Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 17
15
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
jónsson tók við af honum sem
vélstjóri beinamjöls-verksmiðj-
unnar. Eggert Ingimundarson
vann lengi með Axei í beinamjöls-
verk-smiðjunni.
Þeir vélstjórar við frystihúsið
sem Andrés Jónsson man eftir
meðan það var enn á Hellissandi
voru Jón Guðmundsson og Egg-
ert Eggertsson. Þegar Eggert
hætti tók Andrés við að vera með
Jóni. Þegar Jón Guðmundsson
hætti tók við Sigurður Anton
Jónsson sem hafði verið að vinna
við hafnargerðina í Rifi. Þeir voru
svilar Sigurður Anton og Jónas í
Hallsbæ. Sigurður Ant-
on var aðeins stuttan
tíma. Gísli Gíslason sem
lengi vann á Gufuskálum
og nú býr í Viðvík tók við
af honum. Einnig var
Bjarni Þórðarson vélstjóri
við frystihúsið og vann á
verkstæðinu.
Rögnvaldur var alltaf
einn í öllu skrifstofuhaldi
svo lengi sem Andrés man
eftir eða þar til Olafur
sonur hans kom inní
þetta með honum. Ólaf-
ur var þá búinn að ganga
í öll verk sem til féllu og
var orðinn þessu gjör-
kunnugur. Skrifstofu-
haldið rak Rögnvaldur ým-
ist heima hjá sér eða útí frystihúsi,
lengi var það í svokallaðri Breið-
firðingabúð. I Breiðfirðingabúð
var saltfiskverkun í kjallara en
vistarverur fyrir starfsfólkið,
mötuneyti og skrifstofa frystihúss-
ins á efri hæð hússins. Andrés
telur að líklega hafi þessi rekstur
verið Rögnvaldi óttalegt basl
fyrstu árin sem hann starfaði
þarna, en þetta Iagaðist þó veru-
lega með tilkomu beinamjölsverk-
smiðjunnar því þær voru hag-
kvæmar í rekstri á þessum árum.
En það má segja að Rögnvaldur
hafi unnið hraðfrystihúsið smátt
og smátt útúr þessum erfiðleik-
um, t.d. man Andrés aldrei eftir
því að hann ætti í neinum erfið-
leikum með að fá kaupið sitt
greitt og þannig telur hann að hafi
verið um flesta sem hann þekkti
til og hann starfaði með.
Eins og áður hefur komið fram
hafði Rögnvaldur alltaf lag á að fá
nægan fisk fyrir hraðfrystihúsið.
Fyrst framan af fékk hann fisk úr
trillunum í Krossavík meðan
menn voru enn að róa þaðan. En
síðan komst Rifshöfn í gagnið og
þá fór þetta allt að breytast. Rifs-
höfn skánaði ár frá ári og með
henni urðu algjör þáttaskil. Með
aðkomubátum sem tóku að leggja
hérna upp fylltist hér allt af fiski.
Samt fannst honum þetta ótryggt
og fór að huga að því að hrað-
frystihúsið eignaðist sína eigin
báta sem gætu tryggt því stöðugt
hráefni. Þannig lét hann hrað-
frystihúsið gerast meðeiganda að
Breiðfirðingi SH. Arnar Sigurðs-
son frá Hallsbæ var m.a. meðeig-
andi að honum ásamt fleiri
mönnum. Seinna keypti hann
sjálfur Sæborgu SH sem var 38
tonna bátur og rak hann bátinn á
eigin spýtur og hét fyrirtækið
Brimill hf. Markús Þórðarson var
með þann bát a.m.k. fyrsta árið.
En það sem skipti hraðfrystihúsið
langmestu máli á þessum efnum
var að á þessum árum fóru þeir,
Sveinbjörn Benediktsson, Eggert
Sigmundsson, mágur hans og
Guðmundur Tómas Guðmunds-
son að gera út bátinn Ármann SH
í Rifi og réðu til sín þann harð-
sækna skipstjóra Sigurð Kristjóns-
son frá Bug í Fróðárhreppi.
Uppúr því var stofnað til Skarðs-
víkurútgerðarinnar sem lagði allan
sinn fisk upp hjá Hraðfrystihúsi
Hellissands alla tíð. Það er eng-
inn vafi að fátt hefur skipt hrað-
frystihúsið meira máli í fisköflun
en sú útgerð. Trilluútgerðin í
Krossavík var að mestu aflögð á
þessum tíma enda var sjósókn
þaðan mjög erfið og þrátt fyrir að
aðkomubátar legðu hér upp mik-
inn afla af og til gat hraðfrystihús-
ið eldci byggt á því til langframa.
Það er ekki ofsögum sagt að
það var Skarðsvíkurútgerðin og
Sigurður Kristjónsson skipstjóri
sem voru lykillinn að hráefnisöfl-
un hraðfrystihússins um 15 — 20
ára skeið og skipti það
hraðfrystihúsið sköp-
um, því hvorttveggja
var að Sigurður var
harðsækinn og hin
mesta aflakló og ill
máttu veður vera svo
Sigurður færi ekki á
sjó. Það var ekki fyrr
en eftir 1980 að hrað-
frystihúsið eignast
Rifsnesið SH ásamt
Baldri Frey Kristins-
syni skipstjóra í Rifi.
Var þá stofnað um
það hlutafélag. Og
aðeins 5 ár eru liðin
frá því að hraðfrysti-
húsið festi kaup á
Vestra BA nú Örvari
SH. Aðrir bátar sem lögðu upp
hjá því nokkuð reglulega á tíma-
bili voru gamli Hamar SH og
Saxhamar SH. Með þessari
tryggu hráefnisöflun tókst þeim
feðgum Rögnvaldi og Ólafi syni
hans að tryggja tiltölulega stöðug-
an rekstur frystihússins.
Gagnrýnisraddir
Hraðfrystihús Hellissands hafði
orðið fyrir nokkuð harðri gagn-
rýni vegna sumarlokana sem stöf-
uðu mest af hráefnisskorti.
Þannig má sjá af Vesturlandsblöð-
um á 7. áratugnum að menn
gagnrýna sumarlokanir harðlega,
jafnvel þótt þar hafi í raun ekld
verið gripið til annarra ráða en
tíðkuðust á þessum tíma og marg-
ir atvinnurekendur léku sama
leikinn. Á þetta hefur vafalaust
haft veruleg áhrif hvernig fyrir-
Ólafúr Rögnvaldsson, (rainkv.stjóri. Mynd: Ó.J.S.