Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 12
10 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 Stórframkvæmdir - vaxandi byggð og bjartsýni Á árinu 1955 byggði Kaupfélag- ið Dagsbrún nýtt frystihús, tveim steinkerjum var bætt við Norður- garð hafnarinnar og lokið var við byggingu nýs barnaskóla húss auk þess sem fjöldi íbúðahúsa var í byggingu. Var því gífurlegur þróttur og bjartsýni meðal Olsara á þessum tíma. Á vertíðinni 1956 tók hið nýja og glæsilega frystihús Dagsbrúnar til starfa. Vertíðin var góð og einnig síldveiði um sumarið en um þetta leyti voru Ólafsvíkurbát- ar, sem nú höfðu verulega stækkað á síðustu árum farnir að stunda síldveiði fyrir Norðurlandi á sumrum en ekki var þar uppgripa afli á þeim árum. 30 ný íbúðar- hús voru í smíðum á þessu ári og íbúum fór ört fjölgandi. I febrúarmánuði 1957 var ágætt fiskirí hjá Ólafsvíkurbátum, svo gott að reynt var að láta það ekki berast mikið út, því víða annars- staðar var tregt fiskirí og óttuðust menn að stórhluti vertíðarflotans myndu koma á fiskimið Ólsara ef fréttirnar spyrðust út. Þá voru 90-100 Færeyingar á vertíð í Ólafsvík ýmist á bátunum eða í landvinnu og var sá mannafli gríðarlega þýðingarmikill til að halda hjólum atvinnulífsins gang- andi hér um slóðir. Dagsbrún byggði nýja beinamélsverksmiðju á þessu ári. Árið 1958 var enn góð vertíð hér og í lok ágúst höfðu nær 25000 tunnur af síld borist hér á land. 4-600 tunnur voru þá stundum saltaðar á einum degi. Miltill hugur var því í mönnum að stækka bátana því hafnarskil- yrðin höfðu smám saman batnað og þá þótti gott að nýju bátarnir væru um 70 tonn að stærð. Flest- ir útgerðarmenn hér hugðu því á bátakaup og voru þau ýmist gerð erlendis eða norður á Akureyri þar sem Halldór Jónsson lét smíða 3 nýja báta með árs millibili. Hraðfrystihús Ólafs- víkur hafði líka aukið afkastagetu sína og Hrói h.f. jók næstum árlega við húsakost sinn og afköst í saltfisk og skreiðarverkun. Allt þetta jók sóknarþung- an í atvinnulífinu í Ólafsvík og bjartsýni fólksins í byggðarlaginu er bátarn- ir urðu þrefalt stærri en þeir sem fyrir voru er ég kom til Ólafsvík- ur 5 árum áður. Frá Ólafsvík komu þetta ár fleiri umsóknir um húsnæðislán en öðrum byggðar- lögum. Svaðilfarir En vertíðirnar voru miserfiðar og reyndu á ýtrustu hæfileika sjó- mannanna og traustleika bátanna til að komast af. Minnist ég sér- staklega þess að á einni vertíðinni náðu 3 bátar ekki landi vegna norðan stórviðris og leituðu suður fyrir Jökulinn og láu þar um nótt- ina. Voru það m/b Þórður Ólafs- son undir stjórn Leifs Jónssonar, m/b Bjarni Ólafsson en þar var Jón Steinn Halldórsson skipstjóri, og m/b Glaður sem Kristmundur Halldórsson stýrði. Daginn eftir héldu þeir norður fyrir þrátt fyrir stórsjóa og lítið breytta norðanátt. En er þeir komu inn undir Rif fékk Glaður á sig þrjá brotsjói með stuttu milli bili að því er mér var sagt og sneri þá aftur suður fyrir. Akvað þá Jón Steinn sem var á nokkru stærri bát að snúa einnig við og íylgja bróð- ur sínum suður fyrir Nesið þar sem betra skjól var. Af Leifijóns- syni og félögum á m/b Þórði Ólafssyni er það að segja að þeir komust inn á Ólafsvíkina en þá var þar stórsjór.Var spennuþrung- ið að sjá hvernig bátnum var hald- ið uppí stórsjó norðanáttarinnar, en látin bakka hægt og hægt ofar á víkina þar til komið var inn fyrir Norðurgarðinn, þá var gefið fullt í og báturinn keyrður upp að Norðurgarðinum og inn í höfn- ina. Næsta dag gekk veðrið niður og ég minnist fagnaðarins sem greip um sig meðal Ólafsvíkurbúa er Glaður og Bjarni Ólafsson renndu inn í höfnina og þeir bræður Jón Steinn og Kristmund- ur gengu í land ásamt skipshöfn- um sínum á 3. degi eftir að þeir fóru í róðurinn. Já það var harðsótt að halda uppi sjósókn frá Ólafsvík á þess- um árum. Ég minnist sérstaklega vetrar- vertíðarinnar 1959, þeirrar síð- ustu er ég dvaldi í Ólafsvík, fyrir það hve mikil stórviðri geisuðu í upphafi vertíðar en þá gekk yfir 3ja vikna óviðra kafli og ógæffir. Þegar brotist var á sjó hrepptu bátarnir alla jafnan veður hörð og komu fisklausir og stundum línu- fátækir til baka. Að sjálfsögðu var þá kaupið rýrt hjá verkafólki og því dauft yfir mannskapnum. - Til marks um það hve sjórinn var þá hart sóttur man ég að einn daginn á öndverðri vertíð reru all- ir bátar að einum undanskildum. Hrepptu þeir aftaka veður og misstu margir stóran hluta af lín- unni. Eg fór niður á bryggju er 3 bátar voru komnir að. Sá fyrsti hafði fengið brotsjó yfir sig aftan- verðan og tók af rennuna en eldamaskínan lá á hvolfi fram í miðjum lúkar. - Annar bátur hafði fengið um 6 metra háan brotsjó inn á þilfarið og beygði sá sjór mjög sverar járnstengur er stóðu upp úr þilfarinu alveg niður á deklt. Hafði sá bátur verið mjög hætt kominn. Þriðji báturinn - nýr bátur 55 tonn að stærð, kom með brotinn borðstokk frá miðj- um bát og aftur úr. Hafði bátur- inn fengið slíkan sjó á sig að hann lagðist á hliðina og rétti báturinn elcki við fyrr en að tókst að stýra Sveinn Einarsson og Þórheiður Einarsdótttir, tengda- foreldrar greinarhöfundar. Mynd: Elinbergur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.