greip um sig meðal Ólafsvíkurbúa
er Glaður og Bjarni Ólafsson
renndu inn í höfnina og þeir
bræður Jón Steinn og Kristmund-
ur gengu í land ásamt skipshöfn-
um sínum á 3. degi eftir að þeir
fóru í róðurinn.
Já það var harðsótt að halda
uppi sjósókn frá Ólafsvík á þess-
um árum.
Ég minnist sérstaklega vetrar-
vertíðarinnar 1959, þeirrar síð-
ustu er ég dvaldi í Ólafsvík, fyrir
það hve mikil stórviðri geisuðu í
upphafi vertíðar en þá gekk yfir
3ja vikna óviðra kafli og ógæffir.
Þegar brotist var á sjó hrepptu
bátarnir alla jafnan veður hörð og
komu fisklausir og stundum línu-
fátækir til baka. Að sjálfsögðu var
þá kaupið rýrt hjá verkafólki og
því dauft yfir mannskapnum. -
Til marks um það hve sjórinn var
þá hart sóttur man ég að einn
daginn á öndverðri vertíð reru all-
ir bátar að einum undanskildum.
Hrepptu þeir aftaka veður og
misstu margir stóran hluta af lín-
unni. Eg fór niður á bryggju er 3
bátar voru komnir að. Sá fyrsti
hafði fengið brotsjó yfir sig aftan-
verðan og tók af rennuna en
eldamaskínan lá á hvolfi fram í
miðjum lúkar. - Annar bátur
hafði fengið um 6 metra háan
brotsjó inn á þilfarið og beygði sá
sjór mjög sverar járnstengur er
stóðu upp úr þilfarinu alveg niður
á deklt. Hafði sá bátur verið mjög
hætt kominn. Þriðji báturinn -
nýr bátur 55 tonn að stærð, kom
með brotinn borðstokk frá miðj-
um bát og aftur úr. Hafði bátur-
inn fengið slíkan sjó á sig að hann
lagðist á hliðina og rétti báturinn
elcki við fyrr en að tókst að stýra
Sveinn Einarsson og Þórheiður Einarsdótttir, tengda-
foreldrar greinarhöfundar. Mynd: Elinbergur