Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 15
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
13
það var ekki fyrr en 10. desember
sama ár sem hann réði sig fram-
kvæmdastjóra hraðfrystihússins.
Hann dró enga dul á það að hon-
um litist ekki sérlega vel á verk-
efnið og hafði í upphafi ekki aðrar
fyrirætlanir en að starfa við þetta í
eitt ár. Stjórnin virðist hafa borið
til hans fullkomið traust og gefið
honum frjálsar hendur um endur-
reisn fyrirtækisins. Sýndist fara lít-
ið fyrir afskiptum hennar af verk-
um hans. Raunin varð hinsvegar
sú að Rögnvaldur var fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss
Hellissands til dauðadags, 24.
nóvember 1994 eða í 44'ár, síð-
ustu árin ásamt syni sínum Olafi
Rögnvaldssyni.
Það sem dregið hefur Rögnvald
til þessa erfiða verkefnis hefur lík-
lega elcki síst verið það að hér var
hann kominn nærri sínum heima-
slóðunt. Hann var fæddur á
Brimilsvöllum í Fróðárhreppi
þann 18. júlí árið 1917 og voru
foreldrar hans Ólafur Bjarnason
bóndi þar og umboðsmaður ríkis-
jarða og kona hans Kristólína
Kristjánsdóttir. A Brimilsvöllum
hafði hann alist upp. Hann gekk
ungur í Reykholtsskóla, hóf eftir
það störf við hraðfrystiiðnaðinn
og var starfandi í Innri-Njarðvík
þegar hann fékk þessi tilmæli að
taka að sér Hraðfrystihús Hell-
issands. Eftir að hann kom á
Hellissand gekk hann að eiga
Jónu Unni Ágústsdóttur frá
Mávahlíð. Jóna átti fyrir dóttur-
ina Þuríði en saman eignuðust
þau soninn Ólaf sem starfað hefur
við fyrirtækið frá því á unglings-
aldri og verið framkvæmdastjóri
þess í seinni tíð. Þau hófu búskap
í húsinu Vinaminni sem stóð vest-
ur undir Keflavíkurvörinni, þar
sem nú mætast Keflavíkurgata og
Naustabúð en byggðu sér síðar
íbúðarhús að Naustabúð 9 og
bjuggu þar meðan Rögnvaldur
lifði. Húsið Vinaminni varð eldi
að bráð árið 1982 og sjást engin
merki þess lengur en hóllinn sem
það stóð á hefur verið jafnaður út.
Eins og áður er getið voru tím-
arnir að ýmsu leyti að breytast í
þorpinu og aðstæður allar og blik-
ur voru á lofti um að verkefnið
mætti takast þegar Rögnvaldur
kom hingað vestur. Hafin var
bygging landshafnarinnar í Rifi.
Von var á vegasambandi fyrir Jök-
ul og vatnsveita hafði verið lögð í
þorpið niður að brúnni á Hösk-
uldsá þótt dreifikerfi væri enn
ekki komið á. Rafmagn fékk
þorpið frá vélum hraðfrystihúss-
ins. Rögnvaldur kom fljótlega
auga á að verkefnið var ekki óyfir-
stíganlegt og eftir að hafa komið
hraðfrystihúsinu í gang að nýju,
m.a. með því að gera upp vélar
þess, fór hann að huga að
annarri verkun, svo sem saltfisk-
verkun og skreiðarframleiðslu, á
árunum í kringum 1960. Mark-
aður var fyrir saltfisk á Spáni og í
Portúgal og varð Hraðfrystihús
Hellissands með stærstu fram-
Sigurður Sandhólm Magnússon.
leiðsluaðilum í landinu um skeið
en markaður fyrir skreiðina var í
Nígeríu.
Hóf Rögnvaldur að bæta við
þær byggingar sem fyrir voru til
að lagfæra aðstöðuna og styrkti
hann með því aðstöðu þess á allan
hátt. En það sem e.t.v. skipti
fljótlega sköpum var það að hann
lét árið 1952 reisa beinamjöls-
verksmiðju við hraðfrystihúsið
sem skilaði fyrirtækinu fljótlega
ágætum arði. Bygging beina-
mjölsverksmiðja fór eins og bylgja
um landið á þessum árum og risu
þær víða. I il að tryggja hráefni
gerði hann frystihúsið þátttakanda
í útgerð og eignaðist það hlut í
bátnum Breiðfirðingi SH og síðar
gerði hann út bátinn Sæborgu SH
á eigin spýtur. Rögnvaldur gerði
sér góða grein fyrir mikilvægi þess
að fyrirtækinu væri tryggt nægjan-
legt hráefni. Hráefnið fékk hann
að mestu leyti úr bátum í Krossa-
vík framan af en það átti eftir að
breytast með tilkomu Rifshafnar.
Litlar breytingar urðu á hrað-
frystihúsinu sjálfu fyrstu árin en
allt þokaðist það þó fram á við og
sífellt var hann að breyta og bæta
aðstöðuna við frystihúsið. Það er
lítill vafi að það var Hellissandi
mikið lán að Rögnvaldur Ólafs-
son skyldi fást til að taka þetta
verkefni að sér. Hann var góðum
gáfum gæddur og var einstaklega
glöggur á allan rekstur og tölur
og minni hans óvenju trútt.
Þannig var oft til þess tekið, þótt
í gamansemi væri, að fljótlegra
væri að spyrja Rögnvald um
birgðir og innstæður á reikning-
um en að fletta upp í bókum fyr-
irtækisins, hvort sem þær væru
hand- eða tölvufærðar. Hæfni
hans til að meta með skjótum
hætti hvað gat verið hagkvæmt,
hvað gat borgað sig eða staðið
undir sér var með ólíkindum og
fyrir bragðið lánaðist honum að
gera þetta fyrirtæki sem í rauninni
var komið í þrot þegar hann tók
við því að einu öflugasta sjávarút-
vegsfyrirtæki á Snæfellsnesi.
Sigurður “Sandhólm”
Magnússon verkstjórií
Hallsbæ
Það var Rögnvaldi vafalítið
mikið lán að fljótlega eftir að
hann tók við rekstri hraðfrysti-
hússins réðist til hans sem verk-
stjóri og matsmaður Sigurður
Magnússon sem ævinlega var kall-
aður Sigurður Sandhólm. Kom
það nafn til af því að hann hafði
frá fermingaraldri alist upp á
Hellissandi hjá föðurbróður sín-
um Jóhannesi Sandhólm og konu
hans Kristínu Helgadóttur frá
Gíslabæ á Hellnum. Festist við
hann Sandhólms nafnið af þeim
sökum. Annars var hann fæddur í
Stóru-Tungu á Fellsströnd en
missti móður sína 6 ára gamall.
Ólst hann upp með föður sínum
eftir það til fermingaraldurs.
Voru þeir feðgar aðallega í Stykk-