Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 9

Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 9
Norske Spitsbergen Kullkompani tók við öllu, sem hann gat framleitt. Hann keypti sögunarvélar, sem gengu fyrir dieselvél, og setti þær upp við Hjorthavn um það bil 6 km frá Longyear-bænum árið 1972. Flutningabátur, sem á var bæði spil og dráttarvél, var notaður við að safna saman reka- trjánum. Stofnarnir voru bundnir saman í knippi, fluttir að sögunarstöð- inni og dregnir þar á land til úrvinnslu. Það var svo mikið af sandi og smásteinum í endum trjábolanna, að nauðsynlegt reyndist að saga af bolunum, áður en þeim var flett. Saltkrist- allar o.fl. ollu því, að bitið fór fljótlega úr sagarblöðunum. Oft reyndist nauðsynlegt að skerpa blöðin eftir að 2-3 bolum hafði verið flett. Saltið í viðnum olli einnig vandræðum, þegar hann var notaður til eldiviðar, þá brann hann blágrænum loga, sem tærði ofnana svo, að viðhaldið varð mikið. Meðan á bruna stendur leysist saltið upp í vatnsgufunni og veldur tæringu járnsins. Ferð og sýnataka á Ströndum Ásamt Hauki Ragnarssyni skógarverði, Birgi Haukssyni verkstjóra og Reidar lacobsen ráðunaut, fór ég á Strandir í júlí 1990 (mynd 5). Fyrst skoðuðum við allmargar rekastrendur á strandlengjunni frá Þorpum til Munaðarness. Á þeim jörðum, sem búið er á, er rekinn yfirieitt nýttur að einhverju leyti. Tókum við af handahófi sýni úr þeim köstum, sem hlaðnir höfðu verið (tafla 4 og 5). Rekaviðurinn berst til strandar úr norðri. Eitthvað rekur á hinum ýmsu árstíðum, en megnið af honum rekur á veturna í norðaustanveðrum, og vita því bestu rekastrandirnar móti norðaustri. Sum ár rekur lítið en önnur ár mikið. Oft kemur rekaviðurinn í flotum, margir trjáboiir saman, og stundum berst hann til lands fastur í hafís. Svo var árið 1978, sem var gott rekaár. Árið 1960 var líka mikið rekaár. Á þessu skógarsnauða landi hefur viðarreki verið mikil hlunnindi frá upphafi byggðar. Þar sem trjábolir hafa fundist djúpt í mýrum, má gera ráð fyrir því að rekaviður hafi borist til íslands í þúsundir ára. Bændur draga saman rekaviðinn úr fjörunum, flokka hann og raða í hlaða á bökkunum, þar sem sjórinn nær ekki til þeirra. Stórum bolum er flett í planka eða borðvið, en úr styttri bolum eru gerðir girðingarstaurar. Ekki er óalgengt að sögunarvélar séu á rekajörðum. Yfirleitt eru þær af ein- földustu gerð, gjarna knúðar af dráttarvélum. í Ófeigsfirði sáum við sögun- arvél, sem var ágætlega búin miðað við aðstæður. Það kostar mikla fyrirhöfn að vinna úr rekaviði svo að vel sé. Sækja verð- ur hvern trjábol í kestina, og þá verður að velja til þeirrar úrvinnslu, sem best hentar í hvert skipti. Bestu trjábolirnir eru teknir til flettingar í planka eða borð, og er það verk unnið af nákvæmni. Rauðaviður hefur verið sér- lega eftirsóttur vegna þess hve endingargóður hann er, en rauðaviður er íslenska heitið á lerkiviði. Páll bóndi Traustason á Þorpum á Gálmaströnd, sýndi okkur hvernig plönkunum var staflað til þess að þeir geymdust vel (mynd 6). Stuttir trjábolir eru gjarna klofnir eða sagaðir að endilöngu. Fást fjórir girðingarstaurar úr hverjum bol. Saltið, sem síast hefur inn í viðinn á langri ferð um íshafið, verkar sem fúavörn, og geta staurarnir enst í áratugi. Þeir bændur, sem hirða um rekann, gera það yfirleitt af aiúð og kostgæfni. Gæti þetta verið til umhugsunar og jafnvel eftirbreytni fyrir okkur Norðmenn, sem búum við ofgnótt trjáviðar. SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.