Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 57

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Qupperneq 57
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 55 Minning FRIÐSTEINN HELGI BJORGVINSSON STEFÁN HELGI BJARNASON Sá sviplegi atburður gerðist 15. júlí 1997 að tveir sjómenn týnd- ust frá Hellissandi sem haldið höfðu til veiða snemma morguns á mb. Margréti SH 196. Síðast heyrðist til bátsins er hann var staddur vestarlega á Flákanum um kl. 14.00 og hugðust þá skip- verjarnir tveir, Friðsteinn Helgi Björgvinsson Naustabúð 8 og Stefán Helgi Bjarnason sem lengst af bjó einnig í Naustabúð 8, fara að leggja til hafnar í Rifi vegna brælu sem skollin var á. Þegar báturinn kom ekki fram á eðlilegum tíma var hafin víðtæk leit bæði úr lofti, af sjó og fjörur gengnar. Leit- in bar engan árangur og þremur dögum síðar voru sjómennirnir taldir af. Þann 22. ágúst var haldin Friðsteinn minningarathöfn í Ingjalds- hólskirkju um þá Friðstein og Stefán og erfisdrykkja fór fram í Félagsheimilinu Röst. Talið er að um 400 manns hafi verið við þessa athöfn á Ingjaldshóli. Sjó- menn á vegum Sjómannadagsráðs stóðu heiðursvörð í kirkjunni en Björgunarsveitin Björg fyrir kirkjudyrum. Prestarnir í Snæ- fellsbæ önnuðust athöfnina í kirkjunni. Friðsteinn Helgi Björgvinsson var fæddur 5. júní 1962 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru, Líneik Sóley Loftsdóttir frá Vík í Kald- rananeshreppi á Ströndum. og Björgvin Friðsteinsson. Frið- steinn Helgi ólst upp í Bæ í Kald- rananeshreppi ásamt móður sinni og fóstra Bjarna Guðmundssyni sem gengið hafði honum í föður- stað. Friðsteinn Helgi lærði vél- stjórn og stjórn lítilla fiskiskipa og hafði réttindi til að fara með Helgi Björgvinsson Stefán Helgi Bjarnason þau. Hann hóf sjómennsku á unglingsaldri og stundaði hana lengst af á Drangsnesi. Síðustu tvö árin bjó hann á Hellissandi og stundaði sjó frá Rifi og síðasta árið réri hann á eigin báti, Mar- gréti SH 196. Friðsteinn Helgi lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Jónsdóttur og tvö ung börn, ásamt tveimur fósturdætrum. I mars s.l. fund- ust á Breiðafirði líkamsleifar Frið- steins Helga og voru þær jarðsett- ar á Drangsnesi skömmu síðar. Stefán Helgi Bjarnason var Skagfirðingur að uppruna, fædd- ur 7. júlí árið 1941 að Hólkoti á Höfðaströnd. Hann var sonur hjónanna Onnu Guðbrandsdótt- ur og Bjarna Sigmundssonar. Kornungur kynntist hann Krist- ínu Guðbjörgu Benediktsdóttur frá Bolungarvík og fluttist hann með henni til Bolungarvíkur og bjó þar samfellt í 22 ár. Þau Stefán Helgi og Kristín höfðu nýlega slitið samvist- um þegar hann fórst. Hann lét eftir sig 6 upp- komin börn. Stefán Helgi var þraut- reyndur sjómaður og á þeim 10 árum sem hann bjó á Hellissandi var hann orðinn gjörkunnugur veið- um og veðurfari við Breiða- fjörð og þótti ágætur sjómað- ur. Gerði hann lengst af út trillu í Rifi meðan hann bjó hér vestra. Yfir þessa litlu byggð hér utan Ennis lagðist sorgarhjúpur við þennan sviplega atburð enda eru tveir sjómenn mikil blóðtaka fyrir litla byggð og minnti á þá ógn sem margir sjómenn búa við flesta daga og hefur því miður færst í vöxt á nýjan leik eftir að farið var að sækja sjó á litlum trill- um um langan veg. Ólafur Jens Sigurðsson Fasteignasalan Valhöll óskum sjómönnum ogfjölskyldum þeirra til hamingju með daginn. Komið til heimamanna og við munum aðstoða ykkur við kaup og sölu á fasteignum - mildl reynsla Bárður H Tryggvason Sölustjóri Ingólfur G Gissurarson Lögg. fasteignasali Þórarinn M Friðgeirsson Kristinn Kolbeinsson Lögg. fasteignasali Sesselja Tómasdóttir. Sandari Skagamaður Sandari frá Gljúfi-asteini Ólsari Fasteignasalan VALHOLL s: 588 - 4477 fax: 588 - 4479 ft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.