Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 71
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
69
ásamt HÓ að kaupa togarann
Lárus Sveinsson frá Frakklandi.
Eg fæ þar pláss sem annar stýri-
maður og er þar á fjórða ár.
Gvendur var skipstjóri og Erling-
ur Helga fyrsti sfyrimaður. Seinna
á árinu fer ég að leysa af sem sfyri-
maður þar sem menn vildu fá sín
frí sem eðlilegt var. Það var alveg
nýtt fyrir mönnum þessi togara-
vinna. Menn stóðu bara sex tíma
vaktir og frí á milli nema þegar
mikill afli var. Þetta var allt annað
en að vera á togbátunum. Það
voru góðar tekjur á þessum tíma á
Lárusi. Menn máttu veiða eins og
þeir gátu og eitt árið komum við
með 3000 tonn
að landi. Hjá
okkur var lestin
full með 110
tonn og við lönd-
uðum mest 160
tonnum.
Árið 1981
kemur Steinþór
Guðlaugsson að
máli við mig, en
þá er Lárus í
slipp, og býður
mér pláss sem
sfyrimaður á
Guðlaugi Guð-
mundssyni. Það Gott hal á Guðlaugi
er 26 metra tog-
skip sem Enni hf er að láta smíða
á Isafirði. Ég var alveg sannfærður
um að það væri bingó að fá svona
skip hingað en var samt lengi að
ákveða mig hvort ég ætti að skipta
en ég sá svo ekkert eftir því. Þessi
tími sem stóð yfir í eitt ár var æv-
infyri líkast. Á þessu ári fengum
við 1630 tonn. Við vorum átta og
níu í áhöfn svo að þetta voru eng-
in smá afköst hjá okkur. Mest af
þessum afla var fenginn við Vest-
mannaeyjar í febrúar til maí. Við
máttum veiða eins og við gátum
og þurftum ekki að kútta. Vinnsl-
an vildi fá fiskinn ekki eldri en
sólarhrings gamlan. Eina nóttina
fengum við 76 tonn af þorski,
ufsa og ýsu. Á þessum árum mátti
vera á veiðum alveg við Eyjarnar.
Þó að þessi mikli afli hafi fengist
var reksturinn erfiður svo að skip-
ið var selt ári eftir að það var
smíðað. Á þessum árum var mikil
verðbólga. Við höfum rætt það
síðar við Steini að aðeins innan
við ári seinna þá byrjar útflutning-
ur í gámum fyrir alvöru og þá var
það alveg gull hjá þeim skipum
sem það stunduðu. Það var gott
að vera með Steinþóri.
Eignast fyrsta bátinn
Eftir að ég hætti á Guðlaugi er
ég með Fróða í eitt ár bæði á trolli
og línu og síðar á netum. Á þess-
um árum er ég farinn að hugsa
mér að fara sjálfur í útgerð og
kaupa mér bát. Byrja á litlum og
stækka svo meira. Á þessum árum
Guðmundssyni.
er mikill samgangur á milli okkar
Ásbjörns Óttarssonar og við för-
um á fulla ferð að kaupa bát. Það
endar með því að við kaupum tíu
tonna plastbát og skírum hann
Tjald. Þetta var norskur bátur og
ekki sérlega hentugur til veiða.
Hann var frekar stuttur með
mikla yfirbyggingu. Við byrjuð-
um á handfærum og erum úti á
sjó allt sumarið og línu um haust-
ið og svo á netum. Þetta gekk svo
vel að við eignuðustum hann á
fyrsta árinu. Þennan bát áttum
við í tvö ár og lönduðum hjá HH
því Óli Rögg reddaði okkur pen-
ing í útborgun fyrir honum.
Þegar við seldum bátinn réð ég
mig á frystitogara. Þá var það allt
saman að byrja og menn höfðu
góðar tekjur á þeim skipum og
það freistaði margra þó útiveran
væri löng. En þessi sjómennska
var ekki við mitt hæfi og mér leið
bara illa um borð þannig að ég
hætti eftir sex mánuði.
Þetta ár, 1983 lét ég smíða
Gáska og átti hann í um fimm ár,
ég skírði hann Elís Bjarnason.
Þegar settur var kvóti á þessa báta,
og kerfinu lokað, fékk ég 97 tonn
eftir þá reynslu sem ég hafði unn-
ið mér inn en það var miðað við
þrjú árin á undan. Ég var að fiska
góð 200 tonn á ári og það gekk
bara vel. Ég var fyrst á handfærum
og svo tók ég línutvöföldunina og
svo netin í mars og apríl og þá
kláraðist kvótinn. Það var alltaf
verið að skerða kvótann og ég var
kominn niður í um 40 tonn þegar
ég seldi bátinn. Eitt
árið fiskaði ég 260
tonn en af því
leigði ég kvóta fyrir
11 milljónir þannig
að þetta bara gat
ekki gengið svona
þegar upp var gert.
Þessir karlar sem
voru á bátum undir
6 lestum máttu þá
alveg djöflast og
veiða og veiða. Það
var ekkert annað að
gera en að leita sér
að góðum bát und-
6 lestum og ég
keypti mér þennan
bát sem ég á núna, Fanneyju SH
248. Þessi flokkur fékk að veiða
frjálst fyrstu tvö árin og síðan
fengu menn að velja daga eða
kvóta og ég valdi hann þar sem ég
hafði svo góða viðmiðun eða 95
tonn af þorski og ýsu og steinbít
frjálsan og einnig er ég með grá-
sleppuleyfi.
Auka kvótann strax
um 40 þús. tonn
Fiskmarkaðirnir hafa breytt
geysilega miklu fyrir útgerð í dag.
Menn geta losnað við allan fisk og
líka svokallaðar aukategundir sem
lítið verð var á áður en seljast nú á
góðu verði. Það gengur vel að gera
út í dag hjá flestum. Þetta kerfi er
útgerðarvænt ef svo má segja. Ég
er alveg sáttur við mína útkomu
en árið 1996 fiskaði ég fyrir 13,6
Mynd: Birgir Þorsteinsson. lf