Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 69

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 69
67 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 balli og kíkti í glas. Við keyrðum niður á bryggju og ég kvaddi kon- una rnína og fór um borð, þar sem fyrsta verkið beið mín. Eg átti að hjálpa til við að gera trollið klárt. Eg var þegar orðinn sjóveik- ur þó báturinn væri ennþá bund- inn við bryggju. Eg ákvað að láta mig hafa það, enda var ég svo vit- laus að fara á ball og drekka svona mikið, rétt áður en ég fór í mína fyrstu, alvöru sjóferð. ELg held að ég sé ekkert að ýkja, en ég var svo sjóveikur í tæpa tvo daga, að ég gerði ekkert annað en að gubba. Mannskapurinn var ntjög al- mennilegur við mig og sagði ckk- ert þótt ég væri hálfgerður aum- ingi. En eftir þessa tvo daga kom að því að skipstjórinn, Hilmar Hauksson, vorkenndi mér svo mikið og gaf mér sjóveikiplástur ( Svissneskan). Eftir það leið mér mjög vel og fór að njóta þess að vera á sjónurn. Eg vandist vinn- unni og gat unnið flest öll störf um borð. Eg var eldei alveg nógu klár að beita hnífnum (kútta og svoleiðis) svo ég var látinn vinna undir dekki við að ísa fiskinn, sem mér fannst mjög gaman að gera. ÍBÚnR SNnEF€LLSBnEJRR! Frá og með 1. júlí n.k. verða allir landsmenn að greiða í lífeyrissjóð. Undirritaður getur gefið allar upplýsingar um þá möguleika sem eru í þeim efnum. Þá er ég með miðlun á SUN-LIFE sem er breskt tryggingafélag sem nýtur ábyrgðar breska ríkisins. Sun-life hefur verið starfandi frá árinu 1810 og fjárfestir í hlutabréfum og ríkisskuídabréfum á jörðinni allri. Avöxtun í Sun-life hefur verið mjög há á 20 ára tímabili, tölur sem við Islendingar höfum ekki séð. Sun-life greiðir sparnaðinn út í eingreiðslu í lok samnings og greiðir viðkomandi ekki tekjuskatt af sparnaðarupphaðinniþegar hún er greidd út. Alla nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 891 8996 Stefán Garðarsson, Hraunteig 14, Reykjavík Eiginlega fannst mér allt mjög spennandi og skemmtilegt þ.e. þetta var allt nýtt fyrir mér. Mórallinn um borð var einnig mjög góður. Maturinn frábær og alltaf nóg af heitu kaffi og kökum. Ekki fyrir óreynda Tíminn leið mjög hratt og fyrr FróðiSH 15. en varði var ég búinn að vera 5 daga úti á sjó og við vorum búnir að veiða ca. 26 tonn. Það var gaman að geta fylgst með vinn- unni frá byrjun til enda, hvernig trollinu var kastað, togað og síðan híft. Þá var fiskurinn unninn, ís- aður og svo að lokum löndunin sjálf. Eg fékk tækifæri til að taka hluta af ævintýrinu upp á videó svo ég get rifjað upp minningarn- ar þegar ég fæ heimþrá til Islands og sjávarins. Það var tvennt sem ég lærði af þessari reynslu. I fyrsta lagi þýðir ekkert að fara á ball og drekka sig fullan sama kvöld og maður ætlar á sjó og í öðru lagi er sjómennsk- an ekkert fyrir óreynda skrif- stofukarla, sem sjaldan hafa unnið líkamlegt erfiði. Eg vil þakka öll- um þeim sem gerðu mér kleift að öðlast þessa reynslu og er þessi minning mér ómetanleg. Við hjónin óskum öllum sjómönnum innilega til hamingju með daginn og við erum hjá ykkur í huganum ídag. Martin og Guðríður.

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.