Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Blaðsíða 48
46 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 að nú, en í haust er stefnt að því að merkja skarkola út af Ólafsvík með rafeindamerkjum sem sýna á hvaða dýpi og við hvaða hitastig fiskarnir halda sig. Rafeinda- merkin ættu að geta veitt upplýs- ingar um vetrarútbreiðslu kolans, og reyndar eru slíkar rannsóknir 3. mynd. Endurheimtur úr skarkolamerkingum út af Ólafsvík árin 1956-1962 á mismunandi svæðum kringum landið. Tölurnar tákna fjölda endurheimtra merkja á hverju svæði. Teiknað eft- ir mynd frá Aðalsteini Sigurðssyni (1989) þegar hafnar með merkingum á hrygningarkola á Flákakanti. Þegar niðurstöður úr merking- artilraunum eru túlkaðar, verður að hafa í huga að merktir fiskar endurheimtast aldrei þar sem eng- ar veiðar eru stundaðar. Segja má að veiðar á skarkola séu stundaðar víða á utanverðum Breiða- firði, en í innri hluta fjarðarins eru veiðar með dragnót, vörpu og netum bannaðar allt árið. Ekki er hægt að útiloka að hluti merktra skarkola hafi gengið inn í Breiða- fjörð um sumarið en miklar endurheimtur í utanverðum firðinum allt sumarið benda þó til að það hafi ekki verið í miklum mæli. Niðurstöður úr skar- kolamerkingum Aðalsteins Sig- urðssonar út af Ólafsvík árin 1956-1964 eru í ýmsu frábrugðn- ar niðurstöðum okkar. I fyrsta lagi má nefna að þá endurheimt- ust hlutfallslega miklu færri merki, þrátt fyrir að um nokkurra ára endurheimtur sé að ræða. Það gæti stafað af tveimur þáttum. Veiðiálag á skarkola gæti hafa ver- ið minna á þessum árum og einnig má búast við að merki hafi ekki skilað sér eins vel vegna þess að stór hluti skarkolans var veidd- ur af erlendum fiskiskipum. Þannig veiddu útlendingar 70% af öllum skarkolaafla við Island á árunum 1956-1964. Skarkolinn úr merkingunum Aðalsteins virðist einnig dreifast meira, einkum suður í Faxaflóa og suður fyrir Reykjanes. Þetta eru margra >ára endurheimtur og eftir því sem lengra líður frá merkingu aukast líkurnar á að kolar veiðist langt frá merkingarstað. Því gætu endurheimtur úr merkingum okltar átt eftir að dreifast meira þegar lengra líður frá merkingu, og í raun má segja að þær séu þeg- ar farnar að sýna tilhneigingu í þá átt því síðustu mánuði hafa merki fengist víða við vestanvert landið. Þá fóru merkingarnar árin 1956- 1964 fram að sumri, en ekki á hrygningartíma eins og merkingar okkar, og því er hugsanlegt að hluti merktra kola hafi verið kolar í göngum frá hrygningarslóðum sunnanlands. Þær miklu endurheimtur (40 %) sem við fengum af merkjum Hjalti Karlsson að merkja kola. Mynd: Jón S. benda til þess að veiðiálagið á skarkola í sunnanverðum Breiða- firði sé of mikið. Svipaða sögu má segja um merkingar annars- staðar við Vesturland því endur- heimtuhlutfall úr merkingum á hrygnandi skarkola á Flákakanti var orðið 30 % eftir 11 mánuði og úr merkingum á sunnanverð- um Vestfjörðum haustið 1997 voru endurheimtur 23 % eftir 8 mánuði og aðalveiðitíminn eftir. Veiðar á skarkola á svæðinu sem við höfum fjallað um hér, og víðar við vestanvert landið, virðast því vera nokkuð umfram það sem bú- ast má við að gefi hámarksafrakst- ur til langs tíma litið, og nefna má að í aflareglu fyrir þorskveiðar er gert ráð fyrir að 25 % veiðistofns- ins séu veidd árlega. Því miður hafa rannsóknir á skarkola í Breiðafirði verið afar takmarkaðar og lítið er í raun vit- að um hvort ókynþroska skarkoli sé alltaf uppistaðan í veiðum á grunnslóðinni, eða hvort sum ár sé hrygningarkoli í sumargöngum meira áberandi. Miðað við rann- sóknir okkar sumarið 1997 virðast veiðar á svæðinu byggjast á ung- um kola og þær eru því háðar því að sterkir árgangar komi inn í veiðina. Síðustu 3 ár hafa engir stórir árgangar bæst við veiðistofn skarkola og árgangarnir frá 1993 og 1994 virðast ekki vera sterkir. Það tekur skarkolann sunnan- og vestanlands einungis um 4 ár að ná veiðanlegri stærð (30-35 cm) og nú þegar gæti sterkur árgangur verið að alast upp. Ekkert er þó vitað um uppvaxandi árganga þannig að erfitt er að spá um aflahorfur á svæðinu næstu ár. Þakkir Eftirtaldir fá þakkir fyrir ýmiskonar aðstoð. Ahöfnin á Auðbjörgu SH-197, Björg Aradóttir, Guðjón Ingi Egg- ertsson, Hrefna Einarsdótt- ir, Hörður Andrésson, Lára Aðalsteinsdóttir, Páll Svav- arsson, Svanhildur Egils- dóttir og Vilhjálmur Þor- steinsson. Að lokum viljum við þakka þeim fjölmörgu sjómönnum sem skiluðu merkjum og óska sjómönn- um og fjölskyldum þeirra til ham- ingju með daginn. HEIMILD: Aðalsteinn Sigurðsson, 1989. Skarkolamerkingar við Island árin 1953-1965. Hafrannsóknir 39: 5-24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.