Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 47
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998
45
Mest var af 5 ára kola, þ.e. ár-
ganginum frá 1992. Þetta er í
samræmi við aldursdreifmgu skar-
kola úr lönduðum afla af svæðinu
sumarið 1997. Einnig var talsvert
merkt af 6 og 7 ára kola en 1990
árgangurinn var nokkuð sterkur
árgangur, enda hefur hann verið
áberandi í veiðum á Islandsmið-
um síðustu ár. Það má líklega
þakka þessum árgangi góða veiði á
grunnslóð við norðanvert Snæ-
fellsnes árið 1994 en það ár var
mikil veiði á smáum kola. Sjó-
menn telja jafnframt að stór koli
hafi verið meira áberandi í veið-
inni sumarið 1997 heldur en síð-
ustu ár, og það má einnig rekja til
þessa sama árgangs.
Um 85 % merktra kola voru
ókynþroska (höfðu aldrei hrygnt).
Svo virðist sem ókynþroska kolar
hafi verið nokkuð vel aðskildir frá
kynþroska kolum, enda fóru
merkingarnar fram á hrygningar-
tíma og hrygningarkolar hafa
væntanlega að mestu haldið sig
dýpra. I lönduðum afla í júní
1997 voru um 85 % kolanna
ókynþroska en í september og
október var rúmlega þriðjungur
kola með þroskaða kynkirtla,
þ.e.a.s. byrjaðir að undirbúa
hrygningu næsta vor.
Endurheimtur merkja
Alls hafa um 200 merki (40 %)
fengist aftur úr merkingunni út af
Ólafsvík en það eru mjög miklar
endurheimtur eftir aðeins eitt ár.
Niðurstöður merldnganna sýna
greinilega hve staðbundinn skar-
kolinn er á grunninu allt sumarið.
A 2. mynd sést hvar endurheimt
merki fengust á mismunandi tíma
árs. Kolar sem merktir voru út af
Ólafsvík dreifðu sér fljótlega um
grunnið, allt frá Skarðsvík að
Grundarfirði en mest veiddist þó
á svæðinu frá Rifi að Klettsvík. I
apríl og maí veiddist hann ein-
göngu á þessum slóðum og svip-
aða sögu má segja um sumarmán-
uðina. Eitthvað af kolanum virð-
ist þó fara norður á Flákann yfir
sumarið, en þar fengust 2 merki
af þeim 61 merkjum sem endur-
heimtust í júní, júlí og ágúst. Um
haustið, allt fram í nóvember, hélt
2. mynd. Endurheimtur úr skarkolamerkingu út af Ólafsvík í apríl 1997, skipt eftir
árstíma.
kolinn sig enn á grunninu út af
Ólafsvík en einn koli fékkst þó á
Beruvík og einn norður á Fláka
(Flólatún). Samkvæmt upplýs-
ingum frá sjómönnum gengur
kolinn af grunninu þegar hausta
tekur og kólna fer í veðri. Haust-
ið 1997 var fremur hlýtt, bæði í
sjó og á landi, og hafði það senni-
lega áhrif á göngur kolans. Kol-
inn veiddist enda vel fram á
haustið og september og október
reyndust þegar upp var staðið
bestu kolaveiði mánuðir ársins, en
ekki ágúst og september eins og
oftast hin síðari ár. Á tímabilinu
nóvember 1997 til mars 1998
fengust engar endurheimtur og
upplýsingar um hvar þessi koli
heldur sig yfir veturinn liggja því
ekki fyrir. I apríl og maí 1998
fóru merktir kolar síðan að skila
sér aftur, annarsvegar ókynþroska
fiskar sem veiddust svæðinu frá
Öndverðanesi að Ólafsvík og
hinsvegar kolar sem fengust á
hrygningarslóð vestur af Reykja-
nesi. Að auki fékkst einn koli á
Vestfjarðamiðum í maí, nánar til-
tekið í Nesdýpiskantinum.
Skarkolamerkingar árin
1956-1962
Árin 1956-1962 fóru fram sum-
armerkingar á grunnslóð út af
Ólafsvík og alls voru þá merktir
733 skarkolar, undir stjórn Aðal-
steins Sigurðssonar. Á 3. mynd
má sjá hvernig endurheimtur
dreifðust á 9 svæði umhverfis
landið, en svæðaskiptingin er þó
nokkuð gróf og ekki er fjallað um
hvernig endurheimturnar dreifð-
ust innan svæða eða eftir árstíma.
Alls fengust aftur 204 merki
(28%), sem eru mun minni end-
urheimtur en í merkingum okkar.
Umræða
Eins og fram hefur komið var
stór hluti skarkolans sem við
merktum út af Ólafsvík vorið
1997 ókynþroska koli sem var
staðbundinn í Breiðafirði allt
sumarið. Þegar vetra tekur hverf-
ur kolinn að mestu af grunnslóð-
inni og hafa sjómenn löngum velt
því fyrir sér hvað um hann verði.
Þeirri spurningu verður ekki svar-