Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 75

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 75
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 73 Sigurður A. Guðmundsson er formaður Sjósnæ. Hann varð góðfiíslega við beiðni blaðsins að segja frá þessu kraftmikla félagi. Hótað fangelsi Við sjómenn í Sjóstangaveiðifé- lagi Snæfellsness viljum óska ykk- ur til hamingju með daginn. Sjóstangaveiðifélag Snæfellsness eða SJOSNÆ er átta ára og hefur staðið fyrir sjö opnum mótum sem veita stig í keppni til Islands- meistara. En alls eru haldin átta mót vítt og breitt um landið. A fyrsta mótið sem var haldið hér komu ellefu manns og var róið á tveimur bátum, næsta ár tvöfald- aðist sú tala og má segja að allar götur síðan hefur tala keppenda auldst og á síðasta ári voru þeir 62. Fyrstu árin var lítið mál að fá að lialda svona mót, en skerðing á kvóta kom lílta niður á sjóstanga- veiðimönnum og var erfitt að fá leyfi til að halda mótin. En alltaf stóðu sjómenn með okkur og man ég eftir að í eitt skiptið var þeim hótað fangelsi sem færu út með sjóstangaveiðimenn þó svo við værum með öli leyfi sem til þurfti. En núna er þetta komið í lög að það má halda slík mót en þó eru þau undir eftirliti Fiski- stofu og allt er vigtað uppá gramm og sent til þeirra. Annars var nú eldti ætl- unin að fara út í þessa sálma. En í félaginu eru 30 manns og félagið er alltaf að stækka, við höf- um verið með bryggjumót fyrir krakkana og þau eru mjög vel sótt af upprennandi veiðimönnum. Landsbankinn á Hellissandi gaf fjóra farandbikara sem keppt er um á hverju ári, og bryggjumótið verður núna 17. júní. Félagið hef- SJOSNÆ ur verið með fluguhnýtingakvöld og kann mörgum að þykja það skrýtið að það er ekki sama hvað þeim gula er boðið uppá á hverj- um stað. Hann hefur verið hrif- inn af bleikum flugum en lax- og silungsveiði- mönnum þykja þær vera óttalegar hlussur, en það eru margar brellur til að ná í fisk- inn og sem flestar teg- undir. Það er keppt um að fá sem flestar teg- undir og stærsta fisk af hverri tegund. Draum- ur allra sjóstangveiði- manna er að fá lúðu og sjómenn vita hvað maður gerir til að ná í þær og fer stærðin á lúðinni eftir árangrin- um í þeirri undirbún- ingsvinnu. Menn hafa verið hissa þegar þeir hafa fengið lúðu og aðrir jafn hissa ef þeir fá hana ekld, hafa jafnvel búist við stórri. í mörg horn að líta En að lýsa starfsemi í svona fé- lagi er best að taka eitt ár fyrir, en við byrjum að hittast og spá í hvernig opna mótið verði um sumarið. Fyrst er að fá tilskilin leyfi og það er í mörg horn að líta. Við höfum boðið mökum og börnum keppenda (fylgifiskum) í skoðunarferðir um Nesið og það er búið að fara víða. A síðasta ári var farið með Eyjaferðum og eyj- arnar skoðaðar og smakkað á ígul- kerjum og hörpudisk. Helgi Krist- jánsson hefur verið okkar maður í þessum ferðum undanfarin ár. Þetta hefur vakið mikla lukku og hafa nú öll félög tekið þetta upp. Á undanförnum árum höfum við verið með grillveislu fyrir alla þá sem að mótinu koma og fisk- markaðirnir aðstoðað okkur við það. Það er heljar partý og er und- ir stjórn Lárusar Einarssonar og Ulf- ars Eysteinssonar. Útvarp SJÓSNÆ var á síðasta ári, var það mjög skemmti- legt og kom sér mjög vel, því veðrið lék ekki við okkur og við urðum að fresta brottför í nokkra klukkutíma en við gátum náð til allra í gegnum út- varpið. I ár er gert ráð fyrir að hafa aft- ur útvarp. Sigríður Ólafsdóttir (Sigga ) var útvarpsstjóri. Sjálf keppnin stendur í tvo daga og er róið kl 06.00 og veitt til Um kvöldið hittast menn og spá í Frá verðlaunaafhending árið 1990, f.v. Páll Ingólfsson, Sigurgeir Bjarnason, Helga Tómasdóttir, SJÓSIGL, Sigurður Arnfjörð ogÁgúst Sigurðsson. I: Gunnar Leifur Stefánsson, SJÓSKIP, Gylfi Sigurðsson, SJÓSNÆ, Árni Björgvinsson, SJÓAK, Róbert Óskarsson og Jóhann Steinsson. Mynd: S.K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.