Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 47

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Síða 47
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 45 Mest var af 5 ára kola, þ.e. ár- ganginum frá 1992. Þetta er í samræmi við aldursdreifmgu skar- kola úr lönduðum afla af svæðinu sumarið 1997. Einnig var talsvert merkt af 6 og 7 ára kola en 1990 árgangurinn var nokkuð sterkur árgangur, enda hefur hann verið áberandi í veiðum á Islandsmið- um síðustu ár. Það má líklega þakka þessum árgangi góða veiði á grunnslóð við norðanvert Snæ- fellsnes árið 1994 en það ár var mikil veiði á smáum kola. Sjó- menn telja jafnframt að stór koli hafi verið meira áberandi í veið- inni sumarið 1997 heldur en síð- ustu ár, og það má einnig rekja til þessa sama árgangs. Um 85 % merktra kola voru ókynþroska (höfðu aldrei hrygnt). Svo virðist sem ókynþroska kolar hafi verið nokkuð vel aðskildir frá kynþroska kolum, enda fóru merkingarnar fram á hrygningar- tíma og hrygningarkolar hafa væntanlega að mestu haldið sig dýpra. I lönduðum afla í júní 1997 voru um 85 % kolanna ókynþroska en í september og október var rúmlega þriðjungur kola með þroskaða kynkirtla, þ.e.a.s. byrjaðir að undirbúa hrygningu næsta vor. Endurheimtur merkja Alls hafa um 200 merki (40 %) fengist aftur úr merkingunni út af Ólafsvík en það eru mjög miklar endurheimtur eftir aðeins eitt ár. Niðurstöður merldnganna sýna greinilega hve staðbundinn skar- kolinn er á grunninu allt sumarið. A 2. mynd sést hvar endurheimt merki fengust á mismunandi tíma árs. Kolar sem merktir voru út af Ólafsvík dreifðu sér fljótlega um grunnið, allt frá Skarðsvík að Grundarfirði en mest veiddist þó á svæðinu frá Rifi að Klettsvík. I apríl og maí veiddist hann ein- göngu á þessum slóðum og svip- aða sögu má segja um sumarmán- uðina. Eitthvað af kolanum virð- ist þó fara norður á Flákann yfir sumarið, en þar fengust 2 merki af þeim 61 merkjum sem endur- heimtust í júní, júlí og ágúst. Um haustið, allt fram í nóvember, hélt 2. mynd. Endurheimtur úr skarkolamerkingu út af Ólafsvík í apríl 1997, skipt eftir árstíma. kolinn sig enn á grunninu út af Ólafsvík en einn koli fékkst þó á Beruvík og einn norður á Fláka (Flólatún). Samkvæmt upplýs- ingum frá sjómönnum gengur kolinn af grunninu þegar hausta tekur og kólna fer í veðri. Haust- ið 1997 var fremur hlýtt, bæði í sjó og á landi, og hafði það senni- lega áhrif á göngur kolans. Kol- inn veiddist enda vel fram á haustið og september og október reyndust þegar upp var staðið bestu kolaveiði mánuðir ársins, en ekki ágúst og september eins og oftast hin síðari ár. Á tímabilinu nóvember 1997 til mars 1998 fengust engar endurheimtur og upplýsingar um hvar þessi koli heldur sig yfir veturinn liggja því ekki fyrir. I apríl og maí 1998 fóru merktir kolar síðan að skila sér aftur, annarsvegar ókynþroska fiskar sem veiddust svæðinu frá Öndverðanesi að Ólafsvík og hinsvegar kolar sem fengust á hrygningarslóð vestur af Reykja- nesi. Að auki fékkst einn koli á Vestfjarðamiðum í maí, nánar til- tekið í Nesdýpiskantinum. Skarkolamerkingar árin 1956-1962 Árin 1956-1962 fóru fram sum- armerkingar á grunnslóð út af Ólafsvík og alls voru þá merktir 733 skarkolar, undir stjórn Aðal- steins Sigurðssonar. Á 3. mynd má sjá hvernig endurheimtur dreifðust á 9 svæði umhverfis landið, en svæðaskiptingin er þó nokkuð gróf og ekki er fjallað um hvernig endurheimturnar dreifð- ust innan svæða eða eftir árstíma. Alls fengust aftur 204 merki (28%), sem eru mun minni end- urheimtur en í merkingum okkar. Umræða Eins og fram hefur komið var stór hluti skarkolans sem við merktum út af Ólafsvík vorið 1997 ókynþroska koli sem var staðbundinn í Breiðafirði allt sumarið. Þegar vetra tekur hverf- ur kolinn að mestu af grunnslóð- inni og hafa sjómenn löngum velt því fyrir sér hvað um hann verði. Þeirri spurningu verður ekki svar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.