Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 66
64
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
ÞEGAR VÉLBÁTURINN
ÓÐINN SH 204 STRANDAÐI
Eftir Leó Guðbrandsson fyrrverandi sparisjóðsstjóra
Kallaður í róður
Á skírdag þann 2. apríl 1942
strandaði vélbáturinn Óðinn við
Brimilsvelli.
í áhöfn Óðins voru 6 menn.
Auk mín voru Ingólfur Kristjáns-
son, sem var skipstjóri, Guðjón
Jónatansson vélstjóri, Trausti
Víglundsson, Elías Þórarinsson og
Haraldur Guðmundsson en hann
var yngstur okkar aðeins 15 ára
gamall. Haraldur er nú þekktur
skipstjóri og útgerðarmaður.
Óðinn var 12 tonna dekkbátur
sem stundaði á þessum tíma línu-
veiðar. Starf mitt fyrir útgerðina
var beitning í landi. Þennan ör-
lagaríka dag var ég kallaður í róð-
ur, þar sem viðbótar mannskaps
var þörf, en slægja þurfti fiskinn,
sem selja átti í ísfiskiskipið Sigríði,
70 tonna stálbát, sem lá í Grund-
arfirði. Þetta skip var í siglingum
með ísfisk til Englands í stríðinu.
Þessi háttur á útflutningi fersks
fisks var algengur á stríðsárunum
og Bretum mjög mikilvægur svo
sem kunnugt er.
Okkur kom á óvart að kallað
skyldi til róðurs á skírdag, en við
höfðum áður fengið að vita að
ekki yrði róið þennan dag. Ekki
ræddum við það frekar.
Eins og þá, sem komnir eru yfir
miðjan aldur rekur eflaust minni
til var Ólafsvíkurhöfn á þessum
tíma lítil. Bátar stóðu á þurru og
urðu að sæta sjávarföllum við að
komast út og inn í höfnina.
Hællinn rekst í
Lagt var af stað um miðnætti
aðfaranótt skírdags í góðu veðri.
Þegar bátnum var snúið í höfn-
inni vildi ekki betur til en að hæll-
inn rakst harkalega í. Menn gerðu
ekki mikið úr þessu, heldur lögðu
af stað án þess að huga frekar að
því hvort eitthvað hefði skemmst.
Veðrið hélst gott og gengu veið-
arnar eðlilega fyrir sig. Þegar bát-
urinn var færður á milli bóla lagð-
ist ég fyrir, framan við lúkarskapp-
ann og sofnaði. Skyndilega hrekk
ég upp með andfælum. Ofan á
brjóstið á mér hafið verið lögð
tindabikkja. Mér brá illilega,
greip tindabikkjuna og þeytti
henni í áttina að þeim, sem ég
grunaði um grikkinn. Þá vildi
ekki betur til en svo að ég reif illi-
lega á mér höndina. Opnaðist
stærðar skurður á henni svo foss-
blæddi og varð ég óvinnufær það
sem eftir var róðursins.
Þegar drætti línunnar lauk var
haldið af stað til Grundarfjarðar
og gekk ferðin tíðindalaust fyrir
sig. Er á leið fór að vinda að aust-
an. I Grundarfirði var landað um
borð í Sigríði. Að löndun lok-
inni, um kvöldmatarleytið var lagt
af stað heimleiðis og var sigld
grunnleið út með Búlandshöfða.
Austan kaldi var á, en sífellt bætti
í vindinn.
Varir við leka
Við Búlandshöfða urðum við
skyndilega varir við, að leki var
kominn að bátnum. Hófumst við
þegar handa við að dæla sjó úr
honum. Lekinn jókst mjög hratt
og brátt varð ekki við neitt ráðið.
Þá ákvað skipstjórinn að drepa á
vélinni til að koma í veg fyrir
skemmdir á henni. Við vildum
freista þess að bjarga bátnum og
reistum því segl, en þau voru al-
geng á skipum á þessum tíma, -
einkum var gripið til þeirra þegar
í nauðir rak.
Nú var svo komið, að sjór var
orðinn það mikill í bátnum að við
höfðum hvorki við með að dæla
með dekkdælu eða ausa. Á þessari
stundu gerðum við okkur ljóst að
mjög skammur tími væri til
stefnu. Borin von var að við næð-
um til Ólafsvíkur. Grípa þyrfti til
annarra ráða. Skipstjórinn ákvað
eftir skamma umhugsun að breyta
stefnunni og sigla bátnum inn á
Vallnavíkina.
Á þessum árum var björgunar-
búnaður um borð í bátum af þess-
ari stærð fátæklegur. Hvorki var
þar að finna björgunarbát, fleka,
blys, línubyssur eða flotgalla eins
og nú tíðkast. Eini búnaðurinn
sem var um borð voru bjögunar-
vesti úr korki. Þó talstöð væri í
Óðni var til lítils að kalla eftir að-
stoð því aðeins einn annar bátur
var á sjó auk þess sem talstöðvar
voru lítið notaðar þar sem heims-
styrjöldin var í algleymingi.
Kveikt bál á þilfarinu
Ingólfur skipstjóri greip til þess
ráðs að skipa okkur að sækja dýn-
urnar úr kojunum og koma með
þær upp á þilfar. Þar kveikti
hann í þeim til að vekja athygli á
nauð okkar. Þetta bar árangur
því menn í Ólafsvík urðu fljótlega
varir við reykinn frá bátnum.
Gerðu þeir sér strax grein fyrir því
að eitthvað væri að og fór einn
bátur af stað frá Ólafsvík okkur til
aðstoðar. Af óskiljanlegum ástæð-
um snéri báturinn við þegar hann
var kominn að Bullunni.
Menn á Brimilsvöllum höfðu
einnig komið auga á að eitthvað
alvarlegt var á seiði hjá okkur.
Þeir náðu hinsvegar ekki síma-
sambandi við Ólafsvík til að láta