Skógræktarritið - 15.12.1991, Page 82
Úr hópi 7 umsækjenda um stöðu sérfræðinga ákvað fagráð að mæla
með ráðningu Aðalsteins Sigurgeirssonar, dr. Ásu L. Aradóttur og dr. Guð-
mundar Halldórssonar. Aðalsteinn Sigurgeirsson er skógfræðingur BS frá
Albertaháskóla í Kanada og er að ijúka Ph.D. gráðu í skógfræðilegri erfða-
fræði við Háskólann í Umeá í Svíþjóð. Aðalsteinn kemur til starfa sumarið
1991. Dr. Ása L. Aradóttir er líffræðingur BS frá HÍ, MS í líffræði frá Mont-
ana State University, Bandaríkjunum og Ph.D. í vistfræði frá Texas A&M
University. Dr. Ása skrifaði um birki í lokaritgerð sinni. Dr. Guðmundur
Halldórsson er líffræðingur BS frá HÍ og Ph.D. í skordýrafræði með áherslu
á meindýr í landbúnaði og skógi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn.
Aðaisteinn hefur í sínu námi unnið að kvæmarannsóknum og mun í
framtíðinni vinna á því sviði ásamt Þórarni Benedikz skógfræðingi og
styrkja þannig frekar þennan mikilvæga þátt í starfinu á Mógilsá. Með
ráðningu Ásu er tekin sú ákvörðun að ráða sérfræðing á sviði landgræðslu-
skóga, en auk þess mun hún vinna að svepprótarrannsóknum.
Úr hópi 8 umsækjenda voru ráðnir tveir rannsóknamenn. Kristín Elfa
Bragadóttir umhverfisfræðingur mun sjá um tilraunagróðurhús og fræeftir-
lit og Þórður J. Þórðarson mun sjá um útivinnu og verkstjórn. Fulltrúi á
skrifstofu var ráðin Guðrún Þórarinsdóttir og Þórfríður Kristín Grímsdóttir
var ráðin matráðskona.
Fyrrum starfsmönnum að Mógilsá eru þökkuð störf fyrir Rannsóknastöð-
ina.
Útgáfustarfsemi
Eftirfarandi rit voru gefin út hjá Rannsóknastöðinni 1990.
Rit 1
ÚLFUR ÓSKARSSON: Leiðbeiningar um hraðfjölgun á Alaskaösp með
smágræðlingum.
Rit 2
ÚLFUR ÓSKARSSON, ÞORBERGUR H|ALTI JÓNSSON og KRISTIÁN ÞÓR-
ARINSSON: Hraðfjölgun á Alaskaösp I: Áhrif af klippingu á laufum og
toppi á líf og vöxt smágræðlinga.
Rit 3
ÚLFUR ÓSKARSSON og KRISTIÁN ÞÓRARINSSON: Hraðfjölgun á Alaska-
ösp II: Áhrif mismunandi ræktunarmoldar á líf og vöxt smágræðiinga.
Rit 4
|ÓN GUNNAR OTTÓSSON: Skógrækt og skógvernd: Markmið og leiðir.
- Erindi á Húsavík 17.03. 1990.
Rit 5
JÓN GUNNAR OTTÓSSON: Stefnumótun í rannsóknum í landgræðslu og
skógrækt. - Erindi á FÍN-fundi í febrúar 1990.
Rit 6
ÞORBERGUR HIALTl IÓNSSON: Greinargerð vegna fyrirhugaðrar nytja-
skógræktar bænda í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði. Landkostir, viðarvöxt-
ur, val tegunda og kvæma til ræktunar.
72
SKÓGRÆKTARRITIÐ 1991