Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 38
Ölfusborqir. Orlofshverfi sem
fellur vel að landslaginu.
sem í sveitinni búa. Á sama tíma hefur landbúnaðurinn verið á undan-
haldi þannig að bændur eru fúsir til að selja eða leigja lóðarspildur
undir sumarbústaði. Land sem áður var í þeirra huga órjúfanlegur hluti
bújarðanna og átti að ganga óskert í arf næstu kynslóða, er nú orðið eitt
helsta lifibrauð þeirra og nauðsynleg tekjulind til að bújörðin geti
framfleytt fjölskyldunni.
Hvar hafa sumarbústaðasvæði verið að byggjast upp?
Ásókn hefur verið í landsvæði í nágrenni við helstu þéttbýlissvæði
landsins. Fæstir vilja verja miklum hluta frítímans í ferðir. Með hverju ári
sem líður sjást þó dæmi þess að byggðin færist fjær þéttbýlinu, vegasam-
göngur batna, bílar verða betri, og leita verður lengra eftir hentugu land-
svæði fyrir sumarbústaði. Fyrir 5-6 árum voru sumarbústaðahverfi að rísa
í 50 km fjarlægð frá Reykjavík, en nú eru að byggjast svæði í 150-200 km
fjarlægð, t.d. vestur á Snæfellsnesi og austur undir Vík í Mýrdal.
V^T Sumarbústaðasvæði hafa verið að byggjast þar sem eru vatnsbakkar,
skjólsælt umhverfi og kjarr- og skóglendi. Nú eru augu flestra að opnast
fyrir því að rétt er að friða birkiskógana og nýta önnur landsvæði til rækt-
unar og uppbyggingar.
Mikið framboð lóða á seinni árum hefur leitt til þess að nú er aðallega
byggt á þeim svæðum þar sem framboð ýmissar þjónustu er gott og mögu-
leikar á margskonar útiveru og tómstundaiðju. Hverfin eru víða við golf-
velli, sundlaugar, skógræktarsvæði eða hestaleigu.
Hvaða náttúrugæði þurfa að vera til staðar á svæðum, sem
byggjast upp sem sumarbústaðahverfi?
1. Landrými þarf að vera fyrir bústaði, vegi og útivistarsvæði.
2. Landslag þarf að vera þannig að koma megi fyrir bústöðum í hlíðum
móti suðri og suðvestri. Algengt er að kröfur séu gerðar um útsýni.
36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991