Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 10
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 farsællega í höfn. Það vakti einnig athygli mína þegar landlegur voru um helgar hvað Guðmundur var jafnan snyrtilega klæddur og þess- ar litlu fallegu dætur hans héngu utan í pabba sínum, er hann gekk leiðandi þær um göturnar. Víglundur Jónsson var allt önnur manngerð, fámáll, íhugull og allir Guðmundur Kristjónsson, skipstjóri á Víkingi. vissu að hann var afburða afla- maður með víðtæka þekkingu á miðum og sjósókn jafnt sunnan sem norðan Snæfellsjökuls. Hann fór í land þetta ár og sneri sér ein- göngu að útgerð og uppbyggingu fiskverkunarstöðvar sinnar Hróa h.f. en við m/b Fróða tók bróðir hans Tryggvi Jónsson á vertíðinni 1954 og reyndist afburða fiski- maður. Eg minnist þess er ég horfði á Víglund Jónsson ganga til báts síns beinan í baki, einbeittan á svip með bitakassann sinn undir hendinni því þá var enn ekki farið að hafa kokk sem sjötta mann í áhöfn. Það kom ekki fyrr en með sjómannasamningum um miðjan sjötta áratuginn. Það var því mik- ið álag á sjómannskonurnar og mæðurnar og heimili þeirra í Ólafsvík að bua út sólarhrings- nesti hvern dag í bitakassana fyrir sjómennina sem voru í sumum tilfellum margir frá sama heimili og á ýmsum bátum, er komu að landi á mismunandi tímum sólar- hringsins og fóru líka í róður á ólíkum tíma. Á þessum árum var talsverð spenna í atvinnuuppbyggingu í Ólafsvík milli samvinnumanna er áttu viðskipti sín mest í Dagsbrún og annarra sem studdu Kaupfélag Ólafsvíkur sem var undir fram- kvæmdastjórn Einars Bergmanns og Hraðfrystihúss Ólafsvíkur en þá var þar framkvæmdastjóri Markús Einarsson ættaður frá Syðri-Tungu í Breiðuvík. I við- skiptum við hraðfrystihúsið voru þá 4 bátar að mig minnir og af þessum ástæðum kynntist ég seinna þeim ágætu sjósóknurum og skipsstjórnarmönnum er þar voru í forsvari, en eftir því sem ég man best var þá Guðni Sumar- liðason með m/b Hafölduna, en Guðni mun hafa fyrstur skipstjóra farið að stunda þorskveiði í netum frá Ólafsvík sem varð svo ráðandi veiðarfæri í lok áratugsins. Jón Steinn Halldórsson var þá með m/b Glað í eigu föður síns. Eg tók eftir þessum myndarlega unga manni í fyrsta sinn er ég sá hann stingandi veðurbörðu andlitinu út um stýrishúsgluggann á Glað er hann lagði bátnum að bryggju eft- ir erfiða sjóferð á móti veðri og snjóbyl en það var ekki fyrr en með komu m/b Hrannar 1956 sem ég sá í fyrsta sinni hverfi-eða snúningsrúðu í stýrishúsinu, sem gerði skipsstjórnarmönnum kleift að sjá út um hreina gluggarúðu. Kristmundur bróðir hans var þá með m/b Mumma, og þótti ekki mjög traustur 'mannskapurinn á bátnum er hann hóf sína skip- stjórn, en mér þótti Kristmundur einkar léttur í spori og áhugasam- ur um að allt gengi vel á sinni fyrstu skipstjóra vertíð, enda átti hann eftir að sína síðar á sínum skipstjórnarferli hversu dugmikill og hæfileika ríkur hann var á þessu sviði. Þegar hann féll frá mun hann hafa átt einna lengstan samfelldan skipstjóraferil allra samtíðar Ólsara. Loks má svo nefna Guðlaug Guðmundsson þann skemmtiiega og skrautlega skipstjóra sem var með m/b Tý þennan vetur og stýrði af alkunnri farsæld. Þessa fyrstu vertíð mína í Ólafs- vík var fremur slakur afli en sjór- inn fast sóttur og í febrúar mán- uði féll sjómaður út af bát og drukknaði. Skynjaði ég og er mér minnisstæð samúðin og sam- kenndin sem verður í svona litlum samfélögum þegar svo hörmulegir atburðir gerast í lífsbaráttu fólks- ins. Það hafði sterk áhrif á mig nýkominn í plássið. Sumarið 1953 var hér ágæt síldveiði í reknet og bárust stund- um á annað þúsund tunnur á land á einum sólarhring. Var því mikil síldarsöltun og fjör í atvinnulíf- inu. Taldist mér til að á tímabili hefðu verið margir tugir aðkomu- fólks að störfum í Ólafsvík það sumar og mikill skortur á vinnu- afli þó allir lausir menn úr nær- liggjandi sveitum væru hingað komnir. T. d. fékkst enginn mað- ur í uppskipunarvinnu eitt sinn er Skjaldbreið kom með vörur og urðum við Hermann Sigurðsson, og Aðalsteinn Guðbrandsson starfsmenn Dagsbrúnar að hand- langa 26 tonn af vörum úr upp- skipunarbát í land. Um haustið var mikil síldveiði í Grundarfirði og þá gekk hér yfir eitt mesta stór- viðri og mannskaðaveður sem ég minnist frá Ólafsvíkurárum mín- um er m/s Edda fórst næstum við hafnarbryggjuna í Grundarfirði og með henni nokkrir sjómenn en meiri hluti áhafnarinnar bjargað- ist. Vaxandi útgerð - fjölgun aðkomufólks Árið 1954 hófst með 25. jóla- balli Ungmennafélagsins Víkings á Nýársdag og var þá mikið um dýrðir og minntist fólk sérstaklega starfa Árna á Bern að þessum mál- um. Var þarna mikið fjölmenni og fannst mér áberandi einlæg gleði sjómannanna og fjölskyldna þeirra á þessari stundu og ein- hvern veginn skynjaði ég þessa samkomu eins og lognið á undan storminum er fylgdi hinni krefj- andi og áhættusömu vertíð er var framundan . Vetrarvertíðin 1954 var engin sérstök aflavertíð, en minnisstæð- asti atburðurinn frá þeim tíma er tengist sjósókn er þegar m/s Orri hraktist út úr Ólafsvíkurhöfn og sökk norður af Snoppunni með Þórð á Dagverðará um borð. Um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.