Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 79
77
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
Verið að leggja fisk í lausfrysti hjá Kristjáni Guðmundssyni hf.
F.v. Guðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Teresa Jacunska, Anna Jónas-
dóttir og Sigurlín Sigurðardóttir. Mynd: P.S.J.
vinnulífsins og þá ekki síst
um sjómennskuna.
Atvinnulífið og skólarnir
verða að taka höndum
saman um að fræða ung-
menni þessa lands um
hvaðeina sem snertir
grunnatvinnuvegi þjóðar-
innar. Island verður um
ókomna tíð fiskiþjóð sem
byggir á þeim auðlindum
sem næst okkur eru. Nýt-
ing þeirra auðlinda kemur
til með að haldast í hendur
við þá þekkingu og reynslu
sem sjómenn fyrri alda
hafa aflað og þeirrar tækni
sem hefur rutt sér til rúms á und-
anförnum áratugum og á eftir að
taka stórkostlegum stakkaskiptum
á komandi áratugum. Starf sjó-
mannsins er að verða hátæknistarf
þar sem þarf viðamikla þekkingu
til að ná árangri í starfi. Ekki ein-
asta þarf sjómaðurinn að kunna
skil á tiltölulega flóknum tækja-
búnaði heldur þarf hann að vera
meðvitaður um hvaða verðmæti
hann er með í höndunum og á
hvern hátt á að meðhöndla það.
Til þess að slíkt lánist þarf að vera
til staðar mikil þekking á einum
stað.
Meiri fræðsla
Ég er ekki viss um að margir
átti sig á þeirri breytingu sem orð-
ið hefur á starfi sjómannsins og
telji að hér sé eingöngu um vos-
búð og slark að ræða um borð í
sóðalegum fiskiskipum þar sem
blótsyrði hrjóta af hvers manns
vörum og umræður séu með þeim
hætti að lítið vit sé í. Kannski
forðast fleiri en þurfa þetta göfuga
starf á þessum forsendum. Við svo
búið má ekki lengur standa
og því þarf að koma tii
fræðsla. Það má ekki verða
svo í framtíðinni að flotinn
verði mannaður erlendum
áhöfnum, líkt og gerist í
fiskvinnslunni. Með því
tapast úr landi sú verkþekk-
ing sem þarf til þess að
þjóðin haldi sjálfstæði sínu
um ókomna tíð. Skip-
stjórnarmenn,vélstjórar,há-
setar, beitið ykkur fyrir
fræðslu inni í grunnskólum
landsins annað hvort með
kaupum á fræðsluefni fyrir
skólanna eða reglubundn-
um heimsóknum þangað. Hægt
væri t.d. að byrja á „ sjómanna-
degi í skólunum sem síðan gæti
undið upp á sig og orðið af föst-
um lið eða fastri námsgrein í
grunnskólum landsins. Ég skora
á sjómannadagsráð um allt land
að gera sérstakt átak varðandi
uppfræðslu ungmenna á sjó-
mannsstarfinu og mikilvægi þess.
Með bestu kveðju,
Haukur Már Sigurðarson.
Skipaþjónusta Skeljungs
OsAivn s/ófnönnum otj^JJö/s/iy/t/tvn fiev'/Hi
ti/ /uvnvigju med t/ayvin /
UmboðsmaSur Skeljungs á Hellissandi, Rifi og í Ólafsvík er Svanur Aðalsteinsson
Símar hjá Svani eru h.s. 436 6769 og farsími 852 4369. fax: 436 6950
Sjómenn!
Heillaóskir á
Sjómannadaginn!
g0 0 0 B □ Bl
SIlíBJ. JLf
f/(o(e/ oty^ tyt,s/t/f f/tfJ //(ÓftJi
Ólafsbraut 20, Ólafsvík, sími: 436 1650