Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 6
í ritsafni sínu íslenskir sjávarhættir fjallar Lúðvík Kristjánsson (1980)
ýtarlega um reka og rekafjörur á íslandi. Þar er að finna kort um rekahlunn-
indi á íslandi, sem hann hefur gert eftir jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns og öðrum heimildum (mynd 2 og 3). Einnig lýsir Lúðvík öll-
um þeim vinnubrögðum, sem beitt var við söfnun og nýtingu rekaviðar. Þar
er einnig að finna ljósmynd af stórviði, sem grafinn var úr mýri fyrir ekki
ýkja mörgum árum. Bolirnir hljóta að hafa legið þar lengi. Stein lohansen
cand. scient. við Vísindasafnið í Niðarósi hefur skýrt mér frá því, að fundist
hafi trjábolir á Jan Mayen, sem munu hafa borist þangað fyrir meira en
4000 árum. Því er svo að sjá, að flutningsleiðir rekaviðarins og flutninga-
tækni náttúrunnar eigi sér ævaforna sögu. En hvaða viður er þetta, og
hvaðan kemur hann?
Mynd 2.
Rekajarðir (skv. jarðabók Á.M.
og P.V.), Lúðvík Kristjánsson,
1980.
Rekaviður við aðrar strendur Norðurhafsins
Við strendur eyjanna, sem eru fyrir norðan Alaska og Kanada, er mikill
rekaviður. Hann hefur borist til sjávar með stórfijótum þeim, sem þar
renna til norðurs, m.a. Yukon og Mackenzie. Síðan berst hann með ís og
yfirborðsstraumum til norðurs og austurs. Sumt af viðnum nær alla leið til
norðurstrandar Grænlands (Giddings 1943 og Eggertsson 1991). Rekaviður
frá Alaska og Kanada nær sjaldnast ströndum íslands.
Gífurlegt magn rekaviðar safnast hins vegar saman við strendur Norður-
Rússlands og Síberíu. Stórár á borð við Dvínu, Ob og Jenisej hafa á leið
sinni til sjávar hrifið með sér mikið magn af trjáviði. Áður fyrri voru þetta
Mynd 3.
Rekajarðir í Austfirðinga-
fjórðungi (skv. jarðamati 1918),
Lúðvtk Kristjánsson, 1980.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991