Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 18
sem gataðir voru í báða enda, sennilega fyrir keðjufestingar, og hafa því
verið notaðir í trjákvíar í sambandi við timburfleytingar. Nokkrir lerki- og
grenibolir báru þess engin merki að hafa verið sagaðir, þetta voru heil tré
með rót, sem eðlilega var lítið eftir af eftir ísrek og þrim við ströndina.
Trjáþolirnir voru flestir 4!/2-6‘/2 m að lengd, en einstaka 15-25 m langir.
Eins og á fslandi sáum við víða lerkibörk og birkinæfrar, en engir lauftrjá-
bolir voru meðal sýna okkar. Stærsti bolurinn meðal sýnanna var lerkibolur
1,6 m3 að stærð. Furubolirnir voru frá 0,6-1,3 m3 að stærð. Aldur þeirra
furubola, sem við gátum ákvarðað, var frá 140 árum (þvermál 25 em) til 210
ára (þvermál 33 cm).
Á klettótta hluta strandarinnar þarna er gosbergið mjög úfið og
oddhvasst. Þar hefur mikið af rekaviðnum sundrast í brimrótinu og því
mikið af brotnum smáviði innan um hann. Aðstæður voru svipaðar því,
sem við sáum á íslandi.
Meðal sýna þeirra, sem við tókum á íslandi, var hlutdeild lerkisins mun
meiri. Þetta kann að vera tilviljun. Þótt bolirnir væru valdir af handahófi,
eru sýnin of fá til þess að hægt sé að segja með vissu um tegundaskipting-
una. Auk þess voru mælingarnar á Ströndum skipulegri, þar sem í raun
voru mældir-þverskurðir af rekaköstunum, eins og áður segir.
Óskar Kristinsson á Dröngum sagði okkur að rauðaviður lægi dýpra í
sjónum en annar rekaviður. Svipaða sögu hafa rússneskir fleytingamenn
að segja af reynslu sinni, að lerkibolir sökkvi fyrr en furubolir. Ef lerkibol-
irnir væru ekki fastfrosnir í rekísnum og bornir af honum mestan hluta
hinnar löngu leiðar, myndu sjálfsagt fáir lerkibolir ná ströndum )an Mayen
og íslands. Því er eðlilegt að gera ráð fyrir því að hlutdeild lerkisins sé síst
minni við norðurströnd Jan Mayen en við íslandsstrendur. Stein Johansen,
sem fyrr er nefndur, og kynnt hefur sér rekaviðinn á norðurströnd Jan
Mayen, telur að hlutdeild lerkis sé mikil þar.
Skýringin á minni hlutdeild lerkisins við suðurströnd |an Mayen gæti
verið þessi: Þann rekavið, sem berst inn í hringstrauminn fyrir sunnan Jan
Mayen, rekur fyrr eða seinna að suðurströndinni. En leiðin er löng og rekið
getur tekið langan tíma. Snemma á þeirri leið getur hann losnað úr ísnum,
og því haft langan tíma til þess að sökkva.
Þegar öllu er á botninn hvolft, bendir flest til þess, að rekaviði á )an
Mayen svipi til rekaviðar á íslandi og uppruninn sé hinn sami.
Timburflutningar um íshafið
Hin víðáttumiklu hafsvæði, sem umlykja norðurheimskautið eru ísi þak-
in allt árið. Fridtjov Nansen (1897) varð fyrstur til þess að sýna fram á, að
þessi ís er á reki frá Beringssundi, berst síðan yfir Norðurheimskautið og
þá til suðurs milli Grænlands og Svalbarða. Hann rakst á lýsingu af )ean-
ette-rannsóknarförinni. (eanette sigldi gegnum Beringssund en rakstá haf-
ís og sökk við eyjarnar Novasíbirskie ostrova árið 1881. Síðar fundust leifar
af [eanette fyrir vestan Hvarf á Grænlandi. Tilgáta Nansens var, að þar sem
yfirborðsstraumarnir fara norður gegnum Beringssund og inn í Norður-
íshafið og síðan út í Atlantshafið, m.a. gegnum Grænlandssund, myndu
vatnsmassar stórfljótanna í Síberíu, Kanada og Alaska ýta hafísnum yfir
Norður-íshafið og síðan suður á bóginn m.a. milli íslands og Svalbarða.
Enda þótt tilgátur hans mættu mikilli andspyrnu, tókst honum að koma
saman Fram-leiðangrinum. Hann sigldi á Fram frá Noregi og austur með
norðurströnd Síberíu, þangað til að skipið varð fast í hafísnum 22. sept-
16
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991