Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Side 6
4
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
Ásgeir Jóhannesson:
SJÓSÓKN OG MANNLÍF í ÓLAFSVÍK 1952-1959
með augum aðkomumanns
Höfiind þessarar frásagnar, Ás-
geir Jóhannesson, þekkja margir.
Ásgeir, sem er Þingeyingur,
fæddur og uppalinn á Húsavík,
fluttist hingað til Olafsvíkur í
upphafi 6. áratugarins til starfa
sem fulltrúi hjá Kaupfélaginu
Dagsbrún. Hér kynntist hann
eiginkonu sinni, Sæunni
Sveinsdóttur og hófii þau hér
sinn búskap. Áratug síðar
fluttust þau suður þar sem Ás-
geir hóf störf hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins sem hann síðar
varð forstjóri fyrir.
Ásgeir er einnig þeklctur af
félagsstörfúm sínum, m.a. sem
einn af frumkvöðlum Sunnu-
hlíðarsamtakanna í Kópavogi.
Komið til Ólafsvíkur
Það var í ljósaskiptunum
ldukkan rúmlega 4 síðdegis laug-
ardaginn 22. nóv. 1952 sem mér
birtist Ólafsvík í fyrsta skipti.
Áætlunarbifreið Helga Pétursson-
ar undir stjórn Ágústs Ásgríms-
sonar frá Borg í Miklaholtshreppi
renndi þá inn í þorpið sem taldi
516 íbúa.
Mér var fátt kunnugt um Olafs-
vík á þessum tíma. Þó hafði
minn góði sóknarprestur á Húsa-
vík sr. Friðrik A. Friðriksson sem
ólst upp í Ólafsvík í byrjun þess-
arar aldar kallað mig heim til sín
og frætt mig um mannlíf þar nær
50 árum áður er hann var í æsku.
Hann bað fyrir sérstaka kveðju til
fjögurra vina sinna þar sr. Magn-
úsar Guðmundssonar, Stefáns
Kristjánssonar, Láru Bjarnadóttur
og Þórheiðar Einarsdóttur, er
seinna varð tengdamóðir mín.
Svo undarlega vill til að nú nær
hálfri öld eftir að ég kom til
Ólafsvíkur er ég beðinn að rifja
upp minningar er tengjast sjósókn
og mannlífi hér á staðnum á þeim
árum er ég dvaldi hér rétt eftir
miðja öldina. Þannig nær fræðsl-
an og minningarnar yfir nær 100
ár úr sögu Ólafsvíkur.
Að kvöldi komudags var haldin
hátíðarsamkoma í samkomuhús-
inu í tilefni af 60 ára afmæli
Ólafsvíkurkirkju og þangað buðu
Inga og Þorgils Stefánsson mér
þannig að á einni kvöldstund sá
Sumarið 1955, Ásgeir Jóhannesson og Sæunn Sveins-
dóttir með elsta barn sitt, Sigríði Berglindi sem fæddist í
elsta húsi staðarins, - Dagsbrúnarhúsinu, sem reist var
1843.
ég í svipmynd stóran hluta þess
fullorðna fólks er þá bjó í byggð-
arlaginu og ég átti eftir að kynnast
á næstu árum og tengjast böndum
vináttu og kunningsskapar. Þarna
fór fram all fjölbreytt dagskrá með
kórsöng og ræðuhöldum og að
lokum var dansað.
Daginn eftir fékk ég mér
gönguferð um þorpið. Það var
merkileg reynsla því eitt það
fyrsta sem við blasti er ég kom
niður að höfninni var að 6 bátar á
að giska 18-25 tonn að stærð
stóðu allir algerlega á þurru inni í
höfninni og lágu þar í 2 eða þrem
röðum hver utan á öðrum en sá er
næst lá bryggjunni var bundinn
við polla þar. Norðurgarður hafn-
arinnar var ekki kominn með
skjólgarð ofan á bryggjuna nema
rétt fremst, en náði lítið eitt aust-
ur fyrir hafnarkjaftinn og þar
sleikti sjórinn fremsta hluta hans
um háfjöru sem einmitt var er
mig bar þar að. Vegurinn þangað
var erfiður vegna djúpra hjólfara.
Ég var lengi að átta mig á því
hvað hér væri raunverulega um að
vera og hvernig í ósköpunum bát-
arnir gætu stundað sjósókn við
þessar aðstæður. Norður á Húsa-
vík þaðan sem ég kom voru allt
aðrar aðstæður við höfnina og
mildu minni mismunur flóðs og
fjöru en hér við Breiðafjörð. Síð-
ar þennan sama dag fylltist svo
höfnin á flóðinu og allir bát-
arnir komust á flot. Rann það
þá upp fyrir mér að róðrar hér
væru mjög háðir sjávarföllum
og veðráttu ef takast ætti að
landa við þann hluta Norður-
garðsins sem hafði flot á fjör-
unni og komast með skjótum
hætti aftur í róður. Jafnframt
varð að hífa línustampana him-
inhátt og losa stundum fiski-
körin á bryggjuna og henda
fiskinum þaðan aftur upp á bíl
með handafli þar sem möstur
skipana náðu vart upp fyrir
bryggjukantinn á fjörunni. Síðar
átti ég eftir að kynnast aðstæðum
við höfnina mildu betur, frábær-
um dugnaði og harðfylgi sjó-
mannanna og þeirri framþróun
sem varð í hafnarmálum á næstu
árunum, sem lauk með þeirri
glæsilegu höfn áratugum síðar
sem Ólsarar búa við í dag. Það
vakti þá og athygli mína að síldar-
tunnur stóðu í stæðum í nágrenni
hafnarinnar og er ég spurðist fyrir
um hvernig á þeim stæði var mér
sagt að um sumarið hefði verið
söltuð síld af reknetabátum og
mundi það hafa verið í fyrsta sinn
sem slíkt hefði verið gert. Var enn
eigi að fullu lokið útskipun síldar-
innar er hér var komið enda erfitt
um vik þar sem engin millilanda
skip komust upp að bryggju í
Ólafsvík og þurfti því að skipa öll-
um útflutningi út á “bringinga-
skipum” en svo kölluðu Ólsarar
stóra útskipunarbáta. Það var ekki
fyrr en sumarið 1954 sem Skjald-
breið kom í fyrsta skipti að
bryggju í Ólafsvík en þá flutti hún
vélarnar í Fossárvirkjunina. Vet-
urinn áður minnist ég þess að
hafa farið með Víglundi Jónssyni