Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 33

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 33
31 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 mynd af heimilisbrag drykkju- mannsins og lýsir því hvernig ungir menn er hafa ánetjast Bakkusi, „eldast fyrir tímann og missa heilsu sína á unga aldri, safna skuldum og missa að lokum allt álit og tiltrú sjer betri manna“. Eldd er að efa að fyrirlestur Jó- hönnu hefur vakið menn til vit- undar um mikilvægi þess að sýna fyrirhyggju og ráðdeild í fjármál- um og orðið mönnum enn frekari hvati að stofnun sparisjóðs. Undirbúningur Þennan sama vetur er kosin nefnd til að undirbúa sparisjóðs- stofnunina. í nefndina voru kosnir: Arni Magnússon, sr. Helgi Árnason, Jóhannes Stefánsson, Ágúst Þórarinsson og Guðmund- ur Jónsson. Fleiri munu hafa komið nærri stofnun sjóðsins og skal þar sérstaklega nefndur Lárus Skúlason, Neshreppi ytri, sem vit- að er að stóð framarlega að stofn- un Sparisjóðs Stykkishólms um svipað leyti. A sýslufundi vorið 1891 mun þetta mál fyrst hafa verið borið fram. I grein um stofnun Sparisjóðs Stykkishólms segir.: “Reis Lárus Skúlason úr sæti sínu eftir fundarslit og reifaði málið, er fékk góðar undirtektir allrar sýslunefndarinnar, og 9. október um haustið boðaði sýslu- maður til aukafundar í nefndinni og var stofnun sparisjóðs eina málið sem var þar til umræðu”. A þann fund mættu síðan allir sýslu- nefndarmenn nema Lárus Skúla- son sýslunefndarmaður utan Enn- is, en hann var þá að vinna að stofnun sparisjóðs í Ólafsvík. Ekkert er minnst á stofnunina sjálfa í fundagerðabók Menning- arfélagsins og hvergi er að finna samþykktir fyrir sparisjóðinn. Næst er minnst á sjóðinn þann 3. apríl sama ár, en þá segir í funda- gerðabók Menningarfélagsins að samþykkt hafi verið að geyma skyldi peninga félagsins í Spari- sjóði Ólafsvíkur. Af því má draga þá ályktun að sparisjóðurinn sé stofnaður einhvern tímann á fyrstu þremur mánuðum ársins 1892. Fyrstu árin Mikil og sterk tengsl voru á milli Menningarfélagsins og spari- sjóðsins á fyrstu árum hans, sem má sjá af því að reikningar og Böðvar Bjarnason. Stjórnarformaður frá 1972 - 1983. fundagerðir hans voru færðar inn í fundagerðabók Menningarfé- lagsins. Hið eldra Menningarfé- lag lognaðist útaf, en var svo end- urreist 1895 og því sett reglugerð sem líktist í flestum greinum regiugerð gamla félagsins. Ekki eru færðar í bókina fundagerðir eftir 1895 og má af því ráða að fé- lagið hafi liðið undir lok eins og hið eldra félag. Fyrsti skráði fundur sparisjóðsins var haldinn 15. febrúar 1902. Þávorueinnig lagðir fram reikning- ar sjóðsins og námu eignir alls kr. 13.684,89-. Undir þessa fyrstu fundar- gerð skrifa þessir menn: Sr. Helgi Arnason, Jón Jóns- son, Þorsteinn Matthíasson, Árni Magnússon og Jón Ásgeirsson. Þetta sama ár var samþykkt að lána til samkomuhúss í Ólafsvík kr. 500,- gegn því að sparisjóðurinn megi halda þar fundi sína um aldur og ævi. Sjóðurinn fer þó stuttu síðar að halda fundi sína í barnaskólan- um. Fillaga kom frá Lárusi Skúlasyni um að veita Sr. Helga Árnasyni þóknun fyrir störf hans Sr. Magnús Guðmundsson. hjá sjóðnum, en hann hafði frá upphafi ekkert gjald tekið. Sam- þykkt var að veita honum kr. 600,- sem hann ráðstafaði að sinni vild. Þann 19. ágúst 1908 var Sr. Guðmundur Einarsson kosinn formaður sjóðsins. Þá var sjóður- inn farinn að lána til ýmissa aðila bæði í Ólafsvík og Hellissandi, fyrst og fremst til húsbygginga eða húsakaupa. Fyrr á því ári höfðu templarar á Hellissandi sótt um 15-16 hundruð króna lán til kaupa á samkomuhúsi. Samþykkt var að veita þeim kr. 1.300,- og gefa þeim kr. 200,- árið eftir. Af reikningum sjóðsins frá þess- um tíma, má sjá að smátt og smátt vex sjóðnum fiskur um hrygg. Árið 1912 námu heildar- eignir hans kr. 32.007,32-. Þá var samþykkt að ónýta bók hins forna Menningarfélags frá 1894 og leggja innistæðuna við varasjóð sparisjóðsins. Um þetta leyti fékk hver fulitrúi sem mætti á aðalfund eða aukafund ef til hans kom, 4 krónur fyrir hvorn fund. Umsvif sjóðsins jukust nokkuð á milli ára því árið 1915 námu heildareignir kr. 63.318,28-. For- maður fékk kr. 360,- í laun og skrifstofuhald. Þá voru samin ný lög fyrir sparisjóðinn en uppruna- legar samþykktir eru elcki til. Nýju lögin voru í 24 greinum og hljóðaði fyrsta greinin þannig: “Starf Spari- sjóðsins er að geyma og ávaxta peninga fyrir íbúa Ólafsvíkur, Fróð- árhrepps og Nes- hrepps utan Ennis og með lánum að styðja að gagnleg- um fyrirtækjum í hreppum þessum, þó skal hann einnig taka fé af öðrum sveita- mönnum og lána þeim með sömu kjörum”. Á aðalfundi 9. febrúar 1918 var m.a. tekið til athugunar bréf stjórnarráðs frá 31. maí 1917 varðandi reglugerð sparisjóðsins. Var eftirfarandi samþykkt færð til bókar: “Að enda þótt stjórn sparisjóðs-

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.