Skógræktarritið - 15.12.1991, Blaðsíða 13
Mynd 8.
Rekaviður í Skjaldabiarnarvík.
Drift timber at Skjaldabjarnar-
vík.
Mynd 9.
Heirnagrafreitur í Skjalda-
kjarnarvík.
^ small cemetery and some
remains of buHding foundations
are Me onty reminders of the
Skjaldabjarnarvík farm.
í Skjaldabjarnarvík gerðum við strandhögg, þótt með öðrum hætti væri
en á víkingaöld. Farið var í land til þess að reyna að slá máli á rekaviðar-
magnið. Þarna hefur rekaviður safnast saman á nokkrum stöðum um langt
árabil. Rekakösturinn, sem við mældum, var 280 m að lengd. Býlið fór í
eyði fyrir um 50 árum og standa aðeins húsatætturnar eftir. Þarna er gam-
all heimagrafreitur, sem segir sína sögu um horfna tíð og menningu (mynd
9). Upp af rekafjörunni er mýrlent graslendi. Þar mátti sjá trjáboli, sem að
miklu eða mestu leyti voru huldir jarðvegi.
Rekabeltið eða kösturinn náði allt að ca 7 metrum ofar en hæsta sjáv-
arstaða. Þetta bar það með sér, að þarna getur orðið gífurlegt brim, sem
getur kastað rekatrjánum langt inn á land. Meðalbreidd rekabeltisins var
23 m, svo að það náði yfir 0,64 ha. Þar sem rekinn hefur ekki verið nýttur
síðustu 20 árin að heita má, gefur þetta góða hugmynd um meðalreka-
magn á tímabilinu. Við mældum þrjár línur þvert á rekabeltið, frá fjöru-
borði að efstu mörkum þess. Sumpart er um að ræða langa og góða trjá-
boli. En brim og öldugangur í ísnum og við grýtta ströndina hafa leikið
hiuta rekaviðarins grátt. Því er þarna mikið um brotna stofna og trjábúta
af ýmsum stærðum. Við mældum alla boli, sem voru lengri en 1 m og gild-
ari en 10 cm. Börkur er hverfandi á rekaviði, aðeins við kvisti og rótarenda
bolanna.
Það mældust vera 339 m3 í rekabeltinu. Til viðbótar koma á að giska 150
m3 af smáviði og trjábútum, sem ekki voru mældir, en þetta er auðvitað
umdeilanlegt mat. Mikið af þessum smáviði hafa náttúruöflin mótað á
hinn furðulegasta hátt. Listamenn gætu áreiðanlega notfært sér þessi
auðæfi.
í rekabeltinu voru sem sagt 339 m3:0,64 ha, sem svarartil 530 m3/ha. Það
eru ekki margir skógarteigar í Noregi, sem státa af slíku viðarmagni. Ef við
gerum ráð fyrir því að þetta rekatimbur hafi safnast þarna saman á síðustu
20 árum, þá er árlegt rekamagn að meðaltali 26,5 m3/ha á ári (og ef smá-
viðurinn er meðtalinn 38 m3/ha á ári).
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991
11