Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 78

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 78
76 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 HUGLEIÐING Á SJÓMANNADEGI Haukur Sigurðarson í Vesturbyggð skrifar. Ég sé ástæðu til að feitletra þessi orð mín til þess að leggja áherslu á meiningu þeirra. Þið megið vera stolt af því frábæra framtaki sem sjómannadagsráðin í Snæfellsbæ eru með samstilltu átald sínu að koma til leiðar. Stórglæsilegt sjó- mannadagsblað og heil helgi með stanslausum atburðum þar sem þátttakendur skipta tugum bæði í Ólafsvík og á Hellissandi er stór biti að kyngja. Til þess að slík dagskrá og slíkt menningarfram- tak megi takast sem best þarf und- irbúningurinn að vera góður og margir að leggja óspart hönd á plóg til þess að allt megi takast sem best. Þetta hefur tekist svo árum skiptir með þeim ágætum að fullorðna barnshjartað manns tekur alltaf kipp þegar líða fer að vori og undirbúningur sjómanna- dags hefst. Ég held að það sé fátt sem heldur lengur lífi í barns- hjartanu en einmitt sjómanna- dagshelgin. Drengstauli á Skagaströnd Allt frá því að ég fór fyrst að muna eftir mér, þá drengstauli á Skagaströnd, sem þá var reyndar ekki Kántríbær heldur hefðbund- ið sjávarþorp, og allt til síðasta sjómannadags á ég í skúmaskot- um minninganna myndbrot af at- burðum þessara daga. Ég er sann- færður um að margar þær myndir, allt fram á unglingsárin eru ljó- maðar ímyndunarafli hins óþroska barns. Hætt er við að ef þær væru kallaðar fram á pappír eða skoðaðar af myndbandsspólu þá færi fljótt af þeim glansinn. At- burðirnir voru kannski ögn öðru- vísi en manni er tamt að muna þá. Ég vil reyndar ekki draga fram aðra mynd af þeim atburðum en hugur fninn geymir. Því lengur sem barnslegri hugsun er gefið rými í hugarskotum hins full- orðna því lengur helst tærleiki hugsunar í menguðum heimi þeirrar brjálsemi sem mér finnst á stundum vera að tröllríða öllu. Enn þann dag í dag hlakka ég til þessa dags þó með öðrum hætti sé en áður. Mér hefur hlotist sú gæfa að vera þátttakandi í undir- búningi sjómannadagsins allt frá unglingsárunum, með hléum þó. Ég hef haft af því mikla ánægju og átt ógleymanlegar stundir með mörgum félaga minna við þann undirbúning jafnt búandi á Hell- issandi sem annarsstaðar. Ég held að fátt hafi fyrr á árum mótað eins börn í sjávarplássum og einmitt sjómannadagurinn. Árið um kring, stundum svo vik- um og mánuðum skipti voru sjó- mannsbörn alin upp af „ein- stæðu“ foreldri og eru að hluta til enn. Tengslin við pabbann ekki ólík því sem gerist með helg- arpabba skilnaðarbarns. En þó komu þeir dagar þar sem fjöl- skyldan sameinaðist um þátttöku í einhverju. Þar bar að ég held utan jólanna sjómannadaginn hæst. Sjómaðurinn skipar háan sess I tímanna rás hefur margt breyst við sjómannsstarfið. Aðbúnaður orðinn annar og fjarverur hjá minni bátum ekki eins langar og áður var. En eitt hefur þó lítið breyst og má í raun aldrei breytast en það er þátttaka fjölskyldunnar í undirbúningi og atburðum sjó- mannadagsins. Það er hverri fjöl- skyldu og sérstaklega hverju barni hollt að vera þar með. Allir sem vettlingi geta valdið eiga að hjálp- ast að við að gera þennan einstaka dag í íslensku samfélagi sem skemmtilegastan. Það er mikil upphefð og „stórt verkefni“ fyrir lítinn búk að taka þátt í að halda á strigapokunum fyrir pokahlaupið, að fá að halda á kaðalhönk. Ég tala nú ekki um að taka þátt í sjó- setningu kappróðrabáta og heim- urinn liggur að fótum ef lánast að taka í ár eða að fá að taka þátt í reiptogi, tunnuhlaupi, ísáti eða einhverju slíku. Það er næsta víst að það fer ánægð og þreytt sál að sofa eftir slíkan dag. Ég efast ekk- ert um að barnshjartað í dag hefur í engu breyst. Ævintýraþráin og þörfin fyrir að líta upp tii einhvers eða einhverra er til stað- ar. Við skulum ekki gleyma því að barni er mjög tamt að líta upp til hins fullorðna og skipar sjómað- urinn þar háan sess, sérstaklega í hugum drengja. Á sjómannadegi er dregin upp mynd af sjómönn- um sem aðeins sést þennan til- tekna dag ársins. Hið hversdags- lega starf sjómannsins sem fáir taka eftir og sumir aldrei séð eða unnið skipar allt í einu stærstan sess í hugum þjóðarinnar. Hinn venjulegi sjómaður verðu allt í einu hetja hafsins í ræðu og riti. Ljóðabálkar eru samdir og tignar- legum orðum er tyllt í menn. Allt þetta glepur ómótaða sál og gerir hana líklegri til að velja sér sjó- mannsstarfið en ella. Hátækni starf En það dugar eklci að þetta sé ímynd sjómannsstarfsins. Fræðsla til ungmenna um mikilvægasta starf þjóðarinnar má ekki vera með þessum hætti. Sjómannadag- urinn á að vera lítið brot í heil- rænu púsluspili þeltkingar um sjó- mannsstarfið. Menntakerfið verð- ur að vakna til lífsins og kynna börnum strax í neðstu bekkjum grunnskólanna um mikilvægi at- /VHNAOÍnX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.